Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 8. júní 2016
Fundur stjórnar Félags heyrnarlausra - 8. júní 2016 kl. 17:00.
Mættir: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir (á Skype), Hjördís Anna Haraldsdóttir, Sigríður Vala Jóhannsdóttir, Bernharð Guðmundsson, Hanna Lára Ólafsdóttir.
Gestir: Ástráður Haraldson, lögmaður Fh, Jón Rafnar Þórðarsson, endurskoðandi Fh, og Hafdís Gísladóttir.
Fundarstjóri: Hjördís Anna Haraldsdóttir.
Fundarstjóri setti fundinn.
Eini dagskráliður fundarins er kynning á niðurstöðu innanhúsrannsóknar sem stjórn félagins fól Ástráði Haraldssyni, lögmanni félagsins að vinna með það að markmiði að upplýsa sem best hvernig að sölumálum félagsins og uppgjöri gagnvart einstökum sölumönnum hefur verið staðið og veita um leið yfirsýn og ráðgjöf um hvernig stjórn félagsins á að bregðast við og veita leiðbeiningu um skynsamlegt fyrirkomulag fjáröflunarmála í framtíðinni.
Ásráður sagði frá því verkalagi sem við var haft við rannsóknina og kynnti minnisblað um niðurstöður innanhúsrannsóknarinnar (sjá fylgiskjal fundargerðar).
Stjórn félagsins samþykkti að fara að þeim tillögum sem lagðar eru fram í minnisblaðinu og var eftirfarandi samþykkt.
- Framkvæmdastjóra félagsins verður falið að ganga frá uppsögn, markaðs- og fjáröflunarstjóra, eins fljótt og kostur er, í samvinnu við ÁH lögmann félagsins.
- Ástráði falið að gera þær ráðstafanir sem þarf til að félagið geti rétt hlut þeirra sem hlunnfarnir hafa verið í viðskiptum við Þröst.
- Ástráður, Jón Rafnar og framkvæmdastjóri félagsins undirbúi setningu skriflegra reglna um samskipti félagsins við sölumenn sem hafi það að markmiði að tryggja að uppgjör gagnvart þeim fari fram á réttan og löglegan hátt og sé til þess fallið að koma í veg fyrir að einstaklingar innan eða utan félagsins geti nýtt sér þá aðstöðu sem sölustarfið skapar til að misneyta sölumönnum eða afla sér eða áskilja óréttmæts ávinnings af störfum þeirra.
- Hafdís falið að vera í samskiptum við Kolbein hjá Aton varðandi fjölmiðla- og upplýsingamál og halda utan um þá vinnu.
- Jón Rafnar kanni nánar uppgjör gagnvart tékkunum í samvinnu við framkvæmdastjóra.
Fundi slitið kl. 18:05.
Fundaritari: Hafdís Gísladóttir