Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 21. apríl 2020

Stjórnarfundur 21 apríl 2020
Kl. 13.00
Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari: Daði

1. Aðalfundur
2. Stefnumótun
3. Starfsmannamál – hlutverk og þjónusta þess
4. Önnur mál

1. Áður ákveðnum aðalfundi þann 28. maí 2020 verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tillaga var lögð fram að halda fundinn fimmtudaginn 17. september samþykkt samhljóða.

2. Formaður fór yfir samantekt stefnumótunarvinnunnar frá 2019 og hvert skuli haldið árin 2020-2025. Formaður tekur saman breytingatillögur og athugasemdir sem lagðar voru fyrir á fundinum og kynnir í nýrri samantekt. Samþykkt.

3. Tillögur framkvæmdastjóra um hlutverk og þjónustu FH og starfsmanna þess kynnt fyrir stjórn og rædd. Eftir umræður voru tillögur framkvæmdastjóra samþykktar. 

4. Önnur mál:

- Tilmæli komu frá stjórn ef happdrættissala hefst að nýju frá 4. maí þegar samkomubanni verður aflétt skuli happdrættissala á netinu hætt með öllu og hefðbundin sala tekin upp.

- Skerpa skal aðkomu FH vegna fyrirspurna erlendra ríkisborgara er vilja búa og starfa á Íslandi. Framkvæmdastjóri og formaður vinna að skýrari aðgengisupplýsingum fyrir fólk að nálgast

Fundi lokið kl. 15.50