Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 4. febrúar 2016

Stjórnarfundur 4. febrúar 2016

Mættir: Heiðdís, Sigríðiur Vala, Hjördís, Guðmundur og Bernharð.
Ritari: Daði

Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

Skýrsla formanns

 • Ekki enn búið að skipa í málnefnd um ÍTM, búið að senda ítrekun á mennta- og menningarmálaráðherra.
 • Fór á fund með fulltrúum 112 til að ræða mögulegt samstarf til að þróa app sem gæti hentað Döff og fleirum í  náinni framtíð. 112 er tilbúnir til samstarfs, núverandi app var gjöf frá Valitor og er mjög grunnt og einfalt. Áætlað að hafa samband við Ingvar Björnsson í HR sem vinnur með vinnslu og þróun á smáforritum (app), kanna þann möguleika ef hann gæti komið því í að nemendur gætu tekið þetta í lokaverkefni. Fréttir vikunnar, Gunnar og Leszek fara í 112 og gera frétt og upplýsingaþátt um 112 og hvernig SMS virkar, leiðbeina hvernig á að nota SMS.
 • Undirbúningur vegna afmæli Fh og dags ÍTM á lokametrum, formaður Fh mun vera með stuttan fyrirlestur ásamt Kríu hjá SHH. Dagskráin komin víða og útlit fyrir góða mætingu. Formaður ætlar að reyna að birta grein í Fréttablaðinu 11.febrúar um börnin og auðinn þeirra.
 • Fundur með Kristjáni Júlíussyni heilbrigðisráðherra 27.janúar ásamt foreldrum barns með heyrnarskerðingu og Hafdísi lögfræðing Fh. Lagt var fram minnisblað þar sem félagið ítrekar á að tryggja þurfi snemmtæka íhlutun og ráðgjöf ef um er að ræða grun eða staðfesta heyrnarskerðingu.
 • Fréttir vikunnar búin að vera í 3 vikur, stefna á fjórða þætti á morgun. Stjórnin þarf að taka fljotlega afstöðu hvort halda eigi áfram með þetta, samþykkt var 3ja mánaða reynslutími.

Samþykkt.

Skýrsla framkvæmdastjóra

 1. Tillaga framkvæmdastjóra að hætta útleigu á sal Félags heyrnarlausra. Áætlaður byggingakostnaður brunaflóttaleiðar aldrei undir 12 milljónum króna.
 1. 112 neyðarlínan heimsótt. Skoðað verður í samstarfi við 112 og Háskólann í Reykjavík þróun á notendavænna appi sbr það sem 112 Danmörk hefur gert. Stjórnendur 112 tóku vel í að skoða þróun appsins.
 1. Við eftirgrennslan hjá ÖBÍ á dagpeningagreiðslum eða greiðslu vegna fundarsetu hjá stjórnum aðildarfélaga þá er ÖBÍ ekki kunnugt um slíkt. Eflaust er það ákvörðun hvers félags fyrir sig ásamt stöðu þess á hverjum tíma hvort og hvernig slíkt er útfært. 
 1. Fjárhagsáætlun núna í ár er í jafnvægi. Reikna má með lítilsháttar hagnaði eftir árið ef rekstrarspár ganga eftir. Gott mál m.t.t. mikils fjölda starfsmanna hjá félaginu en þau teljast 8 í dag, þar af eins og fyrr segir 8 döff í 4 fullum stöðugildum.

Athugasemdir - óskað er greiningar á tekjum og útgjöldum happdrættisins sundurliðað.

Umræður um sal félagsins og flóttaleið
Samþykkt einróma að láta aðalfund samþykkja að ekki verði farið í dýrar framkvæmdir brunastiga og flóttaleiðar og salurinn því ekki leigður út sem tekjuleið.

Skýrsla lögfræðings Fh 

Einstaklingsmál:

Töluvert af einstaklingsmálum sem eru í gangi sem ekki er hægt að fara mjög ítarlega í. Þetta eru mál sem varða.

