Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 1. nóvember 2016
Stjórnarfundur 1. nóvember 2016 - Kl. 16.15
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Hanna Lára og Bernharð.
Ritari: Daði
Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.
Skýrsla formanns
Kynnti fund hennar og lögmanns FH hjá velferðarráðuneytinu þar sem rædd var framtíð HTÍ og álit FH á starfsemi stofnunarinnar. Ljóst að efla þarf skilning á málefnum döff innan ráðuneytisins, málefnum um snemmtæka íhlutun auk þess að endurskoða þarf ákvæði um hjálpartæki og eyrnatappa sem eru gömul og úr sér gengin lög. Hvat er til aukinnar samkeppni og aðgengis döff að hjálpartækjum en ekki eingöngu hjá HTÍ. Formaður vinnur betur niðurstöðu fundarins og kemur með tillögur um hvernig best sé að staðið að fræðslu og vitund á málefnum döff út á við.
Skýrsla framkvæmdastjóra
- Staða happdrættissölu 31 október (viku 9) er 2748 miðar og er það 37% af sölu happdrættisins mv haustið 2015(7372) sem var einstaklega gott og 47% af sölu haustsins 2014 (5.850). Salan liggur mjög á fáum aðilum sem sýnir enn mikilvægi þess að stýra þessu með skýrum framtíðarmarkmiðum og erlendu vinnuafli til að tryggja rekstur og starfsemi FH eins góðir og við sjálf gerum kröfur um.
- Aldraðir komið með athugasemdir um dauft félagsstarf í Gerðubergi. Samningur starfsmanns er til enda nóvember. Tillögur Daða og Lailu að skoða nýjan starfsmann með nýtt ferskt blóð í staðinn. Vandamálið að finna viðkomandi og eins hvort samningurinn verður endurnýjaður við Reykjavíkurborg um stöðuna.
- Hvar er presturinn? Aldraðir í Gerðubergi hafa ekki séð prestinn lengi. Hann hefur ekki heimsótt aldraða á DAS né komið hingað í FH skv hvatningu okkar starfsfólks annan hvern föstudag til að tengjast fólkinu. Kristilegar athafnir eins og jarðarfarir og skýrnir meðal heyrnarlausra eru sóttar til annarra safnaða/kirkna. Framkvæmdastjóri óttast ef kvartað yrði til biskupsstofu þá verði staðan lögð af. Áður fundað með presti um meiri sýnileika en virðist án árangurs. Spurning að taka prestinn í viðtal í fréttum vikunnar og virkja meira eða fá á hreint hvort hann ráði við verkefnið.
- Vegna niðurskurðar á þjónustu FH vegna sálfræðiviðtala þá hefur Katrín sálfræðingu tekið undir útskýringar FH um að hægt sé að sækja þessa þjónustu til hverfismiðstöðva heyrnarlausra íbúa og heyrir í raun ekki undir þjónustu FH. Félagsmaður hefur þó spurt hvað félagið ætli sér að gera varðandi þessa þjónustu. Var svarið það að nota afgangsfjármagn sem eftir er í heilbrigðissjóðnum í að fara í greiningavinnu eða skýrslugerð sem gæti nýst öllum félagsmönnum og félaginu í sókn eftir varanlegri þjónustu á andlegri og félagslegri stöðu döff og farið verði í það með hækkandi sólu þegar búið er að greina hvað greiningar/rannsóknarvinnan eigi að miðast við og innihalda.
Samþykkt. Athugasemdir við:
3.3: að hitta prest heyrnarlausra og fara yfir mál hans/hennar gagnvart döff.
3.5: Heiðdís skrifar þakkarbréf.
WFDYS Ástralíu apríl 2017 - fulltrúi og fyrirkomulag
Hjördís mun vinna málið áfram þar sem skýr niðurstaða liggur ekki fyrir. Hjördís hefur skráð punktana sem hún mun vinna út frá og kynna þegar séð verður hvar hagur FH liggur. Vinnuplagg Hjördísar er fylgiskjal #1.
Dagur döff 2017
Almenn ánægja félagsmanna og gesta var með dagskrá Dags döff. Gunnar Snær mun í framhaldi birta fréttaefni um dagskrá helgarinnar. Stjórn leggur til að þriggja manna nefnd komi að skiuplagi dagskránnar árið 2017.
Dagur ÍTM 2017
Þema dagskrá dags ÍTM 11. febrúar 2017 er "VIÐHORF". Tillaga samþykkt að Heiðdís og Daði sjái um að leggja drög að dagskrá viðburðarins sem kynnt verði stjórn til samþykkis.
Styrktarumsókn vegna FEAST ráðstefnu - fylgiskjal
Stjórn samþykkti 100 þúsund króna styrk í verkefni FEAST - fylgiskjal #2.
Næsti fundur
15. nóvember kl. 16:15
Önnur mál
Upptökustúdío verði klárað fyrir árslok í ár.
Fundi slitið kl. 18:25.