Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 18. Desember 2018
Stjórnarfundur 18. Desember 2018 Kl. 16.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg, Anna Jóna
Ritari: Daði
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð undirrituð án athugasemda
2. Skýrsla formanns
a) Undirbúningur fyrir DAC2019 gengur vel.
b) Fundur með RUV í síðustu viku gekk vel og hitti formaður Önnu í fagráðsnefnd sem eru m.a. ábyrgð fyrir textunarmálum og táknmálsfréttum á RÚV. Markmið fundarins var að efla samstarf milli stofnananna og bjóða fram krafta FH ef óskað er. Hugmynd að Dotti komi inn sem fulltrúi stjórnar í baráttunni “textinn er málið” við rÚV. Fundurinn gekk vel í alla staði þegar er búið að bæta aðgengi að textuðu efni í Sarpinum á RÚV. Þetta mun tilkynnt í fréttaTV á heimasíðunni auk þess að fyrir liggur tillaga að RÚV ráði 50% stöðugildi aðgengisfulltrúa sem ætti að vera mjög jákvætt í baráttu okkar fyrir textun og bættu aðgengi almennt.
c) Dómsmálaráðuneytið hefur staðið fyrir endurskoðun laga um dómtúlkun en lögmaður og formaður FH hafa sent inn athugasemdir til ráðuneytisins vegna aðgengis og orðalags um táknmálstúlkun í einkamálum sem ættu að skerpa og skýra réttindi heyrnarlausra til dómtúlkunar í einkamálum. Ráðuneytið hefur brugðist við athugasemdum fulltrúa FH og gert breytingar á frumvarpinu.
d) Einnig stendur lögmaður félagsins í bréfaskriftum við PFS og samgönguráðherra um ítrekun við kröfu félagsins við aðkomu þeirra að myndsímatúlkun í gegnum alþjónustu PFS.
e) Menntamálaráðuneytið hefur auglýst eftir nýjum forstöðumanni fyrir SHH. Formaður FH furðar sig á að ekki hafi enn verið haft samband við fyrrum stjórn SHH til að ræða umsækjendur né hæfniskröfur umsóknarinnar en ekkert er talað um kröfu um þekkingu á táknmáli í umsókninni. Viðvörunarljós lýsa þegar umsækjendur um starfið eru skoðaðir. Formaður mun fylgjast vel með ráðningaferlinu
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt án athugasemda.
4. Stefnumótun Expectus
Formaður kynnti mögulegt samstarf við stefnumótunarfyrirtækið Expectus til að skoða innra og ytra starf félagsins, hlutverk og skyldur á starfseminni og hlutverki stjórnar. Stefnumótunin yrði kynnt og lögð fram á næsta aðalfundi. Stefnumótunin sem var framkvæmd 2010 þótti ekki lýðræðisleg og mikilvægt að tryggja gegnsæi og stefnu til framtíðar. Stjórn samþykkti einróma að óska liðsinnis Expectus við gerð stefnumótunar.
5. Barnamót Noregi 8-12. Júlí, 7-12 ára og WFDYS í París 14-20. Júlí 18-30 ára.
Stjórn samþykkt að útvega leiðbeinanda og óska eftir samstarfi við foreldrafélag um samstarf ef fjöldi barna nær þremur eða fleirum á Norræna barnamótið í Noregi í sumar. Þá samþykkti stjórn að auglýsa viðburð WFDYS í París og heyra áhuga á þátttöku þar.
6. WFD – framboð til stjórnar WFD
Á aðalfundi WFD í París í sumar verður kosið í stjórn samtakanna. Ábendingar og hvatning hafa komið frá samstarfsfélögum á Norðurlöndum þar sem þau hvetja til að félagið tilnefni Hjördísi Önnu sem stjórnarmann í kosningunum. Mikil reynsa af stjórnarstörfum og alþjóðleg þekking á táknmálinu og samningi S.Þ. um réttindi fatlaðra styðja við hana sem sterkan fulltrúa Íslands. Stjórn samþykkti einróma að mæla með Hjördísi sem stjórnarfulltrúa WFD, sem og hún samþykkti framboð sitt.
7. Önnur mál
Óskað er bókunar þess efnis að Þórður Kristjánsson tilkynnti forföll kl. 16.25 og missti af fundinum
a) Norrænt mót aldraðra haldið í Danmörku í ágúst. Fulltrúar aldraðra óska eftir því hvort framkvæmdastjóri geti aðstoðað við þýðingar á auglýsingunni auk þess að halda utan um bókanir og skipulag ferðar. Framkvæmdastjóri varð við þeirri beiðni.
b) Deild 55+ stækkar hratt á næsta ári með tilkomu 1964 kynslóðarinnar. Skoða þarf breytta eða óbreytta starfsemi deildarinnar. Stjórn deildarinnar ætla að melta þetta.
Fundi lokið kl. 17.40
Fylgjiskjal
Skýrsla framkvæmdastjóra 18. desember 2018
1. Staða happdrættis er endaði í 11.400 miðum sem er +/- 2000 miðum undir ásættanlegum tölum. Ástæður eru nokkrar en söluteymi sem fór hringveginn fór fyrr heim vegna dauðsfalls í fjölskyldu, söluhópur erlendra döff á vegum Þroskahjálpar sem seldu dagatöl voru fjölmennir á sama tíma og við í Reykjavík og nágrenni sem truflaði mjög – sendi kvörtunabréf til Þroskahjálpar. Andrúmsloft og stemning meðal almennings þung og mikið um fjáraflanir. Skoða þarf tímasetningu vel næsta haust hvenær farið er af stað.
2. Fjárhagsstaða félagsins góð eftir árið og varasjóður stækkaður úr 31,5 í 40 milljónir fyrir áramót og nær því fyrri styrk frá mansalsmálinu 2016 en kynnt verður fjárhagsáætlun í byrjun næsta árs um árið sem er í vændum. Skoða þarf og undirbúa tækifæri vegna 60 ára afmælis félagsins árið 2020.
3. Tillaga að framkvæmdastjóri fái að skoða möguleika á að sparifé sem félagið geymir og á verði merkt í ársreikningi sem framkvæmdafé vegna húsnæðis. Skoða þarf vel í samstarfi við endurskoðendur lögmæti og leyfi stjórnar til að ráðstafa svo fénu í annað án ákvæða ef breytt skilyrði verða.
4. Guðrún Ólafsdóttir hefur störf í 2. janúar næstkomandi og hlökkum við til að fá hana til starfa í FH
5. Við höfum fengið góð viðbrögð við umsóknum um styrki sem við ákváðum að senda í framhaldi af því rafbókin um Drekann er gefin út samhliða bókinni og dreift frítt til döff barna og svo í leikskóla síðar til að gera táknmálið sýnilegra. Hvatning fyrir okkur að gefa út meira rafrænt efni á táknmáli til að dreifa um landið