Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 24. nóvember 2020

Stjórnarfundur 24. nóvember 2020 kl. 16.30
Zoomfundur
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari Daði

1. Skýrsla formanns
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Bóka samþykki stjórnar vegna beiðni MÍT um samstarf vegna stöðu táknmáls í norðurlöndum.
4. Snorra verkefni, sjá bréf frá Bryndísi Víglundsdóttur
5. Félagsstarf Fh á tímum Covid
6. Dagur ÍTM – samstarfsverkefni
7. Önnur mál

1. Skýrsla formanns kynnt

· Kæra til jafnréttisnefnd vegna atvinnu, félagið búið að senda athugasemdir vegna greinargerðs stefnanda. Nú er málið aftur hjá nefndinni og við bíðum niðurstaðna. Lögfræðingur félagsins notaði meðal annars úrskurð MDE/mennréttindadómstóls vegna kæru í Svíþjóð þar sem döff atvinnuumsækjandi var ráðinn í vinnu en dregið til bara vegna túlkakostnaðar.

· RÚV, samtal við RÚV vegna mögulegrar breytingar og stefnu þeirra. Formaður útskýrir nánar á stjórnarfundi.

· Málnefnd um ÍTM, tveir fundir hafa verið. Einn staðfundur og annar fjarfundur. Málnefndin þarf að skoða betur rekstur málnefndar og samstarf við SHH eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Engin niðurstaða enn komin. Tillaga á málnefnd að skipuleggja online/ netviðburð í tengslum við dag íslenska táknmálsins.

· Vinnuhópur vegna málstefnu um ÍTM, er komin vel á veg en á þó nokkuð eftir og er ósk hópsins að fá tækifæri til að kynna fyrir málsamfélaginu verkefnið og fá þeirra viðbrögð áður en skýrslunni verður skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

· Fundur með starfshópi hjá SFS/Skóla og frístundasviði Reykjavíkur um hvernig má bæta táknmálsumhverfi barna í leik- og grunnskóla. Formaður var boðinn á fund þar sem lagt var áherslu á mikilvægi að forgangsraða og skipuleggja starf í kringum börn með íslenska táknmálið í forgangi.

· Aðalfundur ÖBÍ, Heiðdís, Hjördís og Daði sóttu aðalfund hjá ÖBÍ. Nokkrar lagabreytingar og nýjir fulltrúar í stjórn ÖBÍ.

· Netþing hjá EUD, þar sem rætt var meðal annars um málefni tengt Covid-19, eins og aðgengi að túlk, upplýsingum, velferð aldraða, félagsleg einangrun og fjarnám. Annað Netþing var skipulagt fyrir stuttu þar sem rætt var um táknmálstúlkun í sjónvarpi. Aðalfundur EUD verður á netinu 12.desember, þar verður einn aðalfundarfulltrúi frá hverju aðildarlandi.

· DNR fundur, fjarfundur 6.-7.nóvember. Heiðdís og Hjördís tóku þátt, rætt var almennt um stöðuna í hagsmunamálum í norðurlöndum ásamt hvernig Covid hefur haft áhrif á stöðu Döff í norðurlöndum. Stefna að hafa DNR fund 2.-3.maí í Kaupmannahöfn og síðan haustið 2021 í Stavanger vegna menningarhátíðar sem á að vera 2022. Gestir fundar voru Mette Bertelsen sem kynnti samstarfsverkefni hjá norrænu málnefndinni, TegnTube og Hanne Kvitvær sem kynnti stöðu mála á undirbúningi norrænu Menningarhátíðarinnar sem á að vera 2022.

· Stjórn SHH fjarfundur var þann 16.nóvember þar sem rætt var um ársskýrslu SHH 2019, rekstur SHH 2020 og rekstraráætlun 2021. Samþykkt var að stjórn muni senda mennta- og menningarmálaráðuneytinu bréf til að ítreka mikilvægi á hækkun á gjaldskránni sem hefur verið óbreytt í fjöldamörg ár.

