Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 18. október 2021
Stjórnarfundur 18.
október 2021 kl. 15.00
Mættir: Heiðdís,
Hjördís, Eyrún og Þórður
Ritari Daði
1.
Farið
yfir og tekin ákvörðun um auglýstar verkefnisstjórastöður
a.
Geðheilbrigðisverkefni:
Framkvæmdastjóri fær umboð til að ræða við
þann eina umsækjanda sem sótti um starfið og afla tillagna á hvernig viðkomandi
sér starfið fyrir sér áður en ákvörðun verður tekin með framhaldið.
Niðurstaða stjórnar:
Tillaga umsækjanda var mjög metnaðarfull og
viðamikil og í raun miklu stærri en verkefnið var hugsað í upphafi. Svo stórt
verkefni myndi reynast mun tímafrekara en þessi tímabundna verkefnisstjórastaða
var hugsuð upphaflega auk þess sem kostnaður hefði farið langt yfir þau mörk
sem styrkur við verkefnið stóð undir. Þá var mat stjórnar að við svo viðamikið
og viðkvæmt verkefni sem geðheilbrigðisverkefnið væri yrði gerð krafa um
þekkingu og reynslu á því sviði sem var ekki raunin. Var verkefninu beint áfram
í þann verkferil sem upphaflega var lagt af stað með og auglýsingu um stöðuna
frestað.
2.
Upptöku og
studioverkefni:
Tveir sóttu um og er óskað að framkvæmdastjóri
hitti báða umsækjendur og meti og kynni fyrir stjórn hæfi, hugmyndir og
tillögur umsækjenda áður en ákvörðun verði tekin.
Niðurstaða stjórnar:
Umsagnir beggja umsækjenda voru kynntar og
kostir og gallar þeirra skoðaðir og metnir. Það sem hafði mikið vægi hjá
stjórnarmönnum var að annar umsækjenda ætlaði að vinna beggja megin
myndavélarinnar á meðan hinn óskaði að svo væri ekki og aðrir fengnir til þess
verks. Að vinna beggja megin vélar er hraðvirkara og skilvirkara og auðveldar
allar slíka vinnu. Ákveðið var að Sindi Jóhannsson yrði ráðinn tímabundið til
31. maí 2022 og hann stígi þá til hliðar sem varamaður í stjórn þar sem
hagsmunir eiga ekki saman í þessum máli.
Varðandi málefni verkefnastjóra breytinga á
sal var ákveðið að kalla á umsækjanda þess verkefnis og ræða möguleika og
hagræði slíkra breytingatillagna.
Framkvæmdastjóri félagsins var fenginn til að
svara umsækjendum.
Fundi lokið 16.00