Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 29. ágúst 2017

Stjórnarfundur 29. ágúst 2017 - kl. 16:30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg og  Hanna Lára  
Ritari: Daði 

Skýrsla framkvæmdastjóra

 1. Happdrættisundirbúningur gengur mjög vel og við náðum góðum samningum við Ormsson og Samsungsetrið sem eru betri samningar en við Heimilistæki. Útlendingar sem voru í vorsölu(12.853 miðar) koma allir aftur enda mjög ánægðir. Markmið að ná 15000 miðum og ná aftur vopnum okkar frá því áður.
 2. Félagið hefur pantað 3000 járnpenna með logo FH til sölu í fyrirtæki á dagtíma. Ákveðið að stórminnka happdrættissölu í fyrirtæki og koma með rekstrarvörur í staðinn.
 3. Breytingar á bókhaldsrekstri um áramót. Guðfinna hættir sökum aldurs og á sama tím munum við skoða endurnýjun á bókhaldskerfi þar sem núverandi kerfi verður lagt niður(TOK).
 4. Vantar slogan vegna áróðurs í heilsíðuauglýsingar 23 september (Dag Döff) á að reyna við vinnustaðatúlkun eða textun í sjónvarp.
 5. Trúnaðarskjal stjórnar lagt fram til undirritunar.
 6. Vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar 2018 er í vinnslu og kynnt stjórn síðar.

Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt án athugasemda en nokkurra spurninga. Útskýrt var nánar fyrir stjórn hlutverk nýs menninga- og samskiptafulltrúa félagsins og fyrstu skref í starfi.

Dagskrá Dags Döff

Formaður kynnti fyrirhugaðar hugmyndir og baráttu FH vegna Dags Döff helgina 22-24 september. Sigga Vala mun sjóða saman dagskrá þar sem menning, vinnustofa og barnadagskrá verður samtvinnuð og hafa samband við aðila sem myndu koma að dagskránni og þar á meðal Elsu vegna Kára. 

DNR fundur

DNR fundur 19-21 október í Kaupmannahöfn. Tillaga að Heiðdís og Hjördís fari sem var samþykkt , nýjir formenn í Danmörku og Svíþjóð.  

WFD ráðstefna í Budapest

Í nóvember er WFD ráðstefna í Búdapest. Mörg málefni mikilvæg félaginu og hagsmuni þess. Umræður um þema á ráðstefnunni og hvaða fulltrúar frá félaginu gætu haft mesta gagn fyrir hönd félagsins af ráðstefnunni. 

Önnur mál

 • Ákveðið er að halda stjórnarfundi þriðjudaga eða fimmtudaga kl. 16.00 eða 16.30 í vetur.
 • Það er ósk aldraðra að þeir sæki Gerðuberg í vetur en ekki Skógarbæ eins og hugmynd var um. Upplýsum Siggu Völu með það og hún mun vinna með það áfram með öldruðum.
 • Formaður kynnti frekari hvatningu til félagsmanna að taka þátt í geðheilbrigðiskönnuninni sem er á netinu. Fengum frest fram í lok september til að ná meiri þátttöku. Virkja starfs- og stjórnarmenn að ná sínum aldurs- og nærhópi til þátttöku.
 • Stjórnin sættir sig ekki við óbreytta stjórnarsetu Puttalinga í ljósi óreiðu í fjármálum þess á árshátíðinni. Puttalingum verður ekki heimil þátttaka í fjáröflunum sbr. bjórkvöldum, kaffisölu. Óskar hún breytinga í stjórn Puttalinga við fyrsta tækifæri þar sem núverandi stjórn er rúin trausti.
 • Stjórnarmenn verða í lok september kallaðir til kynningar á stefnu félagsins til ársins 2020 sem sett var saman fyrir aðalfund félagsins eftir vinnudag stjórnar í mars síðastliðnum.

Fundi slitið kl. 17.55.