Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 24. maí 2016

Stjórnarfundur 24. maí 2016 - Kl. 17.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Guðmundur, Sigríður Vala og Bernhard
Ritari: Daði 

Endurskoðandi kynnir ársreikning

Jón Rafnar Þórðarson endurskoðandi Félags heyrnarlausra kynnti ársreikning félagsins 2015. Hann var samþykktur einróma.

Staðan fyrir aðalfund

Formaður kynnti stöðu aðalfundar og fór yfir tékklista.

Skýrsla framkvæmdastjóra

Starfsmannamál:

  • Gunnur Jóhannsdóttir veikindaleyfi fram yfir sumarfrí. –endurskoða hennar mál þá.
  • Hanna Lára hættir sem viðburðarstjóri þegar samningi hennar lýkur 31. Maí næstk.
  • Tillaga að auka ráðningu Gunnars Snæ úr 50 í 100% og gera hann ábyrgan fyrir fréttum vikunnar sem hann gerir nú, Döffblaðinu 2x ári og efla og uppfæra heimasíðuna. 

Yfirlýsing vegna starfsmannamáls á samningi við TR og framkvæmdastjóra FH.

Finna þarf nýjan stjórnarmann í Bjargarsjóð og Menntunarsjóð þar sem XXX hefur ekki mætt. – Vantar fulltrúa félagsmanna.

Skrifa undir Landsbankaskjal sem leyfir félaginu að gefa út rafræna launaseðla.

Sárvantar erlendar fundargerðir stjórnar og deilda 

Fara yfir tékklista aðalfundar

Skýrsla framkvæmdastjóra rædd og samþykkt.

Breyting á stöðu Gunnars Snæs

Stjórn samþykkti ráðningu Gunnars Snæs í fullt starf sem fjölmiðlamanns hjá félaginu. Ábyrgð: heimasíða, Döffblaðið og fréttir vikunnar.

Umsókn v NUL

Puttalingar lögðu fram beiðni þess efnis að Félag heyrnarlausra yrði fjárhagslegur bakhjarl við NUL mótið. Málið fékk töluverða umræðu og þótti óhentugt að senda inn beiðni svona seint án kynningar á fjárhagsáætlun málsins í upphafi. Um er að ræða baktryggja upphæð 890.000 kr sem puttalingar munu ná inn með umsóknum um styrki o.fl. Stjórn samþykkti.

Vegna erlendra sölumanna

Framkvæmdastjóri og formaður kynntu stöðu máls er kom upp vegna starfsmanns félagsins og rannsóknar er kann að vera í gangi vegna erlends sölufólks. Starfsmaður var umsvifalaust sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir.

Fundi slitið kl. 18.50