Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 7.júni 2018

Stjórnarfundur 7. júní 2018 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Anna Jóna, Ingibjörg og  Hanna Lára 

Ritari: Daði

 

1. Síðasta fundargerð undirrituð.


  • Formaður býður nýja stjórnarmenn velkomna og kynnir hefðbundin störf stjórnar þ.e. undirritun fundargerða, skýrslu formanns og framkvæmdastjóra og svo efnisleg atriði funda almennt ásamt öðrum málum þar sem stjórnarmenn geta komið með fyrirspurnir eða ábendingar.
  • Formaður kynnti tillögur að dagskrá að Degi döff og væntanleg þemu, uppákomur og viðburði sem verða skipulagðir markvisst fram að dagskrá.
  • Kynntir viðburðir á dagskrá í sumar og haust þar sem leggja á áherslu á barna og ungmennastarf og efla þeirra þátttöku í starfsemi Félags heyrnarlausra til framtíðar.
  • Formaður kynnti innihald bréfs sem sent yfirvöldum af hálfu FH vegna áhyggju félagsins að öllum döff börnum skuli ekki tryggt aðgengi að námi á táknmáli við Táknmálssvið Hlíðaskóla
  • Verið er að vinna að lokagerð ritgerðar í verkefni sálfræðinema á geðheilbrigði döff í HR. Ritgerðina fáum við kynnta í haust og skoðum möguleika á að nýta okkur hana í bættri þjónustu til döff í geðheilbrigðismálum
  • Happdrættissala endar í um 12.500 miðum sem er ásættanlegt að mati framkvæmdastjóra en vorsala er ávallt lakari en haustsala vegna páska og margra frídaga á vorin. Svo trufluðu kosningar sem sögulega hafa sýnt lakari sölu en elli. Allt á áætlun rekstrarlega og reksturinn stöðugur.


     Fundi lokið kl. 17.40