Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 25. apríl 2017

Stjórnarfundur 25. apríl 2017 - kl. 16:30

Mættir: Heiðdís, Hjördís og  Hanna Lára
Ritari: Daði                 

Fundargerð

Fundargerð síðasta fundar samþykkt en óundirrituð frá Sigríði Völu.

Skýrsla formanns

Málnefnd:  Málnefndarfundur 29.mars 2017. Rætt um fundinn með mennta- og menningarmálaráðherra, málnefndin hefur fengið styrk 3 milljónir fyrir árið 2017.  Rætt um  stöðuna að ekki hefur enn frést af skipun nýs formanns málnefndar, enn í dag hefur formaður Fh ekki frétt af skipun.

Deaf Academics:  Fundur 30.mars, rætt um þá stöðu að ómögulegt er að halda þessa ráðstefnu með kostnað undir 200 evrum.  Ákvörðun tekin að Vala sendi út á nefnd DA með að það sé hægt að halda ráðstefnu á Íslandi árið 2019 ef kostnaður verður að lámarki 200 evrum eða að annað land taki við.  Svar frá þeim að þau samþykki að Ísland skipuleggi ráðstefnuna með kostnaðinn um/uppúr 200 evrum. Daði mun stýra fjárhagi ráðstefnunnar. Þarf að senda fulltrúa fyrir hönd Íslands til Dk í ágúst til að taka þátt í DAC2017 í Köben.

Corpus: Nokkrir áhugasamir um Corpusvinnu á Íslandi hafa verið að hittast undir stjórn Nathaniel og Kristínu Lenu, formaður beðinn að koma á einn fund. Á þeim fundi var formanni fékk formaður að fylgjast með framvindu, Nathaniel hafði sótt um styrk hjá nýsköpunarsjóði háskólamanna til að vinna við að koma Corpus af stað. Hann hefur fengið styrk og mun vinna að þessu í 4 mánuði og vera hjá SHH. Fh mun leggja hönd á plóg við að finna leið til að hýsa Corpus í samvinnu við HÍ og SHH ásamt því að fá aðgang að þeim myndböndum sem félagið býr yfir og félagið getur nýtt sína starfskrafta (Leszek) til að umrita VHS yfir á flakkara og koma því í öruggt skjól áður en það verður seint.

Frumvarp um táknmálstúlkun:  Svandís og hennar fólk hefur unnið að drögum um frumvarp um táknmálstúlkun. Fyrirmyndin er lög um táknmálsúlkun í DK.  Formaður fór á fund með Svandísi og rætt var um næstu skref. Samþykkt var að Svandís myndi óska eftir athugasemdum frá HÍ, SHH og þeim sem koma að þessu. Síðan mynd félagið bjóða til félagsmannafundar í maí þar sem Svandís gæti kynnt þessi drög og setið að svörum og tekið við athugasemdum. Í lok ágúst er ætlunin að bjóða t.d Heyrnarhjálp, foreldrafélaginu og Fjólu á fund til að fá þeirra stuðning. Markmið er að koma þessu frumvarpi inná þing haustið 2017.

Samstarf HR og Fh:  Búið er að gera táknmálsviðmót af spurningalista um aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Markmiðið að þetta verði sent á félagsmenn í byrjun maí og verði lokið í maílok. Munum bjóða félagsmönnum að koma á skrifstofu ef óskað er eftir aðstoð við að svara, hvetjum alla að taka þátt. Betra svarhlutfall gefur okkur betri niðurstöður.

Vinnufundur stjórnar Fh:  Unnið að helstu málefnum og áherslum félagsins. Sjá sér blað.

Fundur með lögfræðingi Fh: Rætt um tillögur til lagabreytinga, upplýsingaskyldu varamanna stjórnar, og Ástráður ætlar að senda orðalag að tillögum fyrir lagabreytingu. Rætt líka um tillögu að endurskoða skipulagskrá Bjargarsjóðsins og gera hann táknmálsvænni.

