Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 16. júni 2020.

Stjórnarfundur 16. júní 2020

Kl. 15.00
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Eyrún og Uldis
Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar
2. Skýrsla formanns
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
4. Árskýrsla stjórnar 2019-2020
5. Ársreikningur 2019, Drög reiknings send til yfirlestrar
6. Málnefnd um ÍTM, ósk um tilnefningar frá Fh
7. Beiðni frá SHH vegna aðgengis að myndböndum hjá Borgarskjalasafninu
8. Önnur mál
Tilkynning frá formanni.Þórður boðaði forföll stuttu fyrir stjórnarfund

1. Fundargerð undirrituð án athugasemda

2. Skýrsla formanns

EUD fjarfundur.

EUD fjarfundur var í lok maí. Stjórn EUD skipulagði fundi með fulltrúum aðildarlanda EUD og búið var að skipta þeim í hópa. Ísland tók þátt á fundi með Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Litháen og Léttlandi. Á fundinum var rætt um breyttar aðstæður vegna heimsfaraldursins COVID-19, bæði jákvæðar breytingar og eins neikvæðar. Nefna má jákvæðar breytingar eins og aukin aðgengi að fréttatímum með túlk, aðgengi að túlk 24/7 eða aukin aðgengi, fjartúlkun aukin, sýnileiki táknmálsins aukinn meðal annars vegna blaðamannafunda og aðgengi að efni um COVID-19 en þó ekki hjá öllum eins og má sjá hjá síðunni www.covid.is sem er með ÍTM. Neikvæðu áhrifin voru meðal annars að einmanaleikinn jókst, kvíði og þunglyndi vegna einangrunnar og þá sér í lagi hjá þeim hópum sem er ekki tæknilega sinnaður eins og aldraðir og fólk með geðraskanir. Einhverjir könnuðust við andlát á meðal Döff vegna Covid-19. Næstu umræður snérust um hvernig EUD gæti stutt við aðildarlöndin á tímum sem þessum, rætt um fyrirhugað aðalfund EUD sem átti að vera í vor en var frestað til nóvember. Meirihlutinn var samþykkur að fylgjast með almannavörnum í hverju landi því ástandi er mismunandi í hverju landi og eins með sóttkví og opnun landamæra og frekar að fresta aðalfundi aftur ef staðan í óljós. Tillaga var að skipuleggja Webinar og nokkrar tillögur komu meðal annars um umræðuefni. Tillaga frá Íslandi var meðal annars að ræða nánar um rétt döff til túlks, t.d ef túlkur neitar að túlka í vissum aðstæðum hver er réttur döff? Eins líka með hvernig má mæla gæði túlkunnar. Búið að boða til fyrsta Webinar fundarins sem verður föstudaginn 19.júni.

Starfshópur um málstefnu um ÍTM.

Félagð á tvo fulltrúa í starfshópunum. Hópurinn er búinn að hittast núna 2x og aðrir í hópnum hafa hist oftar. Vinnuborð er á vefnum þar sem hver og einn er með sitt verkefni. Næstu skref eru fundir með viðmælendum sem hafa áður unnið með málstefnu um íslensku og breytingar á henni til að fá reynslu og þekkingu frá þeim.

Málnefnd um ÍTM

Nefndin lauk sínum skipunartíma í lok apríl, búið er að skila skýrslu fyrir starfstímabilið og á ÍTM. Hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu málnefndar um íslensku. Félagið bíður eftir skipun nýrrar málnefndar um ÍTM frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vonast til að það verði gert á næstunni. Sjá nánar umræðu um skipun í málnefnd um ÍTM í fundardagskránni.

Umsagnir og ályktanir

Félagið sendi frá sér umsögn vegna reglna um innritun og útskrift nemenda á táknmálssviði í Hlíðaskóla. Minnisblað frá skóla- og frístundassviðs Rvk.borgar lá fyrir þar sem tillaga er að setja saman reglur um innritun og útskrift nemenda á táknmálssviði og óskað var eftir umsögn eða ábendingum frá félaginu. Tíminn var knappur svo formaðurinn tók þá ákvörðun að senda umsögn þar sem þakkað var fyrir að leita til félagsins og að félagið hvatti skóla- og frístundasvið ásamt menna- og menningarmálaráðuneytinu að bíða með reglurnar þar til málstefna um íslenska táknmálið væri tilbúin.

Drög að stjórnskipunarlögum, félagið sendi umsögn með ábendingum um að hafa íslenska táknmálið í greinargerð stjórnskipunarlaga. Hægt er að sjá umsögnina á heimasíðu samráðsgátts eða hjálagt með skýrslu formanns.