· Tvær umsagnir til Alþingis, vegna frumvarps til laga um fjarskipti (í 3ja sinn) og frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nýja stjórnarskráin sem fleiri þúsundir hafa skrifað undir.

· RÚV textun, TIRO. Í samræðum við RÚV fengust þær upplýsingar að sjálfvirka talgreiningin fyrir íslenskt talmál yfir í íslenskan texta væri ekki gerlegt vegna skorts á mannskap og fjármuni. Þau hafa átt samtal við Tiro, en geta ekki nýtt sér þetta nema að fá aukin mannskap eða fjármagn til að koma textanum í spilarana. Þau hefðu viljað geta komið þessum texta yfir í sjónvarpsútsendingar en það kostar 50 þús dollara í stofngjald og svo mínútugjald eftir það. Ef ráðuneytið er tilbúið að taka þátt í þessu þá er RÚV tilbúið. Tæknimaður hjá RÚV er búinn að skoða talgreininn hjá Tiro, er að mörgu leyti góður en ekki fullkominn. Þeir eru fljótari að skrifa textann upp sjálfir, mikill tími sem fer í að leiðrétta Tiro-textann og stundum fer hann í rugl. RÚV vonast til að geta notað þetta t.d fyrir vefinn með beinum útsendingum eins og Silfrið og Gísla Martein. Formaður tekur þetta til skoðunnar með baráttunni vegna textunnar, fundur í febrúar og mars fyrir Covid-19 og þarf að taka stöðuna og halda áfram með þetta.

Athugasemd við skýrslu formanns: Hjördís:  spyr um textunarforrit fyrir RÚV

HE: Segir forritið hafa verið prófað m.a. hjá Gísla Marteini en það henti samt ekki RUV til textunar. Það er starfandi lítill hópur sem er að skoða málefni textunar og spurning að lögfræðingur FH fylgi málinu eftir hver næstu skref verði. Það m.a. ræðst af stofnkostnaði viðforrit sem ekki er á fjárhagsáætlun RUV. Ekki er á hreinu hvað til er af talgervlum sem gætu leyst textunarmál í beinni útsendingu eðlilegt að FH sem hagsmunaðaðili döff fylgi málinu eftir og tryggi aðgengii að textun á íslensku efni
nokkrum vikum síðan var talað um táknmálsfréttir hver staðan þar - tekið I öðrum málum
Komin tími til að endurskoða táknmálsfréttir og táknað efni á RUV eftir 40 ár með sama sniði og meta hvað er nýtist mtt til fjármagns ofl. mikill niðurskurður hjá rúv eins og sjá má í fréttum
Eyrún: það verður að tryggja aðgengi döff á að flytja fréttaefni á rúv ekki bara túlka
HE aðgengi að íslensku tv efni í gegnum podcast eins og barnaefni ofl gæti verið flutt af döff en þetta þarf allt að skoða

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

Rekstur og staða:

Rekstur þessa árs er búinn að vera mikill rússibani vegna veirunnar og minnkandi tekna vegna happdrættis. Á móti höfum við eflt styrktarumsóknir okkar og er framkvæmdastjóri mjög ánægður með raunstöðuna miðað við það sem búið er að ganga á. Ekki hefur þurft að ganga á varasjóð félagsins og bundin er von að þess þurfi ekki þó svo tæpt geti verið á rekstrinum í febrúar og mars. Nú hefur það komið félaginu vel að vera sterkt fjárhagslega til að mæta þessum áföllum og mun félagið koma sterkt út úr ástandinu miðað við áætlun og mat framkvæmdastjóra.

Umsóknir og samningar við ríki og borg staða:

Á haustmánuðum eru ávallt gerðir nýir samningar við félagasamtök. Þar sem FH er ekki á fjárlögum þá þurfum við að senda inn umsóknir í verkefni og var sótt um styrki í eftirfarandi verkefni:

Félagsmálaráðuneytið:

Á síðasta ári fékk félagið 9 milljónir króna en 11 milljónir mörg þar árin á undan. Styrkir þessir hafa mest verið eyrnamerktir atvinnumálum og eftirfylgni við þau. Félagið hefur að auki sóst eftir frekari styrkjum vegna félagsmála, velferðarmála og annarra mála sem félagið veitir þjónustu í á táknmáli, þjónustu sem kerfið býður ekki upp á eins og ráðgjöf og aðstoð félagsmanna auk liðveislu.

