Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 15. maí 2018
Stjórnarfundur 15. maí 2018 Kl. 16.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg og Hanna Lára
Ritari: Daði
- 1. Undirbúningsfundur fyrir aðalfund
- Jón Rafnar Þórðarson endurskoðandi Deloitte kom og kynnti ársreikning 2017 fyrir stjórn. Eftir nokkrar spurninar og athugasemdir frá stjórn með útskýringum frá endurskoðanda var ársreikningurinn samhljóða samþykktur.
- Ein tillaga til lagabreytinga barst fyrir aðalfund frá Önnur Jónu Lárusdóttur félagsmanni. Tillagan var að halda aðalfund á tveggja ára fresti sem var lögð til Mandat lögmannsstofu til endurskoðunar m.t.t. hvaða áhrif slíkt hefði á lög félagsins. Lagt til að Anna Jóna kynni sjálf breytingatillöguna á aðalfundinum.
- Ákveðið var að hætta almennri útleigu á sal félagsins. Útleigan er ekki arðbær og er tímafrek og flókin. Félagsmönnum mun áfram bjóðast að leigja salinn á hagstæðu verði og á sínu nafni, en um leið verður félagsmaður bótaskyldur gagnvart öllum skemmdum er kunna að verða á búnaði og húsnæði félagsins.
Fundi lokið kl. 17.50