Drög að fjarskiptalögum, félagið hefur lengi barist við að fá reglum um fjarskiptaþjónustu breytt til að geta tryggt myndsímatúlkaþjónustu. Þrátt fyrir fundi og greinargerðir um hvað þyrfti að gera til að fá þessu breytt má sjá að í drögum að fjarskiptalögum hefur ekkert tillit verið tekið til ábendinga félagsins. Félagið sendi umsögn í samstarfi við lögfræðing félagsins og mun fylgja þessu fast eftir.

Tillaga Flokk fólksins um að láta táknmálstúlka borgarstjórnarfundi og ábending frá aðgengishóp Rvk.borgar um hvort fjármunum væri betur varið að láta texta fundina frekar og ósk um ábendingu frá félaginu. Félagið fagnaði tillögu Flokk fólksins vegna aðgengis og með lög um íslenska tungu og íslenska táknmálsins í hugaog tók fram að það væri ekki í höndum félagins að forgangsraða aðgengismálum og það væri ekki hægt að stilla félaginu upp við vegg til að svara hvort fjármunum væri betur varið að texta frekar en túlka.

Svæðisstjórn samband sveitarfélaga höfuðborgarsvæðsins.

Fulltrúar félagsins áttu fund með svæðisstjórum þjónustu og velferðarsviðs sveitarfélaga höfuðborgarsvæðsins. Rætt var um tillögu félagsins að tryggja stöðu félagsráðgjafa og aðgengi þjónustuþega að félagsráðgjafa sem hefði þekkingu á mál- og menningarsamfélagi þeirra sem reiða sig á ÍTM í tjáningu og samskipta ásamt að geta átt bein samskipti við skjólstæðinga á þeirra tungumáli. Tillagan fékk jákvæðar undirtektir og mun í haust ásamt fulltrúum svæðisstjórnarinnar skoða og vinna með tillöguna nánar.Ath #2: Hjördís lagði fram tillögu um orðalagsbreytingar vegna útskriftar nema á táknmálssviði svo skýra megi betur hlut döff um sérskóla. Skýrsla samþykkt.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

Skýrslan byggist á samantekt stöðu og heilsufarsmerki Félags heyrnarlausra eftir Covid-19 faraldurinn tímabilið 15 mars til 15. Júní.

Til að gefa okkur mynd af áhrifum faraldursins á Félag heyrnarlausra þá má nefna tvö samtök sem hafa mjög tilfinnanlega orðið fyrir djúpstæðum áhrifum vegna faraldursins. Eru það SÁÁ og FH, bæði virk félög, en ólík þó sem stunda þjónustu og rekstur umfram það að vera hagsmunagæslufélag eingöngu. Þegar samkomubannið var sett á þurftu Félag heyrnarlausra með vorhappdrættið og SÁÁ með álfinn sinn að draga úr sölu eða alfarið hætta við. Þetta hefur markað djúpstæð áhrif á rekstur beggja sem við þekkjum vel. Ákvað félagið að nýta sér niðurfærsluleið stjórnvalda þar sem ljóst var að tekjur félagsins hefðu lækkað um 75% og setja flesta starfsmenn í 25% starfshlutfall í 2 mánuði en tryggja þó að starfsfólkið hafi ekki orðið fyrir nettó tekjutapi. Hefur framkvæmdastjóri útskýrt ástæðu félagsins fyrir þessari leið fyrir ráðamanni í félagsmálaráðuneytinu.

Vorhappdrættissölu var hætt um leið og samkomubann var sett á seinnipartinn í mars og 5 erlendir sölumenn sendir heim. Félagið gaf íslenskum sölumönnum tækifæri á að spreyta sig í markaðssetningu og selja áfram miða á netinu. Sú sala skilaði mjög litlu(40-50 miðum) en þó var reynt. Þegar samkomubannið var sett á var salan komin í 3.800 miða tæpa sem var sala á áætlun. Þegar samkomubanni var aflétt 4. maí síðastliðinn var ákveðið að hleypa af stað sölunni að nýju. Þá voru engir erlendir sölumenn og rúmur einn dýrmætur mánuður farinn af sölutímabili okkar sem er 3 mánuðir. Kallaðir voru til áhugasamir félagsmenn sem vildu selja og var keyrt á 7 manns sem reyndu eðlilega mismikið að selja en aðrir voru feikna duglegir. Endaði heildarsala vorhappdrættisins í rétt tæplega 8.000 miðum sem ég ætla að fagna ógurlega miðað við þessar aðstæður sem covid-19 hefur sett þjóðfélagið í. Er ég ánægður með að félagið hafi ekki hætt og gefist upp, heldur haldið okkur á tánnum og stokkið til strax og tækifærið gafst.

