Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 26. april 2018
Stjórnarfundur 26. apríl 2018 Kl. 16.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg og Hanna Lára
Ritari: Daði
1. Fundargerð síðasta fundar undirritað
Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt og undirrituð
2. Ársskýrsla stjórnar fyrir aðalfund kynnt
Ársskýrsla stjórnar kynnt og samþykkt.
3. Ársskýrsla starfsfólks fyrir aðalfund kynnt
Ársskýrsla starfsfólks kynnt og samþykkt
4. Aðalfundur 2018 – undirbúningur og tékklisti
- Tilmæli frá stjórn að klára dyrabjöllumál og myndsímamál fyrir aðalfund.
- Stjórn kynnti sér tillögur til lagabreytinga og leitar ráða er snúa að lagalegu gildi breytinganna hjá lögmanni félagsins
5. European forum of deaf women – Valencia Spáni 18-20 október 2018
Lagt til að kynna ráðstefnuna á heimasíðu og bjóða tveimur áhugasömum félagsmönnum að sækja um styrk til félagsins til að taka þátt í ráðstefnunni.
6. Vinnufundur í haust, stefnu- og verkefnaáætlun
Tillaga lögð fram að vinnufundur verði haldin í samstarfi með starfsfólki félagsins að hluta þar sem samstarfið er það náið á milli stjórnar og starfsfólks og nánari tengsl við félagsmenn fáist með sameiginlegri stefnumótun í þjónustu og starfsemi Félags heyrnarlausra.
7. Önnur mál
- Engin mæting var á fund með puttalingum sem stjórn boðaði til og álítur stjórnin að deildarstarfið sé óvirkt. Stjórn telur þó mikilvægt að tryggja áfram erlent samstarf við DNUR og EUDY til að missa ekki sjónar á ungliðastarfi erlendis.
- Ein umsókn barst í starf leiðbeinanda á sumarnámskeiði fyrir börn og ungmenni 11-15 júní í sumar. Umsóknaraðili verður boðaður á fund til undirbúnings fyrir starfið og skipulag námskeiðsins.
- Umsókn Hjördísar til ÖBÍ sem fulltrúa döff á sumarnámskeið S.Þ. um réttindi fatlaðra á Írlandi 18-22 júní var samþykkt. ÖBÍ reiðubúið að greiða túlkakostnað en tilboð frá SHH mjög hátt og telur stjórn FH tilboðið það óraunhæft og hvetur ÖBÍ að leita tilboða í verkefnið. Formaður mun ræða við fulltrúa ÖBÍ um möguleika á öðruvísi samstarfi eða leita tilboða í verkið svo það falli ekki um sig sjálft. Eingöngu túlkakostnaður hljóðaði upp á rúma 1,1 milljón króna.
- Formaður ræddi kynningabæklinginn sem er fyrirhugaður og ákveðið var að hafa hann í einblöðungsformi
- Næsti stjórnarfundur 15 maí með endurskoðanda félagsins sem mun kynna ársreikninginn.
Fundi lokið kl. 17.55