Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 16. desember 2019

Stjórnarfundur 16. desember 2019 Kl. 16.00

Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis

Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð samþykkt einróma.

2. Skýrsla formanns - sjá fylgjiskjal.

Skýrsla formanns samþykkt – sjá viðhengi.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra - sjá fylgjiskjal.

Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt – sjá viðhengi

4. Magga og Magnús með kynningu.

Fulltrúar Doff.is komu og kynntu blikk og titrarabúnað fyrir stjórninni.

5. Afmæli Fh - staðan.

Drög að dagskrá afmælishátíðar í tilefni af 60 ára afmæli félagsins í febrúar 2020 kynnt stjórnarmönnum. Dagskrá og upplag samþykkt einróma. Stjórn ákvað að setja 1 milljón króna í afmælishátíðina í tilfallandi kostnað á salnum og niðurgreiðslu á miðaverði fyrir félagsmenn sína á hátíðina í Gamla bíó.

6. Önnur mál

Stjórn samþykkti að lána Þórði stjórnarmanni gamlar fundargerðir svo hann geti fundið og skráð stjórnarmenn í FH frá upphafi í tilefni af afmælisútgáfu Döffblaðsins í febrúar. Stjórn samþykkti lánið í sólarhring til þess eins að finna nöfn stjórnarmanna. Samþykkt einróma.

Bókað var að á næsta fundi skuli rætt um aðildargjöld EDSO og ICSD.

Stjórn Félags heyrnarlausra barst bréf frá Sveini Guðmundssyni hrl., dags. 19. nóvember 2019, sem hann ritaði fyrir hönd fyrrum starfsmanns félagsins. Með bréfinu upplýsti lögmaðurinn um að rannsókn lögreglu á meintu mansalsmáli á hendur umræddum fyrrum starfsmanni, sem hefur verið til rannsóknar allt frá miðju ári 2016, hafi verið hætt. Í bréfinu var vísað til þess að rétt væri að Félag heyrnarlausra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu. Er það gert hér með. Stjórn félagsins áréttar á sama tíma að innanhússrannsókn, sem þáverandi lögmaður Félags heyrnarlausra stýrði, hafi leitt í ljós alvarlegan trúnaðarbrest við félagið sem kallaði meðal annars á tafarlausa uppsögn starfsmannsins á sínum tíma. Það hver afdrif sakamálarannsóknar lögreglu eru vegna sömu atvika, breytir að mati stjórnarinnar engu þar um. Sakamálarannsókn stjórnast af lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála og undirliggjandi meginreglum sakamálaréttarfars sem hverfast meðal annars um sönnun og kröfur til sönnunar. Stjórn félagsins telur því ekki ástæðu til að bregðast að öðru leyti við framangreindu bréfi. Af hálfu Félags heyrnarlausra er málinu því endanlega lokið hér með

Fundi slitið kl. 17.45

Fylgjiskjal - Skýrsla formanns

Skýrsla formanns 16.desember 2019

Fundur með fulltrúum forsætisráðuneytinu vegna endurskoðunnar á Stjórnarskrá Íslands. Fundarboð frá Unni Brá vegna vinnu við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldis Íslands, nr. 33/1944. Við lögin bætist ný grein, svohljóðandi. ,,Íslenska er þjóðartunga á Íslandi og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda“. Rök með því að ÍTM verði líka í stjórnarskránni. Ef sett verður inn stjórnarskrárákvæði um íslenska tungu, án þess að tiltaka stöðu ÍTM finnst mér vegið að þessu framfaraskrefi sem náðist með setningu laga nr. 61/2011. Það er stjórnarskráin sem setur almennum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum takmörk. Almenn lög og stjórnvaldsfyrirmæli mega þannig ekki vera andstæð stjórnarskrá. Stjórnarskráin er því rétthæst. Fundurinn gekk vel og vel tekið við punktum frá félagi, félagið sendi erindi varðandi þetta og hægt er að sjá bréfið í möppu félagsins.

