Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 13. mars 2018

Stjórnarfundur 13. mars 2018 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg og Hanna Lára
Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar undirritað.

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt og undirrituð

2. Skýrsla formanns. 

Skýrsla formanns samþykkt. 

  • DAC 2019,  11.-13.maí 2019.  

Búið að leggja til að Sigga Vala taki við sem verkefnastjóri 4-6 mánuði fyrir DAC2019 vegna enskukunnáttu hennar ásamt þekkingu hennar á að skipuleggja ráðstefnu og málþing. Verkefnaáætlun, heimasíða og tengsl við AC og DAC komin yfir til Siggu. Í núverandi undirbúningsnefnd sitja Júlía og Heiðdís og Daði, í skoðun að fá fleiri í undirbúningsnefnd t.d Elsu, Hjördísi, Nathaniel. 

  • Málnefnd

Dagur ÍTM gekk að óskum, samstarfsverkefni SHH, FH og Málnefndar að koma táknmáli í ljósvakamiðla. Fengið fulltrúa frá Sólborg í heimsókn þar sem þau kynntu sitt starf með döff, heyrnarskert, KÍ og CODA börn ásamt ráðgjafarskóla. Á fundi var upplýst að ekki hefur fengist fjármagn til að tryggja ráðgjafaskólann áfram en í vinnslu. Sólborg setti upp plagg með upplýsingum um námsumhverfi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna, nefndarmenn sendu umsögn eða athugasemdir ef einhverjar voru. Næst er á áætlun að fá fulltrúa frá Skóla- og frístundastvið ásamt menntamálaráðuneytnu. 

  • Baráttu- og hagsmunamál

Búið að fá fund 23.mars með aðstoðarmanni Þórdísi ráðherra atvinnumála, Ólafur Teitur Guðnason og skrifstofustjóra á sviði atvinnumála í ráðuneytinu Ingvar Már Pálsson. Lagt verður fram tillaga að þróunarverkefni til 6-12 mánaða þar sem þörfin verður metin, SHH mun halda utan um skýrslur og mat í samstarfi við Fh. 

Snemmtæk íhlutun fyrir börn, Ásmundur Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra hefur ráðið Braga Guðbrandssonar til að kortleggja snemmtæka íhlutun fyrir börn, félagið mun vera tilbúið til samstarfs og er það von okkar að snemmtæk íhlutun barna með heyrnarskerðingu eigi líka við. 

Í vinnslu að hafa fund með formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra Fh ásamt forstöðumanni SHH og deildarstjóra túlkasviðs til að skoða baráttuleiðir vegna túlkasjóðsins. Búið að gera drög að frumvarpi að túlkun í daglegu lífi, miðsjafnar skoðanir á því, ný ríkisstjórn, nýr mennta og menningarmálaráðherra, sáttmáli ríksstjórnar. Hugmynd að skoða lög um NZSL (nýsjálenska táknmálið) sem var samþykkt 2006 og fór í endurskoðun 2011 og unnið með það sem vantar. 

  • Verkefni, samstarfsverkefni Fh og annara aðila.

Snorri Deaf, samvinnuverkefni FH, SHH og Icelandic Roots.  Í vinnslu að athuga hvort forsendur séu til staðar fyrir Snorri Deaf, Heiðdís, Júlía, Daði, Vala og Bryndís að skoða þetta. Námskeið fyrir notkun á ættfræðivefnum 7.apríl ef næg þátttaka fæst. 

Listahátíð 2018, fundur með Vigídi framkvæmdastjóra Listahátíðar 2018. Einlægur vilji og áhugi að fá táknmálið á hátíðina þótt stutt sé í hana. Fundur með Öddu Rut og til skoðunar að hún fari inn í þetta verkefni, hugmynd líka að nýta sér POPup kaffihús í Listahúsi Rvk eitt kvöldið á meðan hátíðin stendur til að gera ÍTM, menningu Döff o.s.frv sýnilegt þjóðfélaginu. 

Grátandi hendur, fundur með Miru Zuckerman þar sem þau hafa mikil áhuga á að fá að sýna verkið á Íslandi. Lágmarkskostnaður áætlað um 15 milljónir, búið að skoða forsendur til að hafa sýninguna á Íslandi. Erfitt í framkvæmd, mikill kostnaður, óvissa með áhorfendur en engin ákvörðun tekin, stjórn þarf að taka ákvörðun. 