Heilbrigðisráðuneytið:

Umsókn í hin ýmsu geðheilbrigðisverkefni, teymisvinnu, viðtöl og slökunarmeðferðir sem félagið hefur þróað í gegnum árin og vill halda áfram eftir fremsta megni. Félagið fékk 1 milljón vegna flotmeðferða í styrk í fyrra og hefur verið sótt um frekari styrkveitingu í það sem og hin verkefnin.

Reykjavíkurborg:

Á síðasta ári fékk félagið 3 milljónir króna í málefni liðveislu, CODA verkefna og samskipta við stofnanir borgarinnar í formi upplýsingagjafar og fræðslu. Félagið sótti um rúmar 8 milljónir í hin ýmsu verkefni sem félagið sinnir en ætti heima undir félagsþjónustunni s.s. málefni aldraðra, liðveisla, CODA, málefni útlendinga o.fl.

Hausthappdrætti staða:

Happdrættissalan byrjaði vel og ákveðið var að fá 3 erlenda sölumenn(oftast 4) hingað til lands. Eftir hertar samkomuaðgerðir seinnipartinn í október var sölu hætt og erlendum sölumönnum gefin kostur á að fara strax heim eða bíða til 18 nóvember(á eigin ábyrgð) þar sem endurskoða átti samkomutakmarkanir. Sala var þá komin í tæpa 7 þúsund miða. Einn ákvað að fara heim og tveir vildu bíða og eru þeir að selja nú þegar takmörkunum var aflétt 18 nóv. ásamt íslenskum sölumönnum. Félagið lét gera merktar andlitsgrímur með logo FH til að merkja fólkið betur og sýnasamfélagslega ábyrgð. Dregið verður 7 desember og vonumst við til að enda í um 10 þúsund miðum sem er mjög gott m.v. aðstæður.

Þjónusta við félagsmenn á tímum covid:

Félagið hefur sinnt vel þjónustu sinni við félagsmenn og hafa þeir sem aðstoð þurfa ávallt fengið þjónustu, annað hvort í gegnum messenger eða á bókuðum tímum með ráðgjafa eða starfsmanni FH.

Fjárhagsáætlun næsta árs:

Framkvæmdastjóri hefur ávallt birt fjárhagsáætlun næsta árs í kringum áramót og mun gera það einnig nú. Möguleiki er að áætlunin verði kynnt stjórn í janúar þegar skýrari tímasetningar eru komnar með bóluefni, tímasetningar happdrættissölu m.m.

ÍTM app og gjöf til landsmanna:

Útgáfa ITM appsins hefur seinkað vegna tæknilegra útfærsluatriða sem laga þurfti til að útlit og orðalag appsins sé sem best. Sigríður Vala er verkefnastjóri appsins og vinnur að síðustu leiðréttingum svo hægt sé að opinbera það.

Staða og ástand félagsmanna og félagsleg verkefni inn í framtíðina:

Við starfsfólkið höfum rætt ástand félagsmanna í covid ástandinu og hefur það komið okkur á óvart hvað jafnaðargeð og andlegt ástand fólksins er gott. Má vera að reynsla döff í einveru geri það að verkum að breytingarnar séu ekki eins miklar hjá döff – við vitum það ekki.

Aftur á móti langar félaginu, þegar sól rís að nýju og fólk geti farið að hittast að félagið skapi jákvæða og uppbyggilega dagskrá á félagslegum tónum. Þar sem þetta er ekki að fara að gerast fyrr en bóluefni eru komin í dreifingu þá er spurning hvort hugmyndir getir verið að því að búa til vv eða annað skemmtiefni og setja inn á fésbókarsíðu félagsins til að létta fólki lundina.

