Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 7. nóvember 2019

Stjórnarfundur 7. nóvember 2019 Kl. 16.00

Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis

Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð samþykkt einróma, ein innsláttarvilla leiðrétt.

2. Skýrsla formanns

Sjá viðhengi

Athugasemdir: 112- Neyðartúlkaþjónusta og bakvakt. Vandamálið snýst aðalega um hverjir eru á bakvakt og hvernig er þessi þjónusta tryggð út frá þessu rekstrarformi. Hugmynd er að fara svipað og Bjargur s.s. útkallshringingar með táknmálstúlkar.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

Athugasemd:

Hvatt er til að sækja um styrk til fræðslu við kulnun í starfi sem heyrir undir heilbrigðismál.

4. Sigga Vala kynnir framvindu afmælis Fh.

Verkefnastjóri kynnti afmælisdagskrá, staðsetningu og mögulegt myndefni í Döffblaðið. Hjördís og Þórður munu skoða það. Tillaga samþykkt að 8. Febrúar væri hentugri dagsetning en 15. febrúar

5. ÍTM app og sögu app

Verkefnastjóri kynnir app fyrir ÍTM sem gefa á þjóðinni í tilefni að 60 ára afmæli félagsins. Kostnaðaráætlun liggur nokkurn veginn fyrir. Stjórn samþykkti að Sigga Vala og framkvæmdastjóri færu í samningaviðræður við kaup á appinu. Þá var samþykkt að afmæli félagsins yrði haldið 8. Febrúar 2020. Einnig verður skoðuð útgáfa á söguappi fyrir döff born.

6. DNR 2020 – tillaga að fulltrúa fyrir hönd Íslands

Samþykkt var að Uldis og Heiðdís verði fulltrúar FH á DNR í Finnlandi árið 2020.

7. Styrktarumsókn

Umsókn félagsmanns um styrk var vísað til Menntunarsjóðsins þar sem eðli umsóknarinnar heyrir undir þann sjóð.

8. Stefnumótun – stjórnin sátt?

Umræðu um stefnumótun frestað vegna tímaskorts

9. Vinnufundurinn 30.nóvember

Samþykkt var tillaga formanns um að hafa vinnufund með starfsfólki og stjórn laugardaginn 30. nóvember frá kl. 10-14

10. Önnur mál

Stjórn samþykkti að greiða Hjördísi hálfa dagpeninga á ferðum hennar á fundi WFD til að mæta útgjöldum við kostnað og vinnutap að hluta. Óskað var bókunar á að Hjördís vék af fundi á meðan málið var rætt meðal stjórnarmanna.