 • Réttur döff til að taka inntökupróf í skóla

Mál hjá umboðsmanni Alþingis. Lögfræðingur Fh og döff áttu fund hjá umboðsmanni Alþingis 13. janúar sl. ásamt yfirmönnum skólans. Málið er á lokastigi hjá umboðsmanni.

 • Krafa um endurgreiðslu á táknmálstúkaþjónustu.

Döff greiddi sjálfur fyrir túlkaþjónustu vegna náms við einkaskóla. Fh fer fram á að mennta- og menningarmálaráðuneytið endurgreiði útlagðan kostnað. Bréfum hefur ekki verið svarað og er nýlega búið að senda aðra ítrekun.

 • Meðferðarstofnun synjar döff um táknmálstúlk.

Fh hefur kvartað til Landlæknis. Býðum eftir viðbrögðum.

 • Réttur döff barna til að fá námsgögn á íslensku táknmáli.

Námsgagnastofnun hafnaði beiðni um að þýða námsgöng á ÍTM. Farið með málið fyrir dómstóla og málinu vísað frá dómi. Það þýðir að málið fékk aldrei neina efnislega meðferð. Dómurinn telur að döff hafi ekki lögvarða hagsmuni að því að fá úrlausn dómsins um kröfu – krafan feli í sér lögspurningu. Þegar látið er reyna á svokölluð viðurkenningarmál eins og þetta mál er,  getur verði flókið að leggja fram kröfu í stefnu sem er með þeim hætti að dómstólar fallast á að taka mál til efnislegrar meðferðar. Þá eru dómar mjög mismunandi hvað þetta varðar og þess vegna erfitt að sjá þetta fyrir. En við hættum ekki og höldum áfram með málið. Núna er verið að leggja lokahönd á annað bréf til Menntamálastofnunar þar sem listuð eru upp námsgögn sem nemandinn þarf næstu tvö skólaárin. Farið verður fram á að menntamálstofnun láti þýða efnið á ÍTM. Ef við fáum synjun þá verður tekið til skoðunar hvort foreldrar barnsins greiði sjálf fyrir kostnaðinn sem hlýst af því að þýða eina námsbók og sæki málið fyrir dómstólum þar sem ein krafan væri að fá þann kostnað endurgreiddan. Slíkri fjárkröfu er venjulega ekki vísað frá dómi.

 • Réttur döff barna til talkennslu.

Kærumál þar sem kærð var ákvörðun HTÍ til heilbrigðisráðherra um að synja börnum um talkennslu. Heilbrigðisráðherra staðfesti ákvörðun HTÍ. Kvartað verður til umboðsmanns Alþingis. (í vinnslu)

 • Réttur döff til túlkaþjónustu á heilbrigðisstofnun sem er rekin af einkaaðilum.

Bréfaskrif í gangi þar sem óskað var eftir að Sjúkratryggingar Íslands upplýstu um inntak samnings milli Sjúkratryggingar og heilbrigðisfyrirtækisins (sem er einkarekið). Fáum vonandi svör á næstu vikum.

 • Réttur til umönnunargreiðslna.

Beðið eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Almenn mál er varða hagsmuni döff

 • Staða döff barna, menntun og íslenskt táknmál.

Félagið sendi í nóvember beiðni til mennta- og menningarmálaráðherra og lýsti yfir áhyggjum sínum að stöðu barna, sérstaklega í Hlíðaskóla, sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta. Nú hefur menntamálaráðherra brugðist við og óskað eftir svörum frá menntasviði Reykjavíkurborgar. Málið er því komið af stað og verður fylgt eftir. 

 • Endurgjaldslaus túlkaþjónusta.

Félagið sendi athugasemdir við tillögu menntamálaráðherra um breytingu á reglugerð Samskiptamiðstöðvar er varðar rétt til endurgjaldslausra túlkaþjónustu. Held að ég hafi farið yfir athugasemdirnar á stjórnarfundi í nóvember. Höfum engar fréttir fengið um reglugerðina, bara að það sé verið að vinna í henni. 

 • Sambýlismálið.

