Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 21. septemer 2021

Stjórnarfundur 21. September 2021 kl. 15.00
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Eyrún og Þórður
Ritari Daði


1. Umræða um 2 auglýst stöðugildi
2. Umsókn í Norrænan sjóð sem Sigga Vala kynnir
3. Málefni táknaðs fréttatíma á RÚV
Stjórnarfundur þar sem ræddar eru auglýstar umsóknir í stöður tímabundinna verkefnastjóra og hver næstu skref verði þar:
1.
a. Geðheilbrigðisverkefni:
Framkvæmdastjóri fær umboð til að ræða við þann eina umsækjanda sem sótti um starfið og afla tillagna á hvernig viðkomandi sér starfið fyrir sér áður en ákvörðun verður tekin með framhaldið.

b. Upptöku og studioverkefni:
Tveir sóttu um og er óskað að framkvæmdastjóri hitti báða umsækjendur og meti og kynni fyrir stjórn hæfi, hugmyndir og tillögur umsækjenda áður en ákvörðun verði tekin.

2. Norræni velferðarsjóðurinn auglýsti eftir umsækjendum er snýr að samnorrænu verkefni í menntamálum. Sigríður Vala lagði til að sótt yrði um til að efla samnorrænt samstarf döff kennara á Norðurlöndunum og var Sigríður Vala tilbúin að stýra þeirri vinnu. Aftur á móti gátu eingöngu félagasamtök og fyrirtæki sótt um en ekki einstaklingar og var það samþykkt að sótt yrði um í nafni Félags heyrnarlausra. Var það samþykkt af stjórn.

3. Óánægjuraddir og athugasemdir hafa komið upp vegna breytinga á útsendingatímum táknmálsfrétta á RUV2 en beinar íþróttasendingar hafa orðið til þess að táknaður fréttatími táknmáls er sendur út á netinu. Formaður mun senda fyrirspurn til Rúv með óskir um stöðu mála og tillögur um hvort hægt sé að bæta viðbótarrás við RUV.

Fundi lokið 16.20