Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 23. nóvember 2021
Stjórnarfundur 23.
nóvember 2021 kl. 15.00
Mættir: Heiðdís,
Eyrún, Uldis og Þórður
Ritari Daði
1.
Sigríður
Vala kynnir hugmyndir um breytingar á rými
2.
Sólborg
óskar aðstoðar vegna kæruferlis
3.
Fyrirspurnir
frá félagsmönnum
4.
Krafa um
birtingu siðareglna
5.
Önnur mál
1. Sigríður Vala kynnti stjórn hugmyndir að deaf space eða döff rými og hvaða breytingar þyrfti að fara í með salinn til að rýmið verði hentugt sem döff rými. Hugmyndir fengnar frá Gallaudet sem stjórnarmenn fá tíma til að hugsa um og koma með tillögu sjálfir. Umræðan fór meira út í að skoða mögulega annað húsnæði þar sem breytingar yrðu gerðar strax við flutning því núverandi breytingar eru viðamiklar og myndi gera húsnæðið mögulega óhentugt til endursölu síðar. Málið verður skoðað.
2. Forráðamaður Sólborgar hefur óskað samstarfs við Félag heyrnarlausra vegna kæruferlis sem er á leikskólanum vegna réttinda döff barna við skólann. Hvorki hafa borist svör frá SFR(samtök forskóla í Rvk) né menntamálaráðuneytinu við lögfræðibréfum FH og stendur Sólborg ráðalaus við næsta skrefi. Stjórn FH hefur gefið formanni umboð til að ræða við og starfa með Sólborg að lausnum.
3. Félagsmaður óskaði eftir upplýsingum er snýr að aldursupplýsingum og fjölda nýskráðra félagsmanna og þeirra er hafa hætt. Formaður ætlar að svara eftir þeim upplýsingum sem upplýsingaskylda leyfir.
4. Félagsmaður hefur sent kröfu á stjórn þess efnis að siðareglur félagsins verði birtar. Stjórn varð við því verkefni að birta þær á heimasíðu félagsins en sendi reglurnar til lögmanns félagsins til yfirlestrar og uppfærslu m.v. nútímann.
5.
Önnur mál:
-Sindri Jóhannsson kynntur sem nýr starfsmaður
félagsins í upptökumálum og klippingu. Markmið að fá hann til að vinna jákvætt
og uppbyggilegt myndefni fyrir heimasíðu félagsins, félagsmönnum til ánægju og
gleði.
-Kirkja heyrnarlausra er 40 ára 11 desember og
afmæli haldið 26. Desember. Beiðni kom fram að félagið myndi gefa afmælisköku í
tilefni afmælisins og var það samþykkt af stjórn.
Fundi slitið kl. 16.40