Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 12. janúar 2021

Stjórnarfundur 12. Janúar 2021 kl. 16.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Kristinn Arnar, Eyrún og Uldis
Ritari Daði

1. Skýrsla formanns
2. Skýrsla framkvæmdastjóra(rekstraráætlun 2021)
3. Sólborg
4. Afmæli FH 11. febrúar
5. Verkefni framundan
6. Önnur mál

1. Skýrsla formanns kynnt:

Stjórnarskráin

Tvær umsagnir vegna stjórnarskráarinnar

Nýja stjórnarskráin sem lýðveldið hefur óskað eftir var opin fyrir umsögnum í lok nóvember. Félagið sendi umsögn byggða á stjórnarskrá sem forsetisráðuneytið byrjaði með og félagið fór á fund í des 2019.

Stjórnarskráin sem forsætisráðuneytið gerði var líka til vinnslu hjá nefnd Alþingis og opið var fyrir umsögnum. Félagið sendi umsögn byggða á umsögnum sem félagið sendi jan 2020 og júni 2020.

Sólborg

Foreldrar sendu bréf á stjórn Fh haustið 2020 og óskuðu eftir aðstoð við að tryggja betur táknmálsumhverfi barns sem reiðir sig á ítm í Sólborg. Stjórnin samþykkti beiðni og formaður ásamt lögfræðingi setti saman stefnu með málið. Fyrst var að fá skriflegt svar frá Sólborg um þeirra afstöðu gagnvart þjónustu þeirra til barnsins og foreldranna. Svar barst í nóvember, að mati lögfræðings Fh er skólinn ekki að mæta óskum og þörfum barnsins. Sjá neðan

Eftirfarandi gögn og álit lögfræðings:

 1. Bréf dags. 14. október 2020, frá foreldrum til leikskólans Sólborgar.
 2. Svarbréf leikskólastjóra Sólborgar, dags. 3. nóvember 2020.
 3. Viðbrögð foreldra við svarbréfi, dags. 12. nóvember 2020.
 4. Viðbrögð formanns Fh við svarbréfi, dags. 30. nóvember 2020.

Álit lögfræðings: Blasir við að það þarf að taka þetta lengra. Sú þjónusta sem veitt er á leikskólanum er í engu samræmi við réttindi barnsins. Ég er búin að vera að grúska mikið í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem hefur lagagildi hér á landi, í tengslum við NTN-verkefnið sem Richard Sahlin fer fyrir. Hans nálgun á ákvæði samningsins er mjög áhugaverð og ég tel vera fullt af efni þar sem myndi nýtast í þessu máli. Tek heilshugar undir með þér að það gengur ekki að sá sem veiti þjónustuna sé jafnframt sjálfur að meta hana fullnægjandi – hvað þá þegar þjónustuveitandinn, í þessu tilviki leikskólastjórinn, skortir allt innsæi í það hvað þarf að koma til.

 Að mínu mati er næsta skref að senda kæru til skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar sem tekur þá stjórnsýsluákvörðun í málinu. Sú ákvörðun er síðan kæranleg til ráðherra ef með þarf. 

Foreldrar hafa samþykkt að halda áfram með málið ef stjórnin samþykkir að vinna þetta áfram.

RÚV

Nú liggur samningurinn fyrir (28.des 2020) og er kveðið á um aðgengismál í 4. gr. samningsins. Helstu atriðin eru eftirfarandi:

