Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 3. febrúar 2020
Stjórnarfundur 3. febrúar 2020 Kl. 15.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari: Daði
1. Fundargerð samþykkt og undirrituð
2. Skýrsla formanns: sjá viðhengi.
Formaður og framkvæmdastjóri hafa hitt forráðamenn SHH reglulega til að taka stöðu á málefnum túlka en mikill túlkaskortur er hjá Samskiptamiðstöðinni og hafa kvartanir borist félaginu vegna þess. Einnig höfum við hitt forráðamenn Túlka og tals og bárum saman bækur um ástæðu þess að svo margir túlkar eru hættir hjá SHH og hversu margir túlkar eru komnir yfir í T&T.
Dotti og Heiðdís hitta í næstu viku menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur ásamt lögmanni félagsins á fundi þar sem aðgengismál og textun á íslensku sjónvarpsefni verða rædd.
Úttekt á námi táknmálstalandi barna birt en hægt er að sjá skýrsluna á vef menntamálaráðuneytisins. Formaður þrýsti á Málnefnd um ÍTM til að fylgja málinu eftir.
Sáttmálinn um rétt allra til táknmáls verður undirritaður af forseta Íslands og ráðherrum og hagsmunaaðilum íslenska táknmálsins á Bessastöðum 11. Febrúar næstkomandi
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri kynnti rekstraráætlun ársins 2020. Fáeinar spurningar vöknuðu meðal stjórnarmanna og eftir umræður var ársreikningurinn fyrir árið samþykktur samhljóða.
4. Rætt var tilboð fyrirtækisins Doff.is um sölu á merktum margnota pokum í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Við skoðun á tilboðinu og mat framboðs slíkra poka á markaði og sölumöguleikum og vinnu í kringum söluna taldi stjórn þetta ekki skila félaginu ábata og áhættan þó nokkur við kaup á 300 stk. Var tilboðinu hafnað en með þeirri hvatningu að halda áfram að markaðssetja vörur, íslenska táknmálinu til góða.
5. Stjórn ákvað að einungis megi félagsmenn félagsins leigja salinn til samkomu og hátíðarhalda en ekki lána þá áfram til ættingja eða vina eins og verið hefur. Skerpa á ábyrgðir vegna tjóna.
6. ÍFH umsókn um styrk
Stjórn ÍFH lagði inn umsókn um styrk vegna búningakaupa í tilefni af Norðurlandamótinu í keilu í Finnlandi í sumar en 8 þátttakendur frá Íslandi verða á mótinu. Stjórn samþykkti að gefa hverjum og einum 5 penna að söluandvirði 15000 krónur sem þeir geta notað til kaupa á búningum.
7. DNUR
Tillaga kom fram að senda Mordekaí Elí sem fulltrúa á DNUR fundinn í Finnlandi í lok mánaðarins. Ákveðið að óska eftir skýrslu frá honum vegna ferðar á síðasta DNUR fund til að meta árangur fundanna. Heiðdís mun tala við hann.
8. Stefnuþing ÖBÍ er 27 og 28 mars. Auglýsa á áhuga meðal félagsmanna að sækja fundinn en FH á að senda 3 fulltrúa. Annars þarf að leita þátttakenda innan stjórnar eða starfsliðs til að sækja fundinn.
9. Í kosningu um mann ársins kom fram með miklum yfirburðum meðal félagsmanna hver yrði fyrir valinu og ekki ástæða meðal stjórnar að ræða þá kosningu neitt frekar. Kjörið birt á afmælishátíðinni.
10. Upp kom umræða meðal stjórnar hvort gera eigi það að fastri reglu að heiðra útvalda félagsmenn fyrir vel unnin störf fyrr og nú á t.d. 5 ára fresti er stærri afmæli eru haldin. Ákveðið var eftir umræður að útfæra tillöguna betur og ekki fékkst meirihluti til að byrja á því á 60 ára afmælishátíðinni.
11. Önnur mál:
-Hjördís Anna spurði hvort FH væri tilbúið að leggja til útgjöld vegna ferðar og uppihalds á þriðja fund WFD sem bættist við vegna stjórnarstarfa hennar í ráðinu. Hjördís vék af fundi meðan umræðan fór fram og var samþykkt að FH stæði undir útgjöldunum.
Fundi slitið kl. 17.30