Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 11. september 2018

Stjórnarfundur 11. september 2018 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg, Anna Jóna og Þórður

Ritari: Daði

1. Nýjir stjórnarmenn boðnir velkomnir og rætt um fundarstörf stjórnar Fh

Formaður kynnti nýjum stjórnarmönnum hlutverk og verkefni stjórnarinnar þeim til aðlögunar.

2. Fundargerð síðasta fundar

Stjórn undirritaði fundargerð síðasta stjórnarfundar og um leið trúnaðarskjal fyrir veturinn 2018 til 2019

3. Skýrsla formanns

Spurt var hvort 112 appið sem er í smíðum væri sam Norrænt sem það er ekki, heldur samstarf FH, 112 og HR að gera notendavænt 112 app fyrir döff. Skýrsla formanns samþykkt.

4. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt með eftirtöldum athugasemdum:

Eftir glerviðgerðir í sameign þá bíða viðgerðir á klæðningu og bílageymslu/bílastæði. Ekki er búið að tímasetja viðgerðirnar.

Tillaga að Bubbi verði með fréttalestur í Gerðubergi fyrir 55+.

5. Dagur Döff 2018

Dagskrá kynnt. Þriðjudag 25/9 er skuggamynd í FH. 28/9 Er kaffisamsæti og 112 appið vonandi kynnt ef það næst að klára. Tillaga að hafa múrbrjótinn afhentan sama dag. Skoðað með Lailu.

29/9 er skemmtidagskrá með Gavin og veitingabíll og bjórkvöld.

6. Táknmálsfréttir og hugmynd Fh

Hugmynd að FH geri eigin fréttaskýringaþátt með myndviðmóti og kynni fyrir RÚV ef vel gengur upp á það að RÚV kaupi fréttir af FH. Tillagan er lögð fram og virkjuð vegna mikillar gagnrýni sem FH hefur borist vegna gæðamála táknmálsfrétta í sjónvarpinu. Stjórn samþykkti einróma verkefnið.

7. Aðgengi að textun og táknmál í TV, hugmynd að átaki kynnt

Hugmynd að bjóða forráðamönnum sjónvarpsefnis frá DR, SVT og NK að koma á örráðstefnu og kynna framboð döff sjónvarpsefnis til samanburðar við íslenskt sjónvarpsefni og bjóða forráðamönnum RÚV á fundinn. Setja eina milljón í verkefnið. Samþykkt af stjórn. Er þetta partur af lobby verkefni stjórnarinnar að bæta hlut döff í íslensku sjónvarpi

8. Dagur ÍTM 2019?

Dagur ÍTM 11. febrúar 2019 skal þess gætt að Málnefnd um ÍTM verði virkjuð til samstarfs vegna dagskrár í tilefni dagsins. Afmælisdagskrá samfara deginum verði með hóflegu ívafi þar sem 60 ára afmæli FH er árinu síðar.

9. Skuggaskýrsla SRFF, Hjördís Anna

Hjördís Anna er fulltrúi FH í nefnd um skuggaskýrslu sem stjórnvöld létu gera um stöðu S.þ. samningins um réttindi fatlaðra á Íslandi. Skýrslan þótti mjög hlutdræg íslenskum stjórnvöldum þannig að ÖBÍ setti saman hóp til að skrifa skuggaskýrslu um raunverulega stöðu þessara mála á Íslandi.

10. Bréf ÍFH, umsókn um styrk

Umsókn ófullnægjandi og skýrði ekki markmið umsóknar ÍFH um fjárstyrk. Formaður óskar meiri upplýsinga hjá forráðamönnum keiludeildar/ÍFH um markmið styrktarumsóknarinnar.

11. Döffblaðið, tillaga

Hugmynd var kynnt að auglýsa eftir ritstjóra döffblaðsins fyrir næstu útgáfu sem er í febrúar 2019. Samþykkt einróma og auglýsing strax sett inn á heima- og fésbókarsíðu félagsins.

12. Önnur mál

a. EUD fundur í október verði farin af Hönnu Kristínu Jónsdóttur fyrir hönd félagsins. Samþykkt af stjórn

b. Aðalfundur ÖBÍ er 5-6 október og tillaga að Ingibjörg Andrésdóttir og Anna Jóna Lárusdóttir fari fyrir hönd félagsins. Tillaga að bjóða Þórdísi með þar sem félagið má senda 3 fulltrúa. Samþykkt.

c. Samþykkt var að formaður og varaformaður verði fulltrúar á DNR fundinum í Noregi 16 og17. nóvember.

d. Anna Jóna kynnti ferð sína og Ingibjargar á Norrænan fund aldraðra í Kaupmannahöfn 3-6 september. Þær eru að vinna skýrslu til skila í kjölfar fundarins. Afhentu þær stjórn yfirlýsingu þar sem óskað er eftir að DNR taki upp málefni er tryggir döff öldruðum öldrunarþjónustu til jafns á við aðra.

e. Sumarið 2019 verður næsti WFD fundur í París Frakklandi. Tillaga Hjördísar er að sem flestir stjórnarmenn geti mætt á fundinn og sótt mögulega styrki til að kosta hluta af ferð. Sjálfsagt að skoða þetta betur.

