Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 30. október 2018

Stjórnarfundur 30. október 2018 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg, Anna Jóna og Þórður

Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar

 Fundargerð undirrituð án athugasemda

2. Skýrsla formanns

Skýrsla formanns samþykkt án bókaðra athugasemda

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

Liður 5. Stjórn samþykkti að félagið sendi inn beiðni til orðunefndar forseta Íslands skv beiðni fjölskyldu Hervarar og Guðmundar að mæla með þeim sem orðuþegum Fálkaorðunnar vegna starfa þeirra fyrir Félag heyrnarlausra á upphafsárum félagsins

4. Starf skrifstofumanneskju hjá Fh.

Stjórn samþykkti orðalag starfsumsóknar á skrifstofu FH í stað Gunnar sem hefur sagt starfi sínu lausu.

5. Ritstjóri Döffblaðs.

Um starf ritstjóra Döffblaðsins fyrir febrúar 2019 barst ein umsókn og það var frá Þórði Kristjánssyni sem einnig situr í stjórn félagsins. Yfirgaf hann fundinn á meðan umsókn hans var tekin fyrir. Samþykkti stjórn umsókn hans um að ritstýra febrúarblaðinu. Mun hann víkja frá borði á stjórnarfundi ef mál tengt Döffblaðinu kynni að koma til umræðu. Samþykkt einróma.

6. Tillaga frá framkvæmdastjóra – húsnæðislausnir

Framkvæmdastjóra var veitt umboð stjórnar til að skoða næsta skref í kynningu og könnun á hagkvæmni þess að Félag heyrnarlausra myndi stofna óhagnaðardrifið húsnæðis leigufélag í því módeli sem Íbúðalánasjóður hefur kynnt og hvatt félagasamtök til að skoða. Ef mál þróast áfram verður hvert þrep kynnt stjórn til samþykktar og ákvörðunar um frekari skref, ef álitlegt þykir að skoða frekar.

7. Tillaga frá Hjördísi

Áslaug Ýr hefur gert kynningamyndband til alþjóðlegrar kynningar tengt daufblindu en eftir er að klippa og vinna myndbandið . Hjördís spyr hvort FH sé tilbúið að gefa Áslaugu Ýr tæknimann frá félaginu að kostnaðarlausu til að klára og fullvinna myndbandið,. Stjórnin samþykkti það einróma.

8. Snorri deaf kynningarfundur og bréf til stjórnar

Í umsókn forráðamanna Snorra deaf verkefnisins um fjárstyrk til að halda verkefninu áfram samþykkti stjórnin að veita 100 þúsund krónur á ári í þrjú ár með endurskoðun um gengi verkefnisins að þeim tíma liðnum. Heiðdís formaður svarar beiðninni

9. Bréf til stjórnar frá félagsmanni

Í trúnaðarbréfi(fylgiskjal með fundargerð) sem félagsmaður sendi stjórn félagsins er varðar ósk um viðbrögð af hálfu Félags heyrnarlausra við bréfinu, leitaði stjórn lögfræðiálits um hvort það teldist hlutverk félagsins að gera slíkt. Niðurstaða lögfræðimatsins var að þetta sé óumdeilanlegt einkamál aðila á milli og ekki tengt félaginu á neinn hátt. Viðkomandi verður upplýst um málið af hálfu formanns FH.

10. Dagur ÍTM

Formaður biðlar til stjórnarmanna að koma með tillögur að dagskrá Dags ÍTM í febrúar næstkomandi. Beiðnin meðtekin af stjórnarmönnum.

11. Önnur mál

a. Hjördís kynnti stöðu skuggaskýrslu vegna S.Þ. sáttmálans sem er í vinnslu á vegum ÖBÍ og Hjördís situr í þeirri nefnd. Málið í góðum farvegi og vinnst vel. Lagðar hafa verið fram tillögur og klásúlur um m.a. að þjónustua við fatlaðra yrði skilgreind í víðari skilningi, og þar koma fram ákvæði sem gætu verið jákvæð fyrir döff.

b. Stjórn ÍFH ákveðið að hafa aðalfund í janúar. Framkvæmdastjóri verður reiðubúinn að aðstoða við gerð fjárhagsáætlunar vegna verkefna ÍFH á næsta ári.

c. Döff 55+ hafa ákveðið aðalfund sinn í nóvember næstkomandi. Hafa þeir óskað aðstoðar framkvæmdastjóra við uppsetningu fjárhagsstöðu deildarinnar sem framkvæmdastjóri mun setja upp.

d. Formaður mun hafa samband við SHH og óska tölulegra upplýsinga um túlkaþjónustu eftir vaktabreytingar sem tóku gildi hjá SHH

Fundi lokið kl. 18.20

Fylgjiskjal

Skýrsla framkvæmdastjóra30. október 2018

1. Staða happdrættis er í jafnvægi – tímabilið rúmlega hálfnað og mikil samkeppni við önnur átök eins og bleiku slaufuna, Björgunarsveitir og þroskahjálp sem er með óvenjumarga döff frá Króatíu að selja í hús. Þurfum að skipuleggja vel næsta hausthappdrætti og vera skrefinu á undan þeim og hefja sölu aðeins fyrr.

