Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 15.mars 2021

Stjórnarfundur 15. Mars 2021 kl. 15.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari Daði
1. Skýrsla formanns
2. Skýrsla framkvæmdastjóra(rekstraráætlun 2021)
3. Málstefna ÍTM
4. Fundur með RÚV og beiðni
5. Slit á Bjargarsjóði
6. Lög um réttindi sjúklinga, frumvarp um lagabreytingu
7. Tillaga frá félagsmanni
8. Aðalfundur FH 2021 – dagsetning
9. Önnur mál

1. Skýrsla formanns:

- Kynnti stöðu helstu hagsmunamála meðal annars frumvarp til laga um fjarskipti, túlkun í atvinnulífi og næstu skref, umsögn vegna menntastefnu 2030. Með frumvarp til laga er næstu skref að meta kostnað til að tryggja myndsímatúlkun ef því verður komið í frumvarpið. Formaður og lögfræðingur munu senda bréf til forsætisráðherra vegna jafnréttismála þeirra sem tala ítm á vinnumarkaðinum. Þingsályktunin menntastefna 2030 var til umræðu hjá Allsherjar- og menntamálanefnd og starfshópur málstefnu ÍTM sendi umsögn þar sem það benti á að í stefnunni væri ábótavant með ÍTM. Fundur með nefndinni fór fram 11.mars og gekk vel.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra:

-Tillögur að geðheilbrigðisverkefni verður tekin upp að nýju á næsta fundi og hafi stjórnarmenn verið búnir að mynda sér tillögur um framsetningu og verkefni sem farið verði í.

- Leiðrétting vegna launa sem greidd voru til uppbótar við hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar í apríl í fyrra á þann veg að starfsfólk varð ekki fyrir kjaraskerðingu er samþykkt af hálfu stjórnar og skal unnin í samstarfi við Jón Rafnar hjá Deloitte.

- Lagt fram skjal þar sem slit á kennitölu Ögra er undirrituð og sent til RSK.

3. Málstefna ÍTM:

Eyrún kynnti fund sem starfshópur málstefnu ÍTM fór á með menntamálaráðherra. Afrakstur vinnu starfshóps málstefnu var kynntur og afhentur. Svör ráðuneytsins voru að þau voru mjög ánægð með afraksturinn, skiptist í skýrslu, tillaga að þingsályktun og aðgerðaráætlun. Næstu skref eru að setja þetta í samráðsgátt og vonandi inná þing í vor. Áhersla á að þegar að því kemur að þetta fari inná þing að félagið styðji við jákvæðri umfjöllun og kalli eftir stuðning við málstefnu ÍTM.

4. Fundur með RÚV og beiðni:

Hjördís segir frá fundi með fulltrúum RÚV þar sem rætt var um stefnu á að gera aðgengisstefnu RÚV. Rætt var meðal annars um táknmálsfréttir, textun og túlkun kvöldfrétta RÚV. RÚV óskar eftir að félagið sendi út könnun til félagsmanna til að fá þeirra álit á stöðu táknmálsfrétta. Félagið hefur samþykkt að senda könnunina út á félagsmenn.

5. Slit á kennitölu Bjargarsjóðs:

Stjórn Bjargarsjóðs hefur ákveðið að slíta kt sjóðsins og reka þess í stað undir kt FH sem sér rekstrarlykil. Þá var úthlutnunarreglum breytt lítillega til að auka möguleika á umsóknir í sjóðinn fyrir menningarleg verkefni fyrir döff.

6. Lög um réttindi sjúklinga:

Frumvarp breytinga á lögum um sjúklinga verða skoðuð vel með formanni og lögfræðingi félagsins og aðlaga þau á þann hátt að tryggt réttindi þeirra sem tala ÍTM að túlkun verði bætt og skýrari. Samþykkt af stjórn.

7. Tillaga frá félagsmanni:

Félagsmaður hefur lagt fram ósk til stjórnar að félagið leggi inn tilmæli þess að Miyako Þórðarson fyrrum prestur FH verði sæmd Fálkaorðunni. Stjórn FH hvetur félagsmann til að senda inn tilnefningu í sínu nafni og þeirra sem styðjast við tillöguna. FH á erfitt með í krafti þess fjölda sem félagið vinnur fyrir að senda inn slíkar tilmæli.

8. Aðalfundur FH 2021:

Ákveðið var að hafa aðalfund FH 20. maí kl 17.00

9. Önnur mál:

-Þórður(Dotti) lagði fram umsókn um að fá að ritstýra döffblaðinu 2022 og var það lagt fyrir meðal stjórnarmanna að honum fjarstöddum. Samþykkt einróma.

-Uldis spurði hver staða döff er ef Almannavarnir senda út rýmingu vegna náttúruhamfara. Málið var rætt vítt og breitt og er aðgengi döff að skilaboðum hið sama og hjá almenningi eða í gegnum sms. Í nálægt við hamfarasvæði er íbúum send skilaboð um rýmingaáætlun en annars eru tilkynningar senda nærliggjandi svæðum upplýsingar.

- Heyrst hefur að hluti félagsmanna muni ekki þiggja bólusetningu við covid þegar hún gefst. FH getur einungis brugðist við þessu með kynningu á stöðu bólusetninga og kynningu á þeim höftum sem mögulega getur fylgt þeim sem ekki eru bólusettir s.s. ferðalög milli landa. Formaður mun setja saman uppýsingaefni á táknmáli.

- Eyrún spyr hvort félagið bjóði upp á dagskrá eða þjónustu fyrir döff plús. Framkvæmdastjóri upplýsti að félagið væri tengiliður við félagsþjónustur ef óskað er liðveislu fyrir einstaklinga og er hún aðgengileg.

-Varaformaður upplýsti að 70 ára afmæli WFD væri í vændum og í því tilefni ef góð gjöf til WFD að einstaklingar eins og félagsmenn gerist félagsmenn WFD til að styrkja starf WFD. Hjördís mun gera kynningamyndband til birtingar um þetta málefni sem verður sett á heimasíðu félagsins.

-Spurt var um markaðskynningu á ÍTM táknmálsappinu. Ekki hefur enn náðst að setja það inn í Android kerfið og verður beðið með kynningarherferð þar til appið er aðgengilegt öllum.

-Formaður lagði til að allar fundargerðir stjórnar teljist samþykktar ef ekki hafa komið athugasemdir frá stjórnarmönnum um skýrsluna tveimur vikum eftir birtingu þeirra. Samþykkt!

Fundi lokið 17.30