Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 29. mars 2022
Stjórnarfundur 29. mars 2022 kl. 15.30
Mættir: Heiðdís, Eyrún, Hjördís, Þórður og Uldis – Ritari Daði
- Skýrsla formanns
- Skýrsla framkvæmdastjóra
- DNKF (Dövas Nordisk Kultur Festival), norræn menningarhátíð - vinnuhópur.
- Umsókn um styrk vegna þýðingu fyrir grein í blaði - KAD
- Þáttaka NBL og WFDY´s children camp
- Staðfesta þátttöku WFD online 20.-22. apríl.
- Staðfesta þátttöku EUD GA 26. - 29. maí (kosningar)
- Aðalfundur Fh 20. maí – undirbúningur
- Önnur mál
Skýrsla formanns
· DNR fundur 17.-20. mars hér á Íslandi. Helstu umræðuefni voru stöðuskýrslu frá hverju landi, verkefnaáætlun og stefnu DNR fyrir 2022-2026 og á Ísland að leiða þá vinnu á næsta fundi, námskeið vegna menningu og sögu döff með styrk frá NordPlus og frestað í um ár, stöðuskýrsla Patrick Kermit er tilbúin og verður hún kynnt og tekin til umfjöllunar fyrstu helgina í nóvember í Kaupmannahöfn á DNR og NTN fundi, fengum kynningu frá Mindi Drapsa um menningarstefnu Crea og rætt um hvernig DNR getur mótið og unnið með menningarstefnu, kynning frá Hanne Kvitvær um DNKF 2022 sem verður í Stavanger og bauð hún DNR fulltrúum kostakjör á gistingu á Clarion hótelinu, Ísland mun taka við formennsku DNR og verður formleg athöfn laugardaginn 30.júlí með fánaafhendingu og fyrsti fundur DNR verður 26. Júlí klukkan 13, umræða og upplýsingagjöf um stöðu döff flóttamanna frá Úkraínu. Landsrapport frá hverju landi:
· Finnland; unnið að sanngirnisbótum vegna illrar meðferðar á döff fólki, LjusaHuset til sölu, túlkalög í endurskoðun, barist fyrir mat á túlkaþjónustu.
· Svíþjóð; unnið að endurskouðn á stefnumótun fyrir Svíþjóð í samvinnu með félögum vítt og breitt í Svíþjóð 24/ vinna. Skýrsla um túlkaþjónustu í Svíþjóð, hægt að sjá samantekt og athugasemdir Svía á heimasíðu www.sdr.org. Svíar ætla að senda inn breytingartillögu vegna framboðs í stjórn EUD. Búið að sækja um 4 stóra styrki og fá jákvætt úr tveim og enn beðið eftir tveim (DitiDöv og Pyschohelse) er byrjað og beðið eftir svari vegna DövCenter og DövKulturarv.
· Danmörk: Fundur með félagsmálaráðherra 31. mars vegna túlkaþjónustunnar, ríkisstyrkur var aukinn úr 1,25 millj DDK í 3.75 millj DKK. Nýr framkvæmdastjóri hjá DövasFilm, 5 þróunarverkefni með 8 löndum og 4 starfsmönnum í fullu starfi. Könnun á búