Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 11. mars 2020
Stjórnarfundur 11. mars 2020 Kl. 15.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari: Daði
1. Fundargerð samþykkt og undirrituð
2. Skýrsla formanns: sjá viðhengi.
2.1: Formaður kynni ítarlega áherslur í vinnu vegna málstefnunnar
2.2: Formaður fékk framkvæmdastjóra til að upplýsa stöðu á vinnu við gerð ÍTM appsins. Hægur framgangur frá video og klippiteymi sem hægt hefur á verkinu. Unnið að áætlunum.
2.3: Félagið mun hvetja til staðlaðra upplýsinga frá Almannavörnum um Covid-19 veiruna á táknmáli inn á heimasíðu þeirra.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Óskar stjórn eftir að framkvæmdastjóri kortleggi þjónustu og starfsemi félagsins út frá tillögum um breytt starfsmannahald sem viðraðar voru á stjórnarfundi. Kynnt á næsta stjórnarfundi.
4. Undirbúningur aðalfundar að senda út fundarboð í tíma. Framkvæmdastjóri sér um. Tillaga með fundarstjóra var Bettý eða Guðmundur Ingason, ritari Árný Guðmundsdóttir. Farið var yfir dagskrá hefðbundinna aðalfundarstarfa.
5. EUD 15-17 maí í Zagreb. Ákveðið verður 10. apríl hvort fundurinn verði haldinn vegna faraldursins. Samþykkt af Heiðdís formaður fari á fundinn verði hann haldinn.
Önnur mál:
- Þórður Örn lagði fram spurningu um hvort hann hafi umboð til að sjá um næsta Döffblað í febrúar 2021 svo hann geti hafið gagnaöflun í tíma. Stjórnarmenn að Þórði frátöldum samþykktu það einróma.
- Hjördís vildi heyra stuðning FH að kosta ferð ef til aukafunda WFD í Bankok og Chicago yrðu haldnir í ár. Það var samþykkt af stjórnarmönnum að Hjördísi frátalinni.
- NJL á Íslandi í sumar er í óvissu vegna covide-19 ástandsins. Skoða lokafrest afbókunar á aðstöðunni á Laugavatni og heyra í Norðurlöndunum
- Formaður mælti með að stjórn FH sendi yfirlýsingu til RÚV þar sem táknmálstúlkaðir fréttafundir vegna veirunnar hefur verið táknmálstúlkaðir og fagna þessum framförum til frambúðar. Samþykkt.
- Huga að og hlúa að fólki okkar á vinnumarkaði þar sem einkennum “burnout” fer fjölgandi allt niður í 40 ára aldur. Bæta þarf valdeflingu og halda málstofu í haust. Fá aðila til að koma með framsögu á slíkum fundi. Heiðdís, Daði, Laila og Sigga Vala taka þetta mál.
- Skoða fréttir vikunnar: Heiðdís, Sigga Vala og Leszek
- Setja upp dagskrá mánaðarins fyrir Deild 55+ og senda út.
- Efling barnastarfs til skoðunar. Best væri að finna verkefnastjóra til verksins og gera markvissa áætlun. Heiðdís, Sigga Vala og Daði skoða.
Fundi lokið kl. 17.10
Fylgjiskjal - Skýrsla formanns
Skýrsla formanns 11.mars 2020
Undirritun WFD sáttmálans gekk vel, athöfn á Bessastöðum og góð þátttaka. Þeir sem tóku þátt voru, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðuneytið, Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðuneytið, Bryndís Guðmundsdóttir málnefnd um ÍTM, Heiðdís Dögg Fh, Kristín Lena SHH, Jón Atli HÍ, Hanna Leifsdóttir Skóla- og frístundasvið Rvk, Kristrún Hlíðaskóli, Guðrún Sólborg, Óskar menntamálastofnun og Margrét foreldrafélagið.
Búið er að láta skanna skjalið og afhenda mennta- og menningarmálaráðuneytið frumskjalið.
Fundur með Ásmundi vegna storybook appsins, verkefnið kynnt fyrir honum og Svandís var viðstödd. Ráðuneytið búið að styrkja verkefnið um 2 milljónir.
Döffblaðið kom út, mikið af efni og almenn ánægja á lesendum.
Afmælisárshátíðin gekk vonum framan og góð þátttaka var á hátíðinni.
Oliver Picoulut var viðstaddur á landi vegna Eramusar verkefnis við kennslu á táknmálsfræði- og túlkanemum og í því tilefni var hann með fyrirlestur um sína reynslu sem barn döff foreldra, hans sýn á CODA. Um 35-40 manns tóku þátt.