2. Sótti kynningarfund Íbúðalánasjóðs vegna nýrra leiða að hvetja hagsmunafélög að stofna húsnæðis leigufélög. Fyrir hönd FH þá hefur framkvæmdastjóri áhuga á að skoða þetta tilboð sem gæti falið í sér allt að 15 íbúða kaup. – kynnt nánar

3. Gunnur sagt upp starfi sínu – sníða starfið að fleiri möguleikum þeas fá döff í starfið. Óska umræðu.

4. Velferðarþjónusta með Bubba orðin virkjuð með bíl til umráða. Horft fram á aukningu í liðveislu á næstu vikum.

5. Beiðni hefur borist frá fjölskyldu Guðmundar og Hervarar að Félag heyrnarlausra sendi inn meðmæli til forsetaskrifstofu að þau hljóti saman Fálkaorðuna fyrir störf þeirra í þágu Félags heyrnarlausra frá upphafi. Vill fá álit meirihluta stjórnar á hvort félagið sendi inn meðmæli.

6. 112 Appið er alveg að fæðast – Samsýn ehf sem er netþjónustufyrirtæki við Neyðarlínuna segir uppsetningu kerfisins í Istore hafa tafið verkið. Playstore í lagi

7. Ráðning og samningur við ritstjóra Döffblaðsins febrúar 2018

Fylgjiskjal

Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.

Í framhaldi samtals okkar fyrr í sumar leyfi ég mér að leggja erindi þessa bréfs fyrir þig.

Kostnaður við verkefnið Snorri deaf 2018 er allur greiddur af framlagi vina verkefnisins. Fargjöld leggja Flugleiðir til (utan skatta og eldsneytisgjalds) en allan annan kostnað greiða aðilar í N-Ameríku.

Ferðir á næstu árum verða að öllum líkindum kostnaðarmeiri, t.d. ef þarf að greiða fyrir flug innan Bandaríkjanna .

Þáttakendur í Snorra verkefnunum greiða þátttökugjald en þátttakendur í fyrsta Snorra deaf verkefninu greiða ekki þátttökugjald.

Þátttökugjaldið myndar sjóð sem fyrst og fremst er notaður til að mæta tilfallandi kostnaði hópanna.

Starfshópurinn sem vinnur að Snorra deaf verkefnunum lítur svo á að verkefnið sé fyrir alla heyrnarlausa Íslendinga.

Því leggjum við til að Félag heyrnarlausra verji árlega ákveðinni upphæð til verkefnisins. Þegar hefur verið stofnaður sjóður sem tekur við framlögum til Snorri deaf verkefnisins. Þáttökugjald verður kr. 50.000 á hvern þátttakanda og leggjum við til að árlegt framlag félagsins verði kr. 100.000 ( miðað við núverandi verðgildi íslensku krónunnar).

Reikningurinn er hjá Vesturfarasetrinu, Vopnafirði.

Ábyrðarmaður: Cathy Josephson.

Vesturfarinn, áhugamannafélag

kt. 590902-4110

bók. 0175-26-10009

Með bestu kveðjum,

Bryndís

Víglundsdóttir 

Fylgjiskjal

Skýrsla formanns. 30. október 2018

1. Fundir hjá málnefndinni gengið vel, kominn nýr ritari Hólmfríður. Fulltrúar áttu fund með fulltrúum menningarsviðs menntamálaráðuneytisins, rætt um verkefni málnefndarinnar, fjármögnun og fleiri brýn mál tekin fyrir.

2. Fréttir Tv gengur vel, gaman að fá fleiri táknmálsþuli. Stefnan að fá fund með Önnu málfarsráðunaut hjá RÚV og kynna henni verkefni okkar.

3. Bréf til menningarskrifstofu mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna aðgengis að textun á innlendu efni.

4. Fundur með Ásmundi Daða vegna verkefnisins Falinn fjársjóður, næsta skref að fá fund með Lilju Alfreðsdóttur og kynna henni fyrir þetta verkefni líka.

5. Formaður fór á málstofu Þjóðarspegilsins hjá HÍ um lífsgæði heyrnarlausra barna. Mikilvægt að auka samstarf eða flæði Fh og Hí.

6. Niðurstöður rannsóknar HR komnar og erfitt að túlka þær og nýta okkur þar.

7. Farið í stuttan skoðunarferð til CFD í Kaupmannahöfn, í vinnslu að setja á fót samfélagsteymi út frá þessu sem er verið að sníða og þróa. Verður kynnt stjórninni þegar það er tilbúið.