Samverustund fyrir jól:

Eins og oft þá er stefnt að hittingi með starfsfólki og stjórn fyrir jólin. Sökum ástandsins þá verðum við að meta það þegar innar í desember dregur hvort og hvenær það gangi upp.

Ath.semd vegna skýrslu framkvæmdastjóra. Dotti spyr hvort salan sé svipuð nú og fyrir ár í miðafjölda? Nei meðalár er 24-28.000 miðar en við endum sennilegast í 17-18.000 miðum vegna coronaveirunnar.

Eyrún spur um ITM appið. Heiðdís svarar að tækileg atriðið til að fullkomna appið séu í vinnslu ot styttist í lok þess og það verði opninberað.

3. Beiðni komið frá málnefnd um ÍTM vegna Norðurlandaverkefnis að FH komi að svörun málefna um réttindi döff sem formaður óskar stuðnings stjórnar að FH kosti lögfræðing til að svara fyrirspurnum. Það hefur áður verið samþykkt en nú lagt fyrir á fundi og var samþykkt formlega.

4. Snorra verkefnið

Bréf barst frá Bryndísi Víglundsdóttur, fulltrúa í Snorra verkefninu en frá 2017 þá hefur FH verið viðloðandi Snorra verkefnið. Nú hefur beiðni komið frá nefndinni að FH taki við og kosti verkefnið sem snýr að því að finna vestur íslenska döff. Umræðan tekin meðal stjórnar og spyr Hjördís um fjármögnun og kostnað við verkefnið sem einnig myndi falla á ábyrgð FH. Mat stjórnarmanna að tímaskortur valdi því að neinn innan stjórnarinnar hafi tíma né bolmagn til að taka verkefnið að sér svo vel megi vera og telja í núverandi árferði að stjórn eigi að einblína á verkefni hér innanlands. Beiðninni er því hafnað. Framkvæmdastjóri fenginn til að svara niðurstöðu stjórnar til Bryndísar.

5. Félagsstarf FH og döff

Formaður kynnti tillögu að gerð mynd/skemmtiefnis sem birta á á fésbókarvef félagsins fyrir jól. Markmiðið er að lyfta upp móralnum meðal félagsmanna með skemmtilegu og jákvæðu efni. Formaður lagði til að talað yrði við Hönnu Láru sem verkefnisstjóra verkefnisins og var það samþykkt.

6. Dagur ÍTM 11 febrúar 2021

Formaður minnir á að hún sitji einnig sem formaður málnefndar ÍTM svo þess sé gætt að hlutverk hennar er tvíþætt í þessu máli. Málnefnd hefur óskað samstarfs FH um að fá aðstöðu til upptöku í studio félagsins lánaða endurgjaldslausa til upptöku á efni í tilefni dags ÍTM. Einnig spyr formaður hvort stjórnarmenn séu eða vilji koma með tillögur að dagskrálið í tilefninu. Formaður biður stjórnarmenn að leggja höfuðið í bleyti t.d. sýningu, upptökur eða annað skemmtilegt. þið getið alltaf lagt fram tillögur með staðsetningu, aðstöðu og spurning hvort FH verði með atriði eða fái erlendan gest

7. Önnur mál:

Uldis – Spyr um samskipti milli Sólborgar, HTÍ og foreldra vegna kröfu félagsins og foreldra að íslenska táknmálið sé trygg að fullu í umhverfi döff barna í Sólborg. Hver er staðan?

Heiðdís svarar: Sent hefur verið bréf til Sólborgar af hálfu foreldra og lögfræðingur FH endurskrifaði og sendi undirritað fyrir hönd foreldranna. Lögfræðingur FH er að meta og skoða svar Sólborgar sem er að innihaldi teygt og innihaldslítið. Málið er í vinnslu með frekari samskipti.

Varðandi samskipti um þjónustustig HTÍ gagnvart döff þá sendi FH bréf með áminningu um skyldur HTÍ. ekkert svar hefur borist enn við bréfinu frá HTÍ en áminning verður send innan fárra vikna ef ekki berst svar.