Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 22. ágúst 2019
Stjórnarfundur 22. ágúst 2019 Kl. 16.00
Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari: Daði
1. Nýjir stjórnarmenn boðnir velkomnir og kynning á helstu störfum Fh,.
Starfsemi stjórnar, hlutverk og markmið, skyldur og atkvæðaréttur hvers og eins kynntur fyrir nýjum stjórnarmönnum og þeir boðnir velkomnir. Stjórnarmenn skrifa undir trúnaðarsamkomulag.
2. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
3. Samantekt hagsmunamál Fh, Heiðdís
Formaður fór yfir helstu hagsmuna- og baráttumál félagsins sem eru í gangi auk þeirra verkefna sem lögmaður félagsins kemur að
4. Samantekt um rekstur Fh, Daði.
Framkvæmdastjóri tilkynnti að rekstur félagsins í góðu jafnvægi. Rekstraráætlun fyrir 2020 í undirbúningi.
5. Stefnumótun, lokadrög lagt til umræður stjórnar.
Formaður mun gera samantekt úr stefnumótunarvinnu sem félagið fór í og senda á stjórnarmenn. Stefnumótunin mun nýtast sem leiðarljós í starfsemi félagsins næstu ára og sem vinnuplagg fyrir stjórn og starfsfólk félagsins. Stefnumótunin mun verða sett upp í einföldu formi á heimasíðu félagsins á táknmálsviðmóti auk þess sem áhugasamir geta nálgast öll gögnin á ppt formi.
6. ÖBÍ aðalfundur 4.okt kl.16-20 og 5.okt kl.10-17
Heiðdís og Hjördís verða fulltrúar FH á aðalfundi ÖBÍ 4-5 október.
7. DNR fundur Malmö 11.okt kl.11-18 og 12.okt kl.9-12
Samþykkt var að Uldis og Heiðdís verða fulltrúar FH á DNR fundi í Malmö 11-12. október.
8. NUS ungmennaráðstefna og DNUR – 11.-13.október
DNUR og NUSÆ fundur. Erfitt að manna þennan fund þar sem puttalingar eru óvirkir. Þema fundarins er “loftslagsbreytingar” og “kvíði unga fólksins”. Mordekai Eli bauð sig fram sem fulltrúa unga fólksins og vill halda kynningarfund og málstofu í framhaldinu fyrir félagsmenn. Stjórn samþykkti að greiða ferðakostnaðinn og meta árangur ferðar af kynningarfundinum en markmið era ð tryggja tengsl æskunnar hérlendis við þau á Norðurlöndunum.
9. ÍFH – NBDSF 27.-29.september
Tillaga kom fram að forráðamenn keiludeildar ÍFH færu á Norrænan fund íþróttafélaga NBDSF 27-29 september. Ekki hefur borist fjárhagsáætlun keiludeildar fyrir þetta rekstrarár né verkefnadagskrá þannig að starfsemi keiludeildar og ÍFH er óljós og samþykkti stjórn að hafna umsókn um þátttöku keiludeildar á fundinn eins og staðan er núna.
10. WFD, stefnuyfirlýsing, umræður, Hjördís
Hjördís kynnti stefnuyfirlýsingu WFD á video þar sem óskað er stuðnings opinberra aðila og ráðuneyta á stefnu WFD. Birta á stefnuyfirlýsinguna á íslensku með stuðningi íslenskra aðila á opinberum vettvangi og ljúka því fyrir 60 ára afmæli félagsins í febrúar. Hjördís kynnir nánari útfærslu á næsta stjórnarfundi.
11. Perlan og safnið, Dotti
Þórður kynnti gott tilboð sem félagsmönnum FH býðst að skoða Norðurljósasýninguna í Perlunni. Döff boðið frítt á sýninguna gegn því að útvega túlk. Þökkum frábært tilboð og gaman að hafa í kringum afmæli FH í febrúar. Þórður og Heiðdís munu skoða saman hvaða fjölda býðst að fara á sýninguna.
12. Dagur Döff 2019
Dagur Döff – formaður kynnti hugmynd að dagskrá með látlausu sniði sem er dagaskipt eftir þema. Stjórn samþykkti tillöguna.
13. Afmælishátíð Fh
Tillaga að ráða Sigríði Völu sem verkefnastjóra afmælisins í febrúar var samþykkt af stjórn. Sigríður Vala er með hugmynd um að bjóða landsmönnum upp á ÍTM app fyrir fólk sem vill læra grunntáknmál auk þess að skoða söguapp fyrir born. Samþykkt var að Sigríður skoðaði kostnað við slíkt app og mun hún kynna það fyrir stjórn þegar frekari upplýsingar berast.
14. Félagsstarfsemi Fh og deildir, tillaga og umræður
Stjórn samþykkti tillögu formanns að auglýsa eftir aðilum til að halda ýmsa viðburði á vegum félagsins ss Halloween, jóladagskrá mm. Virkja hvatakerfi til félagsmanna að taka að sér verkefni gegn þóknun til að efla félagsstarf í FH.
15. Önnur mál
Engin mál bókuð í öðrum málum.
Fundi lokið kl. 17.35
Fylgjiskjal - Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra 22. ágúst 2019
Framundan eru breytingar á happdrættissölu ólíkt þeim sem hafa verið í haustsölu undanfarinna ára. Breytingarnar eru gerðar með tilliti til breyttra aðstæðna í samfélaginu en áreiti annarra velferðarfélaga og samtaka hefur aukist stórlega á undanförnum misserum. Hefur Félag heyrnarlausra fundið fyrir því í minni sölu og verri viðbrögðum fólks við sölufólki okkar sem má skýra aukið áreiti í vasa almennings. Í ár hefjum við söluna um mánaðarmótin ágúst/september sem er rúmum tveimur vikum fyrr en áður. Er það gert til að ná að klára álags sölusvæði eins og höfuðborgarsvæðið áður en flest samtök hefja sína sölu. Þá hefur truflað mjög sala á vegum Þroskahjálpar sem notast við heyrnarlausa sölumenn frá Króatíu til að selja dagatöl sín en almenningur lítur svo á að þessi sala sé á vegum heyrnarlausra. Sá söluhópur hefur hafið sölu upp úr 20 október og ætlum við að vera búin að yfirfara helstu svæði áður en þeir hefjast handa. Þá skipti framkvæmdastjóri út tveimur sölumönnum og fær tvo nýja til að hámarka söluárangur. Alls koma 5 sölumenn frá Tékklandi og er allt söluskipulag, bæði í Reykjavík og kringum landið langt komið og liggur senn fyrir. Þá eru 3 íslenskir sölumenn skráðir í haustsöluna.
Hauststarfsemi í þjónustu og starfsemi félagsins fram yfir afmæli félagsins í febrúar 2020 verður tekin fyrir á samfundi starfsfólks í næstu viku og þá mótast haust/vetrardagskráin í skýran rauðan dregil inn í veturinn.
Fjárhagsáætlun er í vinnslu en það sem af er ári hefur verið farið í nokkur kostnaðarsöm verkefni og afmælishátíð framundan. Við verðum vel á verði svo þjónustustig haldist áfram hátt og velgengni félagsins sé tryggð. Samningar við ríki og borg eru í vinnslu auk þess sem undirbúningur er að stuðningsátaki í tilefni 60 ára afmælis félagsins.