Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 4. október 2016

Stjórnarfundur 4. október 2016 - Kl. 16.15

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Sigríður Vala, Hanna Lára og Bernharð
Ritari: Daði

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.

Skýrsla formanns

Ferð hennar til Brussel verður gerð góð skil með reglulegu videomyndbandi með umræðum um efni ráðstefnunnar.

Skýrsla framkvæmdastjóra

Tillaga á næsta aðalfundi að setja inn skýrari mörk í db um inngöngu sem félagsmaður í FH. Mörkin óskýr og ófullnægjandi í dag en gott að styðjast við mörk HTÍ um “alvarlega heyrnarskerðingu”.

Stjórn samþykkti að skrifað yrði bréf til félagsmanns vegna ógnandi og dónalegrar hegðunar hans gagnvart starfsfólki félagsins. Bréfið verður einnig flutt á táknmálsviðmóti.

Dagur Döff niðurstaða

Samþykkt að fresta til næsta stjórnarfundar.

Dagur ÍTM

Samþykkt að fresta til næsta stjórnarfundar.

Styrktarumsóknir í styrktarsjóð FH

Allar umsóknir samþykktar og uppfylltu lög og reglur sjóðsins.

Umsóknir í Menntunarsjóð var sendur til stjórnar sjóðsins sem tók þær til meðferðar.

Engin umsókn var í styrktarsjóð Bjargar Símonardóttur 

WFDYS Fulltrúi frá Íslandi, Hjördís.

Fyrirspurn kom frá Noregi hvort einstaklingur þaðan mætti sækja ráðstefnu WFDYS þar sem þátttökukvóti Noregs var fullur. Það var samþykkt einróma svo fremi að það bæri ekki kostnað í för með sér fyrir Ísland. 

Önnur mál

Næsti fundur ákveðinn 1. nóvember kl. 16.15

Fundi slitið kl. 18.00.