Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 14. febrúar 2017

Stjórnarfundur 14. febrúar 2017 - kl. 16:30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Sigríður Vala  og  Hanna Lára
Ritari: Daði           

Fundargerð síðasta stjórnarfundar 5.1.17

Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.

Skýrsla formanns

Annasamur tími búinn að vera undanfarið, allir með nóg á sinni könnu í félaginu.

Deaf Academic. Fundur 18.janúar þar sem rætt var um Deaf Academic sem stendur til að hafa á Íslandi 2019.  Áætlað var að hafa það í október 2019 en vegna annarra ráðstefnu erlendis var ákveðið að láta reyna á mars 2019 og afpanta Hörpu og gera nýja pöntun þegar allt skýrist. Daði sat fundinn með okkur til að sjá betur fjárhagslegu hliðina á þessu. Samþykkt að reyna eftir fremsta megni að taka þátt í Deaf Academic núna í Dk í ágúst til að kynnar okkur betur undirbúnings- og skipulagsvinnu þeirra og hvernig umstangið er í kringum ráðstefnuna. 

Málnefnd um ÍTM. Fundur 18.janúar. Athugasemdir vegna plakat sem félagið lét fyrir fyrir Bíódaga vegna dag ÍTM. Óskað eftir að setja inn að málnefnd um ÍTM kynni bíódaga í samstarfi við SHH og FH.  Samþykkt, breytingar gerðar á plakati. Rætt um verklag og tékklista við undirbúning á degi ÍTM og að það sé mikilvægt að fara yfir þau mál. Samþykkt að gera það eftir dag ÍTM. Samþykkt að óska eftir fundir með mennta- og menningarmálaráðherra og fara yfir stöðu málnefndar um ÍTM s.s veikur fjárhagur, enginn formaður, enginn starfsmaður og þess háttar.  Samþykkt að Rannveig kæmi í upptökur og segi nokkur orð fyrir hönd málnefndar á bíódögum dags ÍTM og að Hjördís tákni. 

112 app. Fundur með 4 útskriftarnemum HR í tölvufræði, fulltrúa frá 112 og fulltrúa frá Samsýn (hugbúnaðarverkfræðistofa).   Rætt um útskriftarverkefni nemanna, hugmynd þeirra að gera 112 app með döff í huga. Ekki ólíkt appinu sem DK lét gera. Hluti af verkefninu er að geta ,,þarfagreiningu” á meðal markhópsins og samþykkt að félagið myndi senda á félagsmenn. Nemarnir hafa fengið að sjá hvernig appið er í DK. Formaðurinn er búinn að tala við formenn norðurlanda og er Dk eina landið með 112app sem komið er og ÍSL, FIN, SVE, DK eru með 112 sms þjónustu. Ein ábending varðandi 112appið frá DK væri að það mætti vera skýrari myndir fyrir framan textann t.d hjartastopp, eldur eða annað. Vonum að þetta gangi eftir og Samsýn eða annar er tilbúinn að þróa útskriftarverkefnið frekar. 

10.febrúar. Opið hús fyrir þingmenn og forseta Íslands. Viðburður sem var settur með það markmiði að fræða þingmenn og forseta um ÍTM og menningu döff á 30 mínútum. Hugmynd að setja saman ,,leiksvið” þar sem lykilatriðið er að sýna fram á mikilvægi ÍTM fyrir komandi kynslóðir þeim til heilla, notkun á táknmálstúlk til að vera virkur þjóðfélagsþegn og þar á meðal atvinnutúlkun. 5 leiksvið voru sett á, heldri borgarar sem gengu í gegnum talmálstefnu og fékk ekki kennslu á ÍTM, fjölskyldurnar þar sem börnin fá máltöku frá fyrstu augnablikum og máluppeldi er virkt, döffskólinn mikilvægi hans til að veita börnum kennslu í gegnum ÍTM, fá móðurmálskennslu í ÍTM á ÍTM, málfyrirmyndir, fjarskiptatúlkun þar sem það er von okkar að fá þessa þjónustu helst 24/7 og að tryggja þessa þjónustu sem hefur vaxið hratt, menntun er máttur fólk sem fékk góða máltöku, dafnaði í málumhverfi á ÍTM, fékk kennslu á ÍTM og náði sér í menntun og þarna var aðeins verið að benda á að ekki sé tryggður túlkun í atvinnulífi.

