Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 15.september 2020
Stjórnarfundur 15.
September 2020 kl. 16.30
Mættir: Heiðdís,
Hjördís, Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari Daði
1. Jón Rafnar endurskoðandi Deloitte kom og kynnti ársreikning félagsins fyrir stjórnarmönnum.
-endurskoðandi kom með ábendingar að framkvæmdastjóri samþykkti útgefna reikninga á félagið með undirritun sinni á reikningana.
-Sundurliða skal betur reikningsliði vegna fjáraflana. Hafa fleiri reikningslykla.
Ársreikningur samþykktur og undirritaður af stjórn fyrir aðalfundinn.
2. Umræður spunnust um tillögur að lagabreytingum frá félagsmönnum hvernig þær skulu lagðar fram og þeim svarað á fundinum. 3 tillögur lagðar fram af formanni og þær ræddar sem og orðalag hverrar tillögu fyrir sig. Málið rætt og samþykkt af stjórn.
3. Tillaga um samráðsvettvang sem lagt fram á aðalfundi rædd. Stjórn hefur vald til að sinna sínu lýðræðislega starfi og samráðsvettvangur eigi sér ekki stoð. En öllum sé frjálst að leggja fram tillögur á aðalfundinum. Aðrar breytingatillögur voru einnig ræddar og var samþykkt að þeim svarað öllum í einu í stað þess að taka hvert mál fyrir sig til umræðu.
4. Rædd var staða formanns sem launamanns hjá Félagi heyrnarlausra. Stjórn félagsins styður einróma að starfsemi formanns skuli haldið áfram með óbreyttu sniði.
5. Farið var yfir orðalag stefnumótunar félagsins og hún samþykkt af stjórn til birtingar á aðalfundi.
6. Hjördís gagnrýndi harðlega aðkomu einkaaðila að hagsmunamálum félagsins sem það hefur staðið fyrir við ráðuneyti landsins og virðist hafa komið upp. Ákveðið var að upplýsa félagsmenn um málið í öðrum málum á dagskrá aðalfundar.
Stjórnarfundi lokið kl. 18.10