Stefan Hardonk, styrkur frá MARK (miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna HÍ) til að skoða stöðu Döff fjölskyldna af erlendum uppruna og þeirra reynslu af því að flytja til Íslands og aðlagast íslensku samfélagi. Ósk um að fulltrúi Fh aðstoði lítillega við rannsóknina. 

Umsókn til HERA, sjá neðar frá Stefani Hardonk og Hönnu Björgu, samstarf við Fh líka.

  1. rannsakandi sem er táknmálstalandi og hefur innsýn í og tengsl við Döff heiminn fær gögn úr íslensku (skjala)söfnunum sem segja eitthvað um stöðu Döff/heyrnarlauss fólks á undanfarin 1100 ár (gögnin verða afhend í gegnum "Disability before disability"-verkefnið sem Hanna Björg stjórnar). Rannsakandi skrifar drög að skýrslu sem tekur saman upplýsingar um stöðu Döff/heyrnarlauss fólks í gegnum söguna og hvernig heyrnarleysi/Döff var gefið merkingu í umræddum safnaheimildum.
  2. Döff og heyrnarlausu fólki er boðið að taka þátt í rýnihópum til að ræða þessar fyrstu túlkanir rannsakandans svo skýrslan geti tekið sítt endanlegt form með innleggi frá Döff/heyrnarlausi fólki sjálfu. 
  3. rannsakandi tekur auk þess nokkur viðtöl af Döff/heyrnarlausu fólki, sem verða tekin upp af fagmanni í menningarmiðlun (að gefnu leyfi) og sett á vefsíðu DisPLACE-verkefnissins. Markmið síðunnar er að koma upplýsingum um fatlað fólk úr söfnum og skjalasöfnum í almenningsrými með því að birta efni frá öllum samstarfsaðilum. Fyrir okkar verkefni þýðir það að við setjum inn upptökur m.a. þessi viðtöl sem sýna hvernig Döff/heyrnarlaust fólk lítur á sögu sína, auk tengsla sögunnar við nútímasamfélag, sjálfsmynd og táknmál/tungumál. 

Mikilvægt að Döff og heyrnarlaust fólk fái sterka aðild að verkefninu, þar sem við viljum ekki skilgreina fyrir þau hvernig megi nota upplýsingar um stöðu Döff/heyrnarlauss fólks í fortíðinni til að skilja betur þeirra stöðu, sjálfsmynd, tungumál og samfélag í nútíma íslensku samfélagi. Þetta verkefni ætti með öðrum orðum að vera tækifæri til samstarfs og til að styrkja Döff/heyrnarlaust fólk og samfélög þeirra. Við gerum því ráð fyrir að greiða fyrir tulkaþjónustu og aðkomu fólks að rýnihópum.

Samstarf er nú þegar fyrirséð við Samskiptamiðstöðina og Þjóðminjasafn Íslands.


3. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Spurt var um fjölda sölumanna happdrættis sem eru 7 virkir.
Selma Víglundsdóttir og Deloitte sjá um bókhald F.H. en Guðfinna er farin á eftirlaun.

1.  Upplýsingar um samstarfssamninga við hið opinbera. Ákveðið að veita 11 milljónum króna í starfsemi FH fyrir 2018 sbr 10 milljónir árið 2017. Þá veitt rúmlega 1 milljón í geðheilbrigðisþjónustu sem er nýr tekjuliður.

2. Happdrættissala hafin og sölumenn byrjaðir á fullu frá og með 10 mars. Markmið sett á 14000 miða. Svipað söluteymi og í haust nema einum útlending færra en aðrir verða þá lengur í staðinn.

3. Viðgerðum á gluggum lokið. Lokaupphæð um 600 þúsund krónum hærri eða um 4,8 milljónir á FH en framkvæmdastjóri hefur krafist svara þar sem hann hefur í höndum lokatilboð í verkið upp á 4,2-4,3 milljónir.

4. Starfsmannamál – Sigga Vala fer í fæðingarorlof frá og með 1. Apríl. Gunnar Snær Jónsson hættir 1. Apríl. Innan félagsins er komin sú tillaga sem kynnt var stjórn í netpósti 16. Febrúar síðastliðinn. Til að fylla upp í þessar stöður þá lagði framkvæmdastjóri til að Heiðdís færi í 25% stöðu þeirra verkefna sem Sigga Vala og Gunnar Snær sáu áður um auk þess sem Leszek fer úr 50 í 100% stöðugildi til að halda utan um heimasíðu, fréttir vikunnar og aðra efnisvinnslu á heimasíðu og Fésbók. Ekki komu athugasemdir við tillögurnar og þær því álitnar samþykktar. Þá mun Sigga Vala gerast verkefnastjóri DAC2019 þegar hún lýkur fæðingaorlofi. Þá er staða Guðbjörns/Bubba enn í þróun.