Þetta gerir það að verkum, þó töluvert tekjutap hafi orðið hjá félaginu þá hafi ekki þurft að sækja í varasjóð félagsins enn sem komið er og er það mjög ánægjuleg niðurstaða. Stefnum við á hausthappdrættissöluna á fullu afli, stefnan er að byrja í kringum 20 ágúst og vera snemma á ferðinni með okkar kröftuga alþjóðlega sölulið og tryggja áframhaldandi sterka stöðu og þjónustu FH.

Annað:

Starfsfólk FH mun undirbúa vel afgreiðslu lífeyrisréttinda hjá fólki fæddu 1955 en töluverður fjöldi þeirra fer af örorku á eftirlaun á þarnæsta ári og þurfa ráðgjöf varðandi útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar fyrir árslok næsta árs án þess að lenda í miklum skerðingum á réttindum sínum.

 Skýrsla samþykkt.

4. Rennt var í gegnum ársskýrslu stjórnar með umræðum um skýrsluna og athugasemdum sem stjórn kom með til formanns sem mun bæta við og laga eftir þörfum. Skýrslan birt á heimasíðu fyrir aðalfund.

5. Ársreikningur lauslega kynnt og rennt í gegnum lykiltölur hennar. Skýrslan verður svo kynnt stjórn af endurskoðendum félagsins til samþykkis fyrir aðalfundinn í September.

6. Menntamálaráðuneytið spurt hvort Heiðdís sé tilbúin að taka að sér formennsku í Málnefnd ÍTM. Heiðdís óskar álits stjórnar en taki hún formennsku starfar hún sem formaður á vegum menntamálaráðherra. Heiðdís staðfesti áhuga sinn á að taka við formennsku og mikilvægi þess að döff stýri nefndinni. Eins þarf að finna fulltrúa FH í nefndina og komu nöfn tveggja félagsmanna.

7. Stjórnin gaf leyfi til að SHH geti skoðað myndbönd félagsins hjá Borgarskjalasafni sem gætu varpað ljósi á þróun kennslu á íslensku táknmáli.

8. Önnur mál:

-Formaður lagði fram mögulegt kærumál sem félagið myndi sækja fyrir hönd félagsmanns sem sótti um starf en var svo synjað eftir í ljós kom að viðkomandi var döff. Lögmaður félagsins telur að kærunefnd jafnréttismála gæti verið réttur vettvangur til að sækja málið. Stjórn samþykkti málsóknina.

-Tekin fyrir kvörtun Túlka og Tals vegna ójafnræðis sem þau töldu sig vera fyrir að túlkalisti þeirra sæti ekki jafnræði á við túlkalista SHH þegar slíkir listar eru sendir til 112 þegar útkallslistar eru skráðir á hverjum mánuði. Lögmaður félagsins var fenginn til að athuga þetta og kom í ljós að um misskilning var að ræða og það á ábyrgð T&T að skila inn listum til 112 en ekki í gegnum SHH.

Formaður upplýsti að allir formenn stjórna á Norðurlöndunum greiddu félagsgjöld til WFD í gegnum félög sín sem félögin greiða. Lagt var til að slíkt hið sama yrði gert hér og var samþykkt að greiða um 50Eur pr mann.

Kvartanir hafa borist til félagsins vegna auglýsinga sem borist hafa félagsmönnum frá fyrirtækjum í einkaeigu í eigu döff. Það er mat fólks að póstkerfi og upplýsingasíða félagsins á ekki að vera markaðsafl fyrir fyrirtæki og vísar á Döffblaðið sem selur auglýsingar. Niðurstaðan er þó að visa málinu til umræðu á aðalfundi og fá niðurstöðu félagsmanna.

Fundur WFD sem vera átti í Chicago 30. júní næstkomandi fellur niður og verður haldinn netfundur í staðinn.

Hjördís sat fund um hugmynd að gera hjálparlínu fyrir gegn fötluðu fólki sem sett verður á fót á vegum félagsmálaráðuneytisins. Vantar jafningjafræðslu. Spurning hvort þetta gæti gefið tækifæri á að setja á stofn hjálparlínu fyrir döff og sækja styrki í þessa sjóði. Sjálfsagt að skoða betur.

Fundi lokið kl. 17.30