Formaður fór yfir verkefnaskjal frá vinnufundinum 4. Mars síðastliðnum þar sem hugmynd er að kynna á heimasíðu stefnu félagsins 2018-2022 fyrir aðalfund. Einnig að gera kynningarefni sbr Norðurlönd um vitundarvakningu meðal félagsmanna um ávinning og baráttumál Félags heyrnaralausra í gegnum tíðina.

Skýrsla formanns samþykkt.

Skýrsla framkvæmdastjóra

  1. Staða á happdrættinu er að sala gengur vel og er miðasala komin yfir 6000 miða sem er meira en allt haustsölutímabilið. Hækkum áætlun úr 11000 í 13000 miða sem yrði frábært árangur eftir fallið á síðasta ári. Erlendir sölumenn flottir.
  2. ICDI sem er alþjóðahreyfing íþróttasambands döff er enn að rukka ÍFH 5 ár aftur þó löngu sé búið að greiða og jafnvel tvígreiða. Voru að senda innheimtu fyrir 2017 ásamt ítrekun um eldri skuldir.
  3. Höfum útbúið staðlaða svörun frá útlendingum sem eru farnir að birtast töluvert og senda fyrirspurnir til FH um atvinnu fyrir þá. Mæli með að FH standi fyrir utan svona þjónustu þar sem margt annað eins og íbúðaúrræði og almenn réttindi s.s. til læknaþjónustu er ekki til staðar.
  4. 112 appið fyrir döff tilbúið. Þurfum hóp döffara í vikunni til að koma og prófa kerfið hér í FH. Mæli með fimmtudagseftirmiðdegi kl. 16 eða 17 ef mögulegt að safna ákveðnum hóp.
  5. Undirbúningur Norræns móts gengur vel og fara 7 manns á mótið í Visby í ágúst. 

Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt.

Skýrsla DNR vor 2017

Skýrsla DNR vorið 2017 er tilbúin og komin á heimasíðu félagsins.

Aðalfundur 2017 -  fundarstjóri, fundarritari, framboð til stjórnar og kjörnefnd, verkefni með Gumma, stefnumótun​ og áherslumál Fh

Tillaga að fundargerð nýjasta aðalfundar verði túlkuð og birt á heimasíðu félagsins fljótlega eftir aðalfund með birtingu fyrirvara fyrir félagsmenn og athugasemdum með þriggja vikna fyrirvara sem síðan yrði samþykkt. Síðasta árs skýrsla sem venjulega lesin upp á aðalfundi í raun gamalt plagg. 

Fundurinn verður tekinn upp, klipptur og sýndur sem samantekt með bókuðum athugasemdum. Fundarritari og túlkur ásamt fundarstjóra koma sér upp verklagi fyrir fundinn til að ritari sé viss um að skráðar séu bókaðar athugasemdir

Samþykkt tillage að fá Guðmund Ingason til að koma fram í kynningarmyndbandi fyrir aðalfund til að fá félagsmenn til að skilja betur hlutverk og markmið aðalfundar og bæta gæði hans og skilvirkni.

Formaður lagði fram tillögu að fá túlk sem ritara ásamt döff ritara til að tryggja efnisleg gæði fundargerðar enn betur.

Önnur mál

Tillaga að FH bjóði RÚV aðstoð og þjónustu sína til að tryggja að táknmálið fái sinn sess á söngvakeppni Eurovision og FH bjóði fram fagfólk á sínum vegum til að bæta aðgengi döff að keppninni. Haft verður samband í haust við RÚV. 

Sigríður Vala verður fulltrúi Íslands á EUD fundinum á Möltu og vera búin að staðfesta þátttöku sína fyrir 28. Apríl

Næsti stjórnarfundur með Jóni Rafnari Þórðarsyni endurskoðanda félagsins fimmtudaginn 18. Maí kl. 16.30 

Fundi slitið kl. 18.15.