Fundur með Lilju, Milly og Þorvaldi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um textun á innlendu sjónvarpsefni. Heiðdís og Dotti fóru á fundinn fyrir hönd Fh ásamt Karólínu lögfræðingi Fh. Ákveðið að kalla saman vinnuhóp til að taka stöðuna, koma með tillögur að úrbætum, ábendingar ef þarf að gera einhverjar laga- og reglubreytingar.
Fundur með vinnuhópnum, viðstaddir voru Millý fyrir hönd MRN, Anna Þráinsdóttir og deildarstjóri yfir þýðingarvinnu RÚVs. Þær höfðu sett saman glærur um aðgengi, fóru yfir fyrirmyndir erlendis frá, tóku stöðuna á núverandi aðgengi hjá RÚV, fóru yfir það sem þau gera ekki, óska eftir stefnu í samráði við notendahópinn, fóru yfir skyldur skv. Fjölmiðlalögum, samning SÞ um réttindi fatlaða og að lokum létu þær okkur fá tölfræðigreiningu á aðgenginu texti og túlkun. Sjá viðhengi.
Málstefna um ÍTM, skipunarbréf frá MMRN þar sem formaður félagsins er skipaður formaður starfshópsins sem á að vinna að málstefnu um ÍTM. Nefndarmenn eru Rannveig Sverrisdóttir fyrir hönd HÍ, Kristín Lena Þorvaldsdóttir fyrir hönd SHH, Eyrún Ólafsdóttir fyrir hönd Fh, Björk Óttarsdóttir og Baldur Guðmundsson fyrir hönd MMRN.
Fyrsti fundurinn var 9.mars, farið yfir verkefnið sem bíður okkar, hvaða starfshætti við myndum nýta okkur, hvaða gögn við myndum styðjast við, hvernig við eigum að skipuleggja okkur og aðrir praktísktir hlutir voru teknir á fundinum. Stórt og krefjandi verkefni sem bíður hópsins og miklar vonir bundnar við að málstefnan muni marka stefnu í íslenska táknmálinu á Íslandi. Ath 2.1
Málefnd um ÍTM, skipunartímin rennur út í lok apríl. Félagið hefur ekki fengið bréf frá MMRN. Málið verður væntanlega tekið upp á fundi málnefndar 12.mars.
ÍTM appið enn í vinnslu, nánar um það á stjórnarfundi – Daði. Ath 2.2
Karalína lögfræðingur hefur samþykkt að vera fundarstjóri vegna umræðu um stöðu túlkaþjónustunnar á Íslandi, hver er staðan, hvað vilja notendur, hvaða afstöðu hefur félagið gagnvart túlkaþjónustunni, ef það á að vera einn staður sem stýrir þjónustunni hvar á hún að vera og fleira í þeim dúr. Þeir sem sinna túlkaþjónustinni t.d SHH, Túlkun og tal, Hlíðaskóli, HÍ, Sólborg og aðrir ásamt stjórn Fh verða á fundinum.
Stefnan að hafa NJL mót á Íslandi, 13-17 ára. Búið að auglýsa, frestur til 3.apríl að skrá. Umræða innan norðurlanda að hafa áætlun ef þarf að fella niður mót vegna veirunnar. Fær fólkið endurgreitt eða hvernig standa málin.
Vegna mikillar umfjöllunnar og umræðu um COVID-19 veirunnar þá hafa verið blaðamannafundir með táknmálstúlki, kvöldfréttir með táknmálstúlki og fundur ríkisstjórnar. Fögnum þessum skrefum. Ath. 2.3
Fylgjiskjal - Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra
- Sala happdrættis farin af stað – nýir sölumenn lofa góðu. Markmið er 14000 miðar plús en með fyrirvara um Corona vírusinn. Nokkrir þora ekki að opna dyrnar.
- Undirbúningur fyrir ársreikning FH hafin. Reikningur skal tilbúinn vel tímanlega fyrir 28. maí(áætlaðan aðalfundardag)
- Uppgjör og frágangur vegna afmælishátíðar, útgáfu og annarra uppákoma lokið.
- Endurskoðun á starfsmannahaldi, hlutverkum og áherslum er gott að skoða fljótlega. Fólk að lenda í veikindum því álag mikið og því mikilvægt að skoða og meta hlutverk einnig vegna þjónustuþátta og raunhlutverks Félags heyrnarlausra. Þá er framkvæmdastjóri að skoða styttingu vinnudags m.t.t. afkastagetu og kynnti hugmyndir fyrir starfsfólki þó einungis hafi verið um kynningu á árangri slíkra breytinga á vinnumarkaði og hvað þetta gæti haft í för með sér fyrir FH.