Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 21. maí 2019

Stjórnarfundur 21. maí 2019 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís og Anna Jóna

Ritari: Daði

Formaður óskaði bókunar þess efnis að Ingibjörg Andrésdóttir og Þórður Kristjánsson boðuðu forföll með kl. 16.25

1. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 næst ekki kláraður fyrir aðalfund sökum nokkurra ástæðna. Endurskoðandi leggur til að reikningur verði kynntur og samþykktur af stjórn þegar hann liggur fyrir og svo síðar fyrir félagsmönnum á næsta aðalfundi árið 2020 sé ekkert um alvarlegar athugasemdir að ræða í innihaldi reikningsins. Stjórn tekur reikninginn til skoðunar og metur þegar hann liggur fyrir.

2. Formaður kynnti vinnu stefnumótunar með fyrirtækinu Expectus og leggur til að skýrslan verði kynnt félagsmönnum 27. Maí kl. 17-20.30

Staða túlkamála hjá SHH áhyggjuefni en tveir túlkar hafa sagt upp og því um fækkun tulka í boði, Engin nýliðun auk aukinnar eftirspurnar á eftir að valda vandræðum. Hugmyndir SHH eru að auka fjartúlkun til að mæta aukinni eftirspurn og tillagan liggur fyrir að stofna rýnihóp í samstarfi við FH til að prófa og auka framboð og gæði fjartúlkunar. Verkefnið hefst 3. Júní og mun formaður FH vinna með SHH í skipun og eftirvinnslu rýnihópsins á verkefninu.

3. Félagsmaður óskaði eftir að fá að greiða ársgjald félagsins með jöfnum afborgunum til að eiga aðgengi á aðalfund félagsins. Sökum fyrri reynslu á slíkum hlutum var því hafnað enda um mjög hófleg ársgjöld að ræða og einnig sveigjanlega sem hefði átt að eiga sér stað fyrir aðalfundinn.

4. Kjörnefnd hefur verið og virðist óvirk fyrir aðalfund svo stjórnin óskar þess að fundarstjóri stýri kosningum til stjórnar og talningu og fái til sín aðstoð á fundinum.

5. Stjórnin hefur beint þeim tilmælum til framkvæmdastjóra að salur félagsins verði ekki leigður út til annarra viðburða er snúast um dagsetningar þekktra viðburða á vegum Félags heyrnarlausra eins og dag döff, afmæli FH eða dag ÍTM og þess háttar. Einnig á það við um helgar fyrir og eftir dagsetningarnar.

Fundi lokið kl. 17.25