Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 18.
maí 2021 kl. 15.00
Mættir: Heiðdís,
Hjördís, Eyrún og Uldis
Ritari Daði
1.
Fundur
með endurskoðanda Félags heyrnarlausra vegna ársreiknings
2.
Önnur mál
1. Jón Rafnar Þórðarson endurskoðandi Deloitte kom og kynnti ársreikning Félags heyrnarlausra fyrir árið 2020
Helstu athugasemdir frá stjórn er bárust endurskoðanda við kynning reikningsins:
- Óskaði stjórn útskýringa vegna leiðréttingar launa sem færast á árið 2021 vegna fyrirframgreiddra launa á tveggja mánaða tímabili apríl og maí 2020 er starfsemi truflaðist vegna covid ástandsins og fólk sent heim að vinna og félagið sótti um tekjufallsstyrki vegna tekjutaps félagsins á vorhappdrættissölu félagsins þar sem tekjutap starfsmanna var bætt að fullu af hálfu félagsins þegar útséð var að tjón félagsins vegna lokunar happdrættissölu varð minni en áætlað var. Útskýringar endurskoðanda samþykktar.
- Nokkrir bókhaldslyklar óskuðust sameinaðir úr rekstrargjöldum þar sem þeir innihéldu litlar upphæðir og til einföldunar á skilningi við útskýringar yrðu reikningarnir sameinaðir sem endurskoðandi gerði fyrir aðalfundinn.
- Var ársreikningur samþykktur með þeim fyrirvara að bókhaldslyklarnir yrðu sameinaðir og ársreikningur einfaldaður frekar.
2. Önnur mál:
-Ætlaður fundarstjóri á aðalfund sem samþykktur hafði verið af hálfu stjórnar forfallast með stuttum fyrirvara sökum persónulegra aðstæðna. Áður fundarstjóri til vara boðaði einni forföll sökum anna. Lagði formaður til að varaformaður félagsins Hjördís Anna stýrði fundinum þar sem hún átti engra hagsmuna að gæta og var það samþykkt.
-Meðstjórnandinn Þórður Kristjánsson sat ekki fundinn vegna samgöngutafa en hafði kynnt sér ársreikninginn og samþykkt hann til stjórnar og undirritað.
Fundi lokið 17.55