11. Dagsetning aðalfundar vor 2020 - tillaga fimmtudagur 14.maí eða 28.maí

Ákveðið var að halda aðalfund stjórnar fimmtudaginn 28. Maí 2020

Fundi slitið kl. 18.45

Fylgjiskjal - Skýrsla formanns

Skýrsla formanns 7. Nóvember 2019

 • DNR fundur var helgina 11.og 12.október í Malmö, Heiðdís og Uldis fóru fyrir hönd Fh. Hanne Kvitvær frá Noregi kynnti fyrstu drög að norrænnar menningarhátíðar sem verður í Stavanger 2022, Ísland tekur við keflinu eftir þá hátíð og verður með formennsku 2022-2026 sem endar svo með menningarhátíð á Íslandi. Slæm túlkastaða í öllum norðurlöndum, ákveðið að hafa þema á næsta DNR fundi ,,túlkun og réttur okkar að gæðatúlkun", DNR verður í Finnlandi, Turkuu 27.febrúar 2020. Svipað og umræður á Íslandi með sjúkratryggingar að kaupa ódýrasta tilboðið en ekki bestu eða betri gæði, það er það sama að gerast með túlka t.d í Danmörku og Finnlandi. Umræða um aldur eldri borgara, hvort það sé 55+ og bárum saman á milli norðurlanda. Umræða um að sækja um styrk að að setja á fót ,,herferð um táknmálið" í norðurlöndum, Danmörk ætlar að sækja um styrkinn í Nordplus og ef við fáum styrkinn munum við ræða um útfærslu herferðarinnar. Fórum yfir verkefnaáætlun DNR og allt er í ferli/vinnslu. NJL norrænt mót fyrir 13-17 á að vera á Íslandi, í skoðun að skoða Laugarvatn í samstarfi við UMFÍ dagana 13-18 júlí. Á að vera tilbúið fyrir árslok. Noregur, norska doff félagið fékk góðan styrk fyrir norska táknmálið, er meira og meira í sókn sem tungumálasamtök. PCN fundur verður í nóvember og verður líklega lagt niður (PCN-Pro nordica communication, fyrir döff+) en haldið verður áfram með að hafa norrænt mót á 2ja ára fresti.
 • Fundur með samgönguráðuneytinu 16.október með lögfræðingi Fh og Kríu SHH. Lögfræðingur og sérfræðingur ráðuneytisins tóku á móti. Ræddum um myndsímatúlkaþjónustuna og hvað þarf til að þetta gangi upp. Næstu skref eru að samgönguráðuneytið ætlar að eiga fund með Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og staðan verður tekin eftur í byrjun nóvember.
 • SHH hefur látið okkur vita að ,,bakvaktartúlkaþjónusta" hafi ekki verið kostuð, túlkurinn sem er með ,,bakvaktarsímann" hefur verið í ,,sjálfboðavinnu” og að það gengur ekki lengur. Sem sagt ekki sjálfgefið að fá túlk við neyðaraðstæður. Fundur með stjórn og yfirmönnum neyðarlínunnar föstudaginn 18.október þar sem við ræddum þessi mál. Stjórn og yfirmenn Neyðarlínunnar voru mjög opin og hafa samþykkt að taka að sér að hringja út túlk í neyðaraðstæðum. Ákveðið að SHH geri greinargerð um túlkaþjónustu í neyð, Fh og lögfræðngur gera minnisblað um að tryggja þessa þjónustu og lögfræðingur mun vinna með þessi mál í samvinnu við stjórn Fh.
 • Stjórnarfundur SHH 30.okt, þetta fyrsti formlegi fundurinn frá því nýja forstöðukonan tók við SHH. Farið yfir ársskýrslu SHH, ársreikning, rekstur á komandi ári og önnur mál. Innlegg frá stjórnarmanni að túlkaþjónustan sé ekki ásættanleg, miklar neitanir, sjálfstætt starfandi túlkar hafi ekki aðgang að félagslega sjóðnum. Samþykkt að Fh og foreldrafélagið sem hagsmunaaðilar skoði þetta betur í sameiningu.
 • Alþjóðavika Döff tókst nokkuð vel miðað við stuttan fyrirvara, það sem vakti mesta lukku voru myndir Snædísar Bjartar sem voru fimm og líka áróðurs-/vitundarvaknings myndirnar sem voru fjórar. Félagið rauk upp í ,,click" ,,like" ,,áhorf" og fleira á FB síðu sinni. Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að prófa að auglýsa eftir fólki til að taka að sér viðburði ef áhugi væri og fá borgað. Núna eru þegar þrír viðburðir komnir.
 • Umræða innanhús í Fh að hafa lengri opnunartíma á föstudögum og skiptast á að vera við og loka kl.18 - enn óákveðið.
 • Aðalfundur ÖBÍ í byrjun október, Þuríður Harpa áfram kosin sem formaður. Nokkrar lagabreytingar. Fundurinn gekk vel.
 • Málnefnd um ÍTM, núna í skoðun samstarf með Krakkarúv og menntamálastofnun að kenna bókstafi og fingrastafrófið í KrakkaRúv, fundur nýlega með krakkaRúv og hugmyndir ræddar. Nú er komið í ljós að Ævar höfundur Stórhættulega stafrófsbókarinnar og myndasmiðurinn Bergrún Íris eru tilbúin aði samstarf að búa til sérefni í sjónvarpinu þar sem ÍSL og ÍTM eiga að standa jafnfætis, við fylgjumst vel með að það verði gætt.
 • Spjallfundur foreldra döff barna var 10.október. Fjögur mál helst sem þau vildu láta skoða og mun stjórnin að öllum líkindum fá erindi frá þeim.
 • Kennsla ÍTM og ÍSL fyrir döff af erlendu bergi broti er að byrja hér í Fh í sjálfboðavinnu Jeremy, þriðjudögum.
 • Sigga Vala er meðal annars að vinna við undirbúning afmæli Fh. Helstu upplýsingar um afmælið ættu að koma á næstunni.
 • Þórður Örn er á fullu að vinna að afmælisútgáfu Döffblaðsins, ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða viljið koma einhverju á framfæri þá hvetjum við ykkur að hafa samband við hann.

Við hvetjum ykkur að fylgjast með fréttum, tilkynningum, viðburðum og fleira inná www.deaf.is og Facebook.

Fylgjiskjal - Skýrsla framkvæmdastjóra

Skýrsla framkvæmdastjóra 7. Nóvember 2019

1. Happdrættissala á einn mánuð eftir en dregið verður 6. Desember. Ákveðið að byrja tveimur vikum fyrr í ár vegna mikils áreitis annarra sölusamtaka nú á haustmánuðum. Herbragðið heppnaðist og hefur sala gengið mjög vel. Skilað hefur verið 8200 miðum sem er tæplega 20% yfir meðaltali síðustu tveggja sölutímabila.

2. Umsóknir eru í gangi hjá Félagsmálaráðuneytinu vegna samstarfsstyrks í samstarfi við Vinnumálastofnun og í formi ráðgjafakostnaðar fyrir félagsmenn. Í vinnslu eru umsóknir hjá Lýðheilsusjóð og í verkefni um heilsueflingu aldraðra og kvennaheilsu sem og gæðaverkefni í heilbrigðisþjónustu sem eiga að stuðla að umbótum og nýbreytni í heilbrigðisþjónustu – einhver?

3. Sala á auglýsingum í Döffblaðið í startholum.

4. Umsóknir hafnar vegna afmælis FH og er þá sérstaklega verið að skoða gjöf á táknmálsappi og söguappi fyrir börn.

5. Frumvinnsla á fjárhagsáætlun 2020 lítur út fyrir jafnvægi í rekstri, þó eru helst óvissuþættir með kostnað við 60 ára afmælið og áætlaðan lögfræðikostnað á árinu. Kostnaður við lögfræðing töluverður á þessu ári en tel hann mikilvægan þar sem félagið er hreinlega að fjárfesta í þekkingu nýs lögmanns félagsins, Karólínu Finnbjörnsdóttur á málefnum og réttindabaráttu döff.

6. Framkvæmdastjóri mun í samvinnu við formann endurskoða starfsemi og þjónustu liðveislunnar sem félagið hefur rekið síðustu tvö ár. Skilvirkni ekki nægjanleg og hreinlega spurning hvort félagið eigi að halda úti slíkri starfsemi þó svo hún sé niðurgreidd að hluta.