Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 5. janúar 2017

Stjórnarfundur 05. Janúar 2017 - kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Sigríður Vala , Hanna Lára og Bernharð
Ritari: Daði

Fulltrúar Deaf Iceland fá að kynna stjórn starfsemi fyrirtækisins

Innsk: Fulltrúi Deaf Iceland kynnti starfsemi Deaf Iceland og hvað þeir hugsa sér með rekstur fyrirtækisins.  

Fundargerð síðasta stjórnarfundar 15.11.16

Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.

Skýrsla formanns 

Málnefnd um ÍTM hefur fundað 2x frá síðasta stjórnarfundi. Þrjú bréf rituð, vegna 17.júni, vegna skólaumhverfis barna og vegna ósk um aukin fjárstyrk til reksturs málnefndar.  Eitt bréf í smíðum sem á að senda til Hlíðaskóla og Sólborg varðandi hvað þau gera til að tryggja máluppeldi á ÍTM í sínu skólaumhverfi. Rætt um CFR - vinnslu á því og hlutverk málnefndar í því. Næsti fundur í janúar. 

Félaginu bars bréf frá PFS vegna umsóknar frá Fh til PFS um myndsímaþjónustu. Niðurstaðan er sú að henni var hafnað. Næstu skref eru að bíða eftir áliti frá lögfræðingi hvort kæra eigi niðurstöðuna eða fara með það til innanríkisráðuneytisins. 

Bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem hann fer yfir að af og til berast honum kvartanir og ábendingar frá einstaklinum sem búa við heyrnarskerðingu og telja sig ekki fá fullnægjandi aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins. Í því tilefni hóf hann könnun hvort tilefni væri til að taka aðgengi að fjölmiðlajonustu RÚV til athugunar að eigin frumkvæði.  Hann óskar þess að félagið komi með ábendingar og upplýsingar ef einhverjar eru eigi síðar en 15.febrúar.  Spurning er hvernig er best að leita til félagsmanna varðandi aðgengi til RÚV?  óska eftir tillögum frá stjórnarmönnum til að ræða á fundinum. 

Undirbúningur vegna sérfræðifunda með umboðsmanni barna í fullu gangi. 

Fyrir jól luku formaður og varaformaður við annál 2016, tekið upp og textað. Birt fyrstu viku í janúar. Tillaga formanns hvort stjórnin eigi að koma með þá tillögu á aðalfundi að taka aftur aðalfundi vegna ársins á undan. Auðveldari vinnubrögð, t.d með annálinn.  

Formaður kynnti stöðu Málnefndar ÍTM, svar frá PFS vegna óskar um fjármagn í myndsímatúlkun í gegnum jöfnunarsjóðinn, umboðsmanni Alþingis vegna RÚV auk annáls FH sem birtur verður á heimasíðu og ýmissa sérfræðifunda sem í gangi eru.

Hvetja á félagsmenn til að koma með ábendingar í bréfi til FH um skort á textun íslensks sjónvarpsefnis sem komið verður áfram til umboðsmanns Alþingis í baráttu okkar um bætta textun á íslensku sjónvarpsefni. Viðhorf RÚV gagnrýnt af hálfu stjórnar FH.

Skýrsla framkvæmdastjóra. 

  1. Sala hausthappdrættis 2017 voru 5773 miðar. Krafa okkar að fara aftur í það ferli að fá erlenda sölumenn undir þeim reglum sem unnar voru í samráði við Mandat og Deloitte og gaf bestan árangur síðustu árin. Allar kröfur um frekari breytingar og nefndir af hálfu félagsmanna ekki taldar skilvirkar og því haldið áfram sem áður bar árangur.
  2. Rekstraráætlun fyrir árið 2017 er byggt á hófstillri og gerlegri bjartsýni náist vinnufriður stjórnar og framkvæmdastjóra til slíks. Hagnaði upp á rúmar 11 milljónir í vonarbankanum fyrir árið og þar með náist að vinna upp að hluta þann fjárhagsskaða sem FH er að vinna sig í gegnum og ná vopnum sínum aftur í uppbyggingu FH. Framkvæmdastjóri óskar samþykkis eða athugasemda stjórnar við áætluninni.
  3. FH ákveðið að greiða það tjón sem erlenda sölumanneskjan telur sig hafa orðið fyrir skv ráðleggingum lögmanns félagsins. Upphæð sáttargreiðslu og til lokunar málsins er 563.400 kr. Framkvæmdastjóri mælir með ásamt lögmanni frágang og lokunar málsins af hálfu FH – sjá bréf. Stjórn?

    Viðbót: Erlenda sölumanneskjan hefur haft samband við FH um að fá að koma og selja happdrætti en eðli málsins og í kjölfar starfsreglna mun félagið eingöngu einblína á sölumenn innan ESB.
  4. Eru stjórnarmenn með óskir um breytingar á þjónustu starfsfólks FH á vorönn?
  5. Markmið happdrættissölu á vorönn er 11.000 miðar. Stefnum á að fá 4 Tékka til að koma og búin að fá vilyrði fyrir gistingu tveggja sölumanna sem verða í Rvk hjá og gistipláss tryggt. Tveir sölumenn fara hringveginn. Gætum jafnvel þurft á þriðja sölumanni að halda þar sem einn gamalreyndur er dottinn út.  

Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt án athugasemda en umræður um deildarstarf og hlutverk viðburðarstjóra ræddar í ljósi lítillar virkni í deildum og hvort félagið eigi að grípa þar inn í. Skoða þetta nánar.

Stjórn samþykkti að greiða bætur til Lapshinu skv samkomulagi milli lögmanna skv undirrituðu skjali sem er í fundargerð.

Gögn til stjórnar Norrænt málþing ungafólksins og SFRR vinnufundur

Umsókn frá Gunnari Snæ að fara á fund Norræna málþing unga fólksins 24-26 mars og taka upp og gera frétt um þingið. Stjórn samþykkti að styrkja verkefnið um 50 þúsund krónur gegn góðu fréttaefni um málþingið. Sjá fylgiskjal #1.

Þá var samþykkt að senda Hjördísi Önnu sem fulltrúa FH á CRPD fund í Helsinki 24. Janúar skv. Fylgiskjali #2

Dagur ÍTM

Dagur ÍTM: Föstudagur 10. Febrúar er forseta og þingmönnum boðið í ævintýraferð um heim heyrnarlausra í FH.

Laugardagur er bíódagur með þemað “viðhorf”. Laugardagskvöld árshátíð FH.

Önnur mál

 Ekki voru bókuð önnur mál að þessu sinni.

Fundi slitið kl. 18.35.