Þetta gekk vonum framar og forsetinn heiðraði okkur með nærveru sinni. ,,Leikararnir” voru tilbúnir að leggja hönd á plóg til að láta þetta  ganga upp, túlkarnir lögðu sitt fram og fengu boli sem vakti athygli á verkefnum þeirra víðsvegar í þjóðfélaginu. Þetta fékk góða umfjöllun þ.a.m í RÚV og tvennt sem stóð upp var ,,útrýmingarhættan og atvinnutúlkun”.  Stefnan að fjalla um þetta í Fréttum vikunnar fyrir félagsmenn. 

11.febrúar. Bíódagar í Bæjarbíó. Fjölbreytt myndefni um viðhorf ÍTM og annað var sýnt á hvíta tjaldinu við næstum fullum sal. Margir ánægðir með efnið, mikil hvatnig að félagið taki nokkur atriði og reyni að fá sjónvarpið til að sýna. Gekk vel en spurning um að huga að börnum næst, aðstöðu fyrir þau eða annað.

Árshátíð um kvöldið þar sem maður ársins var tilnefndur, Dr.Þórður Örn Kristjánsson. Viðurkenningar fyrir sjálfboðastörf vegna NUL voru Hanna Lára, Hjördís Anna, Hilmar, Hanna Kristín, Kristinn, Kolbrún, Arnar og Leszek. Riku í samvinnu við Laugarás framreiddi veitingar. 

Skýrslan samþykkt

Skýrsla framkvæmdastjóra.  

  1. Á morgun, miðvikudaginn 15. febrúar hefst vorhappdrætti Félags heyrnarlausra 2017. Íslenskir sölumenn sem verða fjórir munu fá miða afhenta 28. febrúar og 1. mars koma 5 tékkneskir sölumenn til landsins. Búið að bóka flug og koma í gistingu. Tvö þeirra fara strax út á land að selja og er verið að leita að ódýru gistiplássi og sumarbústöðum fyrir þau. Áætluð lengd söluferðar 45 dagar. Þrír sölumannanna fá leiðsögn um póstnúmer og svæði á höfuðborgarsvæðinu. Markmið sölu er að ná 11.000 miðum sem verður að teljast gott með nýtt fólk og þennan árstíma og laskað mannorð. Mæli með óbreyttu verði nú kr. 2.500 og hækkun í 2.900 í haust til að halda í við verðlagsþróun.
  2. Samstarfsstyrkur við Reykjavíkurborg 2017, náðum að hækka hann úr 2.690.000 í 4.600.000. Ánægjuleg þróun á sama tíma og víða verið að skera niður. 

Skýrsla samþykkt og stjórn hvatt til að kynna sölusvæði happdrættis til félagsmanna með fréttatilkynningu/upplýsingaflæði.

Fulltrúar á DNR og  EUD fundi

DNR Helsinki: Heiðdís og Hjördís fulltrúar Íslands. DNUR: Karen Eir og Riku fulltrúar. EUD fund til Möltu sækja Hanna Lára og Sigríður Vala.

Vinnufundur dagsetning – skoða áherslur félagsins á næstunni

4. Mars verður vinnufundur stjórnar frá kl. 10-13

Önnur mál

Upplýst skal að áður ákveðnum fulltrúa Íslands á CPRD fund í Osló sem átti að vera Hjördís Anna, átti ekki heimangengt og fór því ekki.  

Fundi slitið kl. 17.40.