Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 29. ágúst 2017
Stjórnarfundur 29. ágúst 2017 - kl. 16:30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg og Hanna Lára
Ritari: Daði
Skýrsla framkvæmdastjóra
- Happdrættisundirbúningur gengur mjög vel og við náðum góðum samningum við Ormsson og Samsungsetrið sem eru betri samningar en við Heimilistæki. Útlendingar sem voru í vorsölu(12.853 miðar) koma allir aftur enda mjög ánægðir. Markmið að ná 15000 miðum og ná aftur vopnum okkar frá því áður.
- Félagið hefur pantað 3000 járnpenna með logo FH til sölu í fyrirtæki á dagtíma. Ákveðið að stórminnka happdrættissölu í fyrirtæki og koma með rekstrarvörur í staðinn.
- Breytingar á bókhaldsrekstri um áramót. Guðfinna hættir sökum aldurs og á sama tím munum við skoða endurnýjun á bókhaldskerfi þar sem núverandi kerfi verður lagt niður(TOK).
- Vantar slogan vegna áróðurs í heilsíðuauglýsingar 23 september (Dag Döff) á að reyna við vinnustaðatúlkun eða textun í sjónvarp.
- Trúnaðarskjal stjórnar lagt fram til undirritunar.
- Vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar 2018 er í vinnslu og kynnt stjórn síðar.
Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt án athugasemda en nokkurra spurninga. Útskýrt var nánar fyrir stjórn hlutverk nýs menninga- og samskiptafulltrúa félagsins og fyrstu skref í starfi.
Dagskrá Dags Döff
Formaður kynnti fyrirhugaðar hugmyndir og baráttu FH vegna Dags Döff helgina 22-24 september. Sigga Vala mun sjóða saman dagskrá þar sem menning, vinnustofa og barnadagskrá verður samtvinnuð og hafa samband við aðila sem myndu koma að dagskránni og þar á meðal Elsu vegna Kára.
DNR fundur
DNR fundur 19-21 október í Kaupmannahöfn. Tillaga að Heiðdís og Hjördís fari sem var samþykkt , nýjir formenn í Danmörku og Svíþjóð.
WFD ráðstefna í Budapest
Í nóvember er WFD ráðstefna í Búdapest. Mörg málefni mikilvæg félaginu og hagsmuni þess. Umræður um þema á ráðstefnunni og hvaða fulltrúar frá félaginu gætu haft mesta gagn fyrir hönd félagsins af ráðstefnunni.
Önnur mál
- Ákveðið er að halda stjórnarfundi þriðjudaga eða fimmtudaga kl. 16.00 eða 16.30 í vetur.
- Það er ósk aldraðra að þeir sæki Gerðuberg í vetur en ekki Skógarbæ eins og hugmynd var um. Upplýsum Siggu Völu með það og hún mun vinna með það áfram með öldruðum.
- Formaður kynnti frekari hvatningu til félagsmanna að taka þátt í geðheilbrigðiskönnuninni sem er á netinu. Fengum frest fram í lok september til að ná meiri þátttöku. Virkja starfs- og stjórnarmenn að ná sínum aldurs- og nærhópi til þátttöku.
- Stjórnin sættir sig ekki við óbreytta stjórnarsetu Puttalinga í ljósi óreiðu í fjármálum þess á árshátíðinni. Puttalingum verður ekki heimil þátttaka í fjáröflunum sbr. bjórkvöldum, kaffisölu. Óskar hún breytinga í stjórn Puttalinga við fyrsta tækifæri þar sem núverandi stjórn er rúin trausti.
- Stjórnarmenn verða í lok september kallaðir til kynningar á stefnu félagsins til ársins 2020 sem sett var saman fyrir aðalfund félagsins eftir vinnudag stjórnar í mars síðastliðnum.
Fundi slitið kl. 17.55.