Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 6. febrúar 2018

Stjórnarfundur 6. febrúar 2018 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg og Hanna Lára 
Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt og undirrituð

2. Kynning á ÍTM og fyrirlestri “Snemmtæk íhlutun”.

Formaður sagði frá málstofunni um “Snemmtæka íhlutun” haldin í dag og viðbrögð mjög góð. Tveir ráðherrar sóttu málstofuna sem var stutt og hnitmiðuð. Henni verður fylgt eftir með bréfaskrifum eftir um 6 vikur.

3. Maður ársins 2017

Félagsmenn kusu mann ársins með afgerandi kosningu. Hana hlýtur Hjördís Anna Haraldsdóttir fyrir mjög ötullt félagsstarf sem nær yfir allar deildir má segja. Kosningin var ekki upplýst á fundinum en formaður og framkvæmdastjóri upplýstu þó að kosning var afgerandi af hálfu félagsmanna og inngrip stjórnar að einhverju tagi óþörf.

4. DNR vor 2018

Samþykkt var að senda formann og varaformann á DNR fundinn í Kaupmannahöfn 16-18 mars næstkomandi.

5. Málefni puttalinga

Hanna Lára upplýsti að engine viðbrögð fengist hjá puttalingum um boðun félagsfundar eða nein viðbrögð yfir höfuð. Stjórn tekur málin í sínar hendur og mun boða til félagsmannafundar formlega og endurreisa starfsemina og skoða mögulega breytingu á deildinni í samráði við félagsmenn.

6. Önnur mál

Framkvæmdastjóri beðinn um að tryggja að auglýsingar á NUL í sumar verði sett sem fyrst inn á deffið.

Æskulýðsstarf hlaut 900 þúsund króna styrk frá Æskulýðssjóði sem nota á í eflingu ungmenna og íþróttastarfs döff ungmenna. Málið tekið fyrir á fundi síðar og verkefnið skipulagt.

Hjördís óskaði upplýsingar um hvernig brugðist skuli við breytingum á starfsmannamálum í vor þegar Gunnar Snær hættir og Sigga Vala fer í fæðingaorlof. Markmiðið er að virkja Leszek meir með fréttir vikunnar og viðhalda heimasíðu. Döffblaðið verður sennilegast boðið út en skoða þarf útfærslu blaðsins í framtíðinni þ.e. hvort blaðið verði rafrænt í fleiri upplögum sbr það sem era ð gerast á Norðurlöndunum, útgáfufjölda o.fl. Semsagt þá verður mannauður sem er til staðar í félaginu nýttur fyrst, og málið metið út frá því.

Framkvæmdastjóri óskaði eftir því að hækka verð happdrættismiða úr 2.500 í 2.900. hækkunin væri í anda verðlagsþróunar á markaði og verðið væri áfram við og rétt undir verðum annarra happdrætismiða. Stjórn samþykkti tillöguna.

Fundi slitið kl. 17.45