5. Staffhittingur 23. Mars og hist í FH kl. 16.30 – óvissuhittingur og engin dagskrá kynnt.

4. Skýrsla Fh vegna DNR ½ 2018. Sjá fylgiskjal.

Skýrsla Íslands á fund DNR samþykkt af stjórn.

Landsrapport Ísland vegna DNR ½ 2018. 

Snemmtæk íhlutun, málstofa um snemmtæka íhlutun 6.febrúar þar sem lykilmönnum í þjónustu barna var boðið. Stutt og hnitmiðað, góð viðbrögð. Búin til var bæklingur sem var dreift með samantekt á mikilvægi snemmtækrar íhlutunnar barna með heyrnarskerðingu. Niðurstaða; velferðarráðuneytið hefur samþykkt að kortleggja snemmtæka íhlutun barna. 

Ný ríkisstjórn, bindum vonir við að hægt verði að vinna með túlkun í daglegu lífi samkvæmt sáttmála ríkisstjórnar. Undirbúningshópur að skoða drög að frumvarpi ásamt að skoða núverandi lög um ÍTM, hvort eigi við að endurskoða eins og Nýja Sjáland. 

Túlkun í atvinnulífi, fundur 23.mars með atvinnumálaráðherra þar sem lagt verður fram tillaga að þróunarverkefni 6-12mánuði um túlkun í atvinnulífi. Samstarfsverkefni Fh, SHH og ráðuneytisins. 


5. Starfsmannabreytingar.

Starfsmannabreytingar kynntar og samþykktar af stjórn.

6. Tillaga vegna sumarnámskeiðs fyrir táknmálstalandi börn.

Fyrirhugað sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni 5-15 ára var kynnt stjórn 
Staða leiðbeinanda fyrir sumarnámskeiðið auglýst.

7. Hugmyndir að Degi Döff 2018.

 Formaður hvatti stjórn til að koma með þematillögur að degi döff 2018. Tíminn líður hratt og gott að hefja undirbúning fyrir sumarfrí. Skoða tillögur WFD við alþjóðadegi döff.

8. Tillaga að dagsetningu vegna aðalfundar 2018.

Stjórn samþykkti 17. maí sem aðalfundardag 2018

9. Stefnuþing ÖBÍ 20. og 21.apríl. Fulltrúar?

Heiðdís og Hjördís munu mæta fyrir hönd F.H.

10. Tillaga að bæklingi um Fh, sjá fylgiskjal.

Formaður kynnti fyrirhugaða útgáfu almenns upplýsinga- og kynningabæklings fyrir döff og heyrandi. Formaður óskaði eftir frekari tillögum og hugmyndum um efni bæklingsins frá stjórnarmönnum.

11. Fundur um stöðu og framtíð Puttalinga, starfsemi fyrir 0-30 ára.

Fundur verður í dag kl. 18.00 með puttalingum og stýra stjórnarmenn fundinum sem á að vera til að skapa umræður um framtíð og hlutverk puttalinga.

12. Staðfesta samþykki stjórnar vegna sýningu og vinnuhóp Calvin og Justin.

Stjórn samþykkti fyrirlestur og workshop frá Calvin skv tilboði.

13. Önnur mál.

Sumarskóli ÖBÍ um S.Þ. sáttmála um réttindi fatlaðs fólks fer fram 18-22. Júní á    Írlandi í sumar. Formaður hvatti Hjördísi Önnu að sækja um f.h. Félags heyrnarlausra þar sem hún hefur viðamikla þekkingu úr málaflokknum, bæði frá FH og ÖBÍ sem stjórnarmaður. Hjördís og stjórn samþykktu tillögu formanns.

Umsókn barst frá starfshóp SHH vegna fjárstyrks upp á 60 þúsund krónur til að halda utan um barnahóp á fjölskyldunámskeiðum með leik og starfi auk sjálstyrkinganámskeiðs. Stjórn samþykkti styrkveitinguna og mun framkvæmdastjóri tilkynna styrkinn til SHH. Stjórn gerði ósk um að fá hópmynd af börnunum af námskeiðinu.

Stjórn mun skoða og meta útgáfu Döffblaðsins frá haustinu og hvaða hlutverki blaðið skuli gegna gagnvart félagsmönnum og almenningi. Menningarit, fræðslurit, skemmtiefni eða annað er m.a. það sem skoða þurfi.

Fundi lokið kl. 18.05