Fundur með fulltrúum SHH, rætt var um þá stöðu sem er komin í SHH. Túlkahópnum hefur fækkað verulega. Tillögur SHH til að bæta stöðuna er að efla enn meira fjartúlkun, nýta túlkanema kl.15-17 í auðveldari verkefni með samþykki notenda. Sjá hér að neðan eru punktar eftir fundinn með fyrirvara að hann breytist, en beðið er samþykkis SHH.

HDE setur saman upplýsingatexta til að taka upp táknmálsviðmót fyrir félagsmenn um þá stöðu sem er núna og vilja SHH til að gera sitt besta. Sjá texta fyrir neðan.

Ef stjórn Fh samþykkir þá kemur beiðni frá Fh að fá kynningu á CRFE og að sjá hvort það sé kominn tími að félagið gerir kröfur á þá sem vinna með ÍTM t.d leik- og grunnskóli að hafa lámarkskunnáttu á ákveðnum kvarða í CREF.

Ef stjórn Fh samþykkir, þá mun stjórn Fh kalla eftir upplýsingum frá þeim sem veita túlkaþjónustu um stöðuna, framtíðarsýn og ógnir sem steðja að því að veita túlkaþjónustu á Íslandi og gæði og eftirfylgd. Ef upplýsingar skila sér þannig að stjórnin metur að hægt verði að nýta sér það til að hafa umræðuþing, pallborðsumræður eða annað fyrir túlkanotendur og þeirra sýn á túlkaþjónustu á Íslandi.

Upplýsingartexti til félagsmanna

Fækkun í túlkahóp SHH, ástæður eru veikindi, breytingar, ....

SHH reynir alltaf að útvega túlka eftir bestu megni

Verið að skoða að nýta sér túlkanema sem eru að fara að útskrifast í ,,léttari verkefni“ milli kl.15-17 með samþykki túlkanotanda.

Með þeirri leið að fleiri túlkar eru ráðnir í vinnu annars staðar sem gerir það að verkum að erfiðara verður að færa túlkunina til ef t.d verkefni fellur niður vegna einhverra ástæðna t.d veikindi kennara, forföll túlkanotanda og þess háttar.

Vonir bundnar við fleiri túlka sem útskrifast í vor.

Þar að auki fékk félagið fregnir af því að SHH hefði sótt um styrk í velferðarsviði í þjónustudeild fatlaðra og fékk úthlutað 450þús kr styrk í túlkun vegna menningar- og tómstundastarfa. Þarf að skoða það nánar með stjórn Fh.

Breytingar á neyðartúlk hafa tekið gildi, engin viðbrögð hafa borist nema að ákveðið að Karólína lögfræðingur verður tengiliður Fh við 112 vegna verkferla.

Upp kom staða í byrjun des að læknavaktin neitaði um að útvega túlk, skrifað var á blað að viðkomandi yrði að redda sér sjálfur. Lögfræðingur er kominn með málið í sínar hendur og vinnur með þetta.

Fundur með Forseta Íslands 9.des, tilvonandi ÍTM app var kynnt, rætt um stjórnarskrána og nýársávarp Forseta Íslands og túlkun.

Vinnufjörið gekk vel 30.nóv. Stefnumótunin tekin fyrir í árbyrjun og kynnt hana.

Fylgjiskjal - Skýrsla framkvæmdastjóra

Skýrsla framkvæmdastjóra 16. desember 2019

1. Happdrættissala endaði í 12.275 miðum. Erum betur að átta okkur á hvar happdrættið stendur í allri samkeppninni um styrki á markaðnum í dag.

2. Vel hefur gengið að afla styrkja vegna afmælisins og sérstaklega ÍTM appsins sem þegar er búið að fjármagna mestu eða um 2 milljónir. Auglýsingar í Döffblaðið eru að hefjast að fullu og mun standa út janúar 2020.