Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 28. nóvember 2017

Stjórnarfundur 28. nóvember 2017 - kl. 16.00

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg, Nathaniel og  Hanna Lára
Ritari: Daði 

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt og undirrituð með lítilsháttar athugasemd er varðar stafsetningu.

2. Skýrsla formanns

  • DAC2019 11-13.maí 2019
    Búið að gera verkefnaáætlun, AC, AG og DAC skipuleggjendur. Breytt dagsetning. Búið að senda bókun á Háskóla Íslands, bókað kennaraháskólann við Stakkahlíð. Bratti, og 6 kennslustofur fyrir vinnustofur ásamt aðstöðu fyrir fyrirlesara, AC ráðið og fleiri. 
  • Málnefnd
    Tveir fundir, því miður gat formaðurinn ekki gert sér fært um að mæta. Varamaður boðaður í seinna skiptið. Rætt um að auglýsa eftir logosamkeppni í tilefni af degi ÍTM 11.feb 2018. Fengið gesti frá Hliðaskóla og málefni þar rædd. 
  • WFD
    Fjórir fulltrúar frá Fh sóttu 3ju WFD ráðstefnuna í Búdapest 8-10.nóvember. Búið að setja saman skýrslu í videoformi. Málstofa í SHH 29.nóvember þar sem helstu efni ráðstefnunnar verða kynnt. Heiðdís og Hjördís tóku þátt í vinnustofu um SRFF ásamt stuttum fundi um konur og valdeflingu. 
  • Puttalingar
    Fundur með stjórn 28.nóvember 2017, kl.17.30.
  • Baráttu- og hagsmunamál
    Ný ríkisstjórn væntanleg og auðveldara að bóka tíma hjá meðal annars atvinnumálaráðherra.
    Búið að koma boðum til Ástráðs varðandi að halda áfram með kærumál vegna liðveislu tveggja einstaklinga ásamt því að kæra úrskurð PFS.
    Hjördís varaformaður Fh hefur sent svar stjórnar vegna fyrirspurnar foreldra varðandi rétt barns til túlks í frímínútum. 
  • Prestaembættið.
    Búið að skipa í embættið til reynslu fram á vor samkvæmt upplýsingum fra Biskupsstofu. 
  • Dagur ÍTM.
    Allt í vinnslu. 
  • Starfshópur vegna málefna HTÍ
    Lokadrög komin, engar sérstakar athugasemdir frá Félaginu. 
  • Starfshópur hjá velferðarráðneytinu vegna málefna fólks með fötlun
    Formaður vinnur í samantekt á athugasemdum og umsögnum sem félagið hefur sent frá sér varðandi þennan málaflokk og sendir á Rósu sem er formaður hópsins. 

    Samþykkt

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

  1. Umsókn til velferðarráðuneytis fyrir samstarfssamning 2018 lagður fram fyrir 20. Nóvember síðastliðinn. Sótt um í tvö verkefni – félagsmál og heilbrigðismál. Umsóknarformið er nýtt þar sem FH hefur verið á föstum fjárlögum síðustu árin upp á 10 milljónir króna á ári en félagið sótti um rúmlega 30 milljónir króna í ýmis verkefni og sérstaklega til viðbótar í geðheilbrigðisstyrk og liðveislu fyrir döff plús í 1,5 stöðugildi.
  2. Sala happdrættis lýkur 10 des og dregið 11. Desember. Von er að ná 14000 miða sölu sem yrði mjög ásættanlegt. Pennasala ekki gengið eins vel en áætlun að fá skóla á landsbyggðinni í samstarf og fjáröflun fyrir þau. Áður gerst með góðum árangri.
  3. Viðgerðir á gluggum byrjaðir. Áætlun um 4,2 milljón króna kostnað á FH. Þurfum ekki að leita í varasjóð til að kosta viðgerðina. Aðrar kostnaðarsamar viðgerðir væntanlegar á næstu misserum.
  4. Nýr bókari og bókhaldskerfi tekur við um áramótin næstu. TOK kerfið verður lagt niður en framkvæmdastjóri ákvað að taka DK bókhaldskerfið í notkun sem þykir mjög gott og ódýrara í rekstri en TOK. Lára María Theodórsdóttir(mamma Halldórs á Hornafirði) mun starfa með félaginu sem bókari. Gagnkvæm þekking og traust enda áður unnið saman í lengri tíma með henni.
  5. Jólahittingur starfsfólks og stjórnar færist til byrjun febrúar þar sem við munum hittast og eiga rólegt og gott kvöld. Mikið stress og mörg verkefni akkúrat á þessum árstíma.
  6. Breytingar að vænta á starfsliði FH á nýju ári. Bubbi nýr inn 2. janúar sem liðveislumaður og svo er Gunnar Snær búinn að ákveða að sækja á erlend mið í vor. Munum við treysta á að sterkir innviðir okkar tryggi áframhaldandi líf á heimasíðu og öðrum miðlum FH.

#6 – Athugasemd að ekki þurfi sérstaklega að auglýsa á heimasíðu eftir starfsfólki þegar um samstarfsverkefni við sveitarfélög að ræða og ráðin sé aðili í samstarfi við sveitarfélag.

4. Dagur ÍTM 2018

Málnefnd ÍTM loks gefið Félagi heyrnarlausra grænt ljós á að skipuleggja dagskrá ÍTM í  kringum 11. Febrúar 2018. Fyrirvari mjög skammur. Markmið að táknmálið verði sýnilegt í ljósvaka fjölmiðlanna á Íslandi.

5. Puttalingar funda með stjórn FH

Stjórn Puttalinga hitti stjórn FH þar sem óskað skýringa stjórnar FH á hvernig Puttalingastjórn taki ábyrgð á fjármálaóreiðu í kringum árshátíð FH og áfengissöluna þar. Tillaga FH í málefnum Puttalinga var lögð fram í tveimur liðum:

a)  Puttalingastjórn boði til aðalfundar Puttalinga og kjósi þar nýja stjórn og þar með umboð þeirra sem bjóða sig fram og hljóta kosningu.

b)  Tillaga að puttalingar skoði möguleika og kosti þess að hækka hámarksaldur í 35 ár.

6. Önnur mál

Kristín Pálsdóttir er skipuð nýr prestur heyrnarlausra fram á vor. Stjórn hefði óskað að hafa verið með í ráðum varðandi ráðninguna. Það mun ekki vera regla hjá kirkjuráði að hafa hagsmunaaðila með í ráðum við slíkar skipanir.

Hjördís Anna upplýsti stjórn um vinnu sína við að sögulega samantekt stjórna FH sem setið hafa frá stofnun Félags heyrnarlausra.

Nathaniel stjórnarmaður sennilegast á leið tímabundið til Bandaríkjanna vegna persónulegra erinda. Veit ekki enn brottfarardag né lengd viðveru. Stjórn mun kalla til varamann.

Stjórn svaraði beiðni frá deild 55+ að það hefði náð niður verði á þorramat fyrir þorrablót aldraðra. Ekki verður um frekari niðurgreiðslu af hálfu félagsins.

Fundi slitið kl. 17.50