Búið er að setja saman hóp sem vinnur að úttekt á málumhverfi döff íbúa í sambýlinu. Í hópnum er fulltrúi fá SHH, Greiningar- og ráðgjafastöð ríksins og Reykjavíkurborg. Þetta gengur afskaplega hægt og ég er búin að senda bréf á Reykajvíkurborg til að ítreka að málinu verði flýtt.

 • Sanngirnisbætur

Ekki er komið svar frá innaríksiráðuneytinu um hvernig það muni bregðast við dómi Hæstaréttar um sanngirnisbætur. Búið að senda ítrekun. Málinu er fylgt vel eftir.

 • Beiðni um breytingu á lögum um meðferð einkamála.

Fh sendi bréf til innanríkisráðherra og bað um að hann beitti sér fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um meðferð einkamála þannig að tryggður yrði réttur döff til endurgjaldslausra túlkaþjónustu í einkamálum. Ráðherra tók vel í erindi Fh og lagði til breytingar sem sendar voru til umsagnar hjá dómstólaráði. Fh gerði að vísu athugasemdir við orðalagið á breytingunum en gerðar eru vonir um að þetta nái fram að ganga.

 • Beiðni um breytingu á lögum um meðferð sakamála.

Fh sendi einnig bréf til innanríkisráðherra og bað um breytingu á lögum um meðferð sakamála þannig að skýrt kæmi fram skylda lögreglu og ákæruvalds til að kalla til túlk þegar maður gefur skýrslu og þarf að reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta. Í dag er þetta orðað á þá leið að vísað er til einstaklings sem ekki talar íslensku eða getur ekki tjáð sig á mæltu máli. Einnig er óljós réttur döff til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í samskiptum við réttargæslumenn. Fh hefur lagt áherslu á að lögin kveði sérstaklega á um rétt þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta, sbr. lög nr. 61/2011.

 • Geðheilbrigðisáætlun – þingályktun

Fh hefur sent inn athugasemdir við geðheilbrigðisáætlun sem er til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis. Fh leggur áherslu á að sérstakt geðheilbrigðisteymi verði stofnað fyrir döff og menntun fagfólks í ÍTM og mál- og menningarsamfélagi Döff. Bíðum eftir að fá að fara á fund nefndarinnar.

 • Málefni aldraða döff.

Hafdís og Heiðdís fara á fund í dag varðandi rétt döff aldraða til liðveislu. Segjum kannski frá því á fundinum.   

 • Ráðgjöf við foreldra barna með skerta heyrn.

Fh sendi bréf í nóvember til heilbrigðisráðherra þar sem vakin var athygli á því að svo virðist sem ráðgjöf sem foreldrar barna með skerta heyrn fá sé ekki nógu markviss. Hafdís og Heiðdís fóru á fund til heilbrigðisráðherra ásamt foreldrum döff barns til að ræða þessi mál. Fh lagði fram minnisblað á fundinum þar sem lögð er áhersla á að ráðgjöf við foreldra barna með skerta heyrn sé fyrst og fremst uppeldisleg og eigi því að heyra undir ráðuneyti mennta og fræðslumála.

Erindi vegna styrks, sjá tölvupóst.

Stjórn hefur enga sjóð til að sækja í vegna svona umsókna en vísar til stjórnar ÍFH og að þar fái félagið reglulegar tekjur vegna getrauna sem hægt er að veita úr. Að auki getur félagið borið félagsmanni að selja penna á vegum félagsins í fjáröflunarskyni.

Næsti fundur

8. mars kl. 17:30

Önnur mál

 1. Hafdís og Heiðdís munu skoða hvítbók með niðurstöðum vegna sérkennslu fatlaðra barna með tryggingu réttinda döff barna að leiðarljósi.
 2. Formaður kynnti tillögur samstarfs við foreldrafélagið og jákvæð viðbrögð Bjargar við því samstarfi. Þetta skoðað nánar og betur eftir að foreldrafélagið heufr kynnt tillögu okkar til samstarfs með sínu fólki.
 3. Sigríður Vala hvetur foreldra heyrnarlausra barna að heimsækja félagið til að fá hlýlegri og jákvæðari tilfinningu fyrir því.