 • RÚV er skylt að móta stefnu í aðgengismálum.
 • Þetta er nýtt. Anna Þráins hjá RÚV lagði mikla áherslu á að sett yrði stefna um aðgengismálin til að veita betri yfirsýn um skyldur RÚV, markmiðin, leiðirnar sem væru færar og svo forgangsröðun. Kom m.a. fram í glærukynningu sem hún afhenti á fundinum með ráðherra.
 • Stefnan á að fela í sér hvernig leitast er við að nýta tæknilegar lausnir til að tryggja aðgengi þeirra sem ekki geta nýtt sér þjónustu RÚV með hefðbundnum hætti.
 • Sama ákvæði var í gamla samningnum nema það var ekki í formi sérstakrar stefnu.
 • Döff skal áfram veitt aðgengi að fréttum og öðru sjónvarpsefni á vef og með skjátexta, t.d. textavarpi. Útsendingar á táknmáli eða aðrar miðlunarleiðir skulu nýttar þegar það þykir henta og í samræmi við tæknilega möguleika.
 • Sambærilegt ákvæði var í gamla samningnum.
 • Beinar útsendingar frá borgarafundum og frá stóratburðum er varða alla, s.s. náttúruhamförum, hryðjuverkum eða stórtíðindum í stjórnmálum, skulu rittúlkaðar í textavarpi ef því verður við komið.
 • Nýtt ákvæði.
 • Fréttaskýringarþættir í beinni útsendingu skulu textaðir fyrri endursýningu.
 • Sambærilegt ákvæði var í gamla samningnum.
 • Öll forunnin innlend dagskrá er textuð eftir því sem unnt er [og sama gildir um undirbúin innlend innslög í aðalfréttatíma sjónvarps]. Innlendir þættir sem ekki næst að texta fyrir frumsýningu skulu textaðir fyrir endursýningu ef því verður við komið.
 • Sambærilegt ákvæði var í gamla samningnum nema það sem er skáletrað og inni í hornklofa var fellt út úr ákvæðinu með nýja samningnum.
 • RÚV skal senda út fréttir á táknmáli eða með táknmálstúlkun alla daga ársins.
 • Bara talað um fréttir á táknmáli í gamla samningnum, ekki fréttir með táknmálstúlkun.
 • Hlutfall útsendinga á táknmáli á samningstímanum skal ekki vera minna en það var 2019.
 • Hlutfallið miðaðist við 2015 í gamla samningnum.
 • Rittúlkun og táknmálstúlkun skal fylgja umræðuþáttum með fulltrúum framboða í aðdraganda kosninga.
 • Ekki talað um rittúlkun í gamla samningnum.
 • RÚV fylgist með og tekur virkan þátt í þróun máltækni sem leitt gæti til framfara í aðgengismálum.
 • Nýtt ákvæði.

Kalla þarf eftir því að RÚV setji sér stefnu í aðgengismálum og félagið reyni þar að hafa áhrif á mótun stefnunnar ef unnt er. Fylgjum þessu fast eftir með að RÚV standi sig í að setja sér stefnu í aðgengismálum og bjóðum fram okkar þekkingu og samstarf.

Óskum eftir upplýsingum um hlutfall útsendinga á ítm þennan samningstíma til að fylgjast með.

Kærumál hjá kærunefnd jafnréttismála

Úrskurður í máli félagsmanns Fh gegn fyrirtæki. 14.desember 2020. Úrskurðurinn var kveðinn upp 4. desember 2020. Hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega.

Í úrskurðarorði segir að kærði, fyrirtækið braut ekki gegn lögum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið hafnaði umsókn kæranda.

Kærunefndin telur ljóst að starfsumsókn hafi verið hafnað vegna þess að umsækjandi er döff. Hins vegar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að í ljósi starfsumhverfisins, smæðar fyrirtækisins og grundvallarþátta starfsins hafi áskilnaður um heyrn þjónað lögmætum tilgangi og því hafi fyrirtækið ekki gengið lengra en þörf var á. Of íþyngjandi hefði verið fyrir fyrirtækið að grípa til ráðstafana til að gera umsækjanda kleift að sinna starfinu. Var því fyrirtækinu því heimilt að hafna starfsumsókninni.

Nefndin reifar málsástæður félagsmann Félags heyrnarlausra en tekur ekkert efnislega á þeim sjónarmiðum sem byggt var á og komu jafnframt fram í ákvörðun nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í máli Richard Sahlin. Í ákvörðun nefndar SÞ var niðurstaðan sú að vísun til fjárhagslegs kostnaðar væri ekki nóg heldur hafi háskólanum borið að eiga samtal við kæranda um þær ráðstafanir sem grípa þyrfti til svo hann gæti fengið starfið.