Fundi lokið kl. 18.25

Fylgjiskjal

Skýrsla framkvæmdastjóra 11. september 2018

1. Happdrættissala hefst í dag formlega og til 10 desember. Markmið að ná 15000 miðum. 8 sölumenn þar af 5 erlendis frá.

2. Nýjar umsóknir vegna samnings við velferðarráðuneytið, VMST og Reykjavíkurborg í vinnslu. Er að vinna greinargerðir vegna fyrri samninga.

3. Fjárhagsáæltun fyrri helmings ársins var jákvæð um 2 milljónir króna þrátt fyrir 4,4 milljón króna glerkostnað. Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu allt yfir árið og gott að safna í framkvæmdastjór vegna væntanlegra viðgerða á múr og bílastæðahúsi.

4. Starfsmannamál í góðu horfi. Ætlum að leigja bíl fyrir liðveisluna til að auka þjónustu fyrir döff frá 1. okt.

5. Búa til slogan vegna heilsíðuauglýsingar dags döff „Textun í sjónvarpi“ í smíðum. Tillögur vel þegnar!

Fylgjiskjal

Skýrsla formanns 11.09.18

Félagið hefur átt fundi með lögfræðingum til að vinna að kæra úrskurð vegna þjónustu fyrir döff eldri borgara og er búið að senda kæru, við bíðum nú niðurstaðna í samvinnu við lögfræðistofuna. Félagið hefur látið lögfræðinga fá öll efnisgögn vegna umsóknar og úrskurðar á myndsímaþjónustu, hafa lögfræðingar komið með tillögu í samvinnu við okkur sem við munum upplýsa ykkur þegar að því kemur og ásamt þessu eru nokkur önnur mál í vinnslu vegna réttinda.

Félagið sendi tvö bréf á félags- og jafnréttismálaráðherra vegna túlkunnar í atvinnulífi og verður fundur vegna þess 12.09.18.

Í vor sendi félagið bréf og Mennta-og menningarmálaráðherra ásamt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vegna umfjöllunnar um nemendur sem reiða sig á ÍTM sem fengu ekki skólavist á þeirra forsendum. Bréf hefur borist frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu að til stendur að hefja úttekt og í úttektinni verður lögð áhersla á að skoða móðurmálskennslu og aðgengi að námsefni til þess náms, námsmat í íslensku táknmáli og öðru námi, félagslegt umhverfi barnanna í skólanum og möguleikar þeirra til að nýta táknmál til tjáskipta ásamt skoðun á önnur skyldu nám.

Félagið hefur átt í samstarfi við 112 að þróa app og er stefnan tekin að kynna það á degi döff í lok september.

ÖBÍ hefur sett saman hóp sem mun vinna saman að því að gera sína skuggaskýrslu, félagið á fulltrúa í því og mikilvægt að við komum okkar sjónarmiðum fram. Verður þessi skýrsla kynnt 2019 í Genf.

Félagið hefur tekið þátt í Snorri Döff, munu tveir fulltrúar fara fyrstu ferð á slóðir vesturfara í norður ameríku og kynna sér döff skóla, döff hagsmunasamtök og fleira. Opinn félagsfundur verður í nóvember þar sem þetta verkefni verður kynnt og stefnan er að bjóða tveim fulltrúum að fara á þessar slóðir 2020.

DAC2019, undirbúningsvinna vegna ráðstefnunnar DAC 2019 er í fullu gangi enda styttist óðum í ráðstefnuna sem verður dagana 10-13.maí 2019.

Tillaga að þróa 10 mín táknmálsfréttir innan veggja Fh, tilraunir hefjast í október. Markmiðið er að sýna RÚV hvernig má gera gott betur.

Döffblaðið, tillaga að bjóða verkið út ásamt útlistun á hvað felst í að ritstýra döffblaði.

Tillaga að bjóða fulltrúum NRK, DR og SVT (athuga með Færeyjar) þar sem þau fara yfir stöðu á aðgengi á textun og táknmáli á ríkissjónvarpinu þeirra. Meðal gesta verða fulltrúar frá RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Gera þetta í kringum dag ÍTM 11.febrúar.