Smá samantekt undir lok árs 2020:

 • Kærumál hjá kærunefnd jafnréttismála
 • Textamál, boltinn rúllar hægt. Átti fyrir stuttu spjall við Önnu Sigríði Þráinsd. önnur tveggja sem kom fyrir hönd RÚV á fund með okkur hjá ráðuneytinu. Vorum að tala um appið Tiro, sjálfvirk talgreining fyrir íslenskt talmál yfir í ritaðan texta. RÚV hefur verið í samtali við þau en geta ekki nýtt sér þetta eins og er, vantar mannskap og fjármuni til að koma þessum texta í spilarann hjá þeim. Þau hefðu viljað koma þessum texta í sjónvarpsútsendingar en það kostar 50 þús dollara í stofngjald svo mínútugjald eftir það. Það er ódýrara að koma þessum texta á vefinn, forritari í einhverjar vikur (þarf líka að laga undirmönnun í hugbúnaðardeildinni). Ráðherra lýsti því yfir að fundi okkar í vor að hún vildi stefna að því að þetta lægi allt saman fyrir á næsta afmælisdegi Félags heyrnarlausra, 11. febrúar 2021. Sjá nánar með nýjan þjónustusamning RÚV.
 • PFS, bíðum enn og vinnum áfram með þetta. Félagið fór á fjarfund með samgöngunefnd í byrjun desember ásamt lögfræðingi. Góður fundur og góðir punktar sem komu á fundinum. Næstu skref er að reyna að setja saman kostnaðaráætlun sem er komið í vinnslu og fylgjum málinu áfram eftir.
 • Sólborg, í vinnslu með foreldrum og stjórn, bíðum niðurstaðna með næstu skref, sjá ofar.
 • NTN, verkefnið með Richard í Svíþjóð. Svarbréf við viðbótarspurningunum var sent 8. desember 2020. Fengum svör frá forstöðumanni SHH með eina spurningu og undirspurningum þar sem lutu allar að táknmálskennslu til heyrandi fjölskyldumeðlima, en lög nr. 61/2011, um jafna stöðu íslenskrar tungu og ÍTM, skilgreina ekki hverjir falla undir hugtakið „nánir aðstandendur“ og eiga þannig rétt til að læra ÍTM. Verður spennandi þegar Richard Sahlin hefur lokið vinnunni. 

- Málefni Sólborgar var stutt af stjórn til áframhaldandi vinnu með.

-Varðandi mál RÚV verður því máli áfram fylgt eftir og samþykkt af stjórn

- Fylgja eftir svari kæru jafnréttismála og leita álits lögfræðings FH hvernig það mál skuli unnið áfram

2. Skýrsla framkvæmdastjóra.

-Rekstraráætlun ársins 2021 kynnt stjórn og samþykkt. Rekstur verður í jafnvægi en enn eftir að fá tölur frá velferðarráðuneytinum með samstarfsstyrk.

3. Sólborg:

Málið tekið fyrir í skýrslu formanns hér að ofan og samþykkt.

4. Afmæli FH 11 febrúar:

Hugmynd að hafa podcast útsendingu eða aðdra skemmtidagskrá svipaðri jólaþættinum en þó ekki hafa hann í beinu streymi. ÍTM skipuleggur dagskrá á kaffi Linguana 11 febrúar. Hjördís Anna lagði til að FH og SHH ynnu saman að dagskrá og tímasetningu þeirra svo dagskrárliðirnir skarist ekki á sama tíma.

5. Verkefni framundan

Hagsmunagæsla í samvinnu við lögfræðing hefur verið í töluverðri vinnslu þó svo ekki hafi verið haft hátt um það. Félagslíf hefur verið lítið vegna covid ástandsins og svo markmiðið verður að efla dagskrárgerð í gegnum netið t.d. gerð podcast þátta. Heiðdís mun vinna tillögur að dagskránni.

6. Önnur mál:

Upplýst var samband RSK við FH vegna óska um að kt Ögra verði lögð niður þar sem ekki hefur verið velta á þessari kt í áraraðir. Stjórn samþykkti að fella hana niður.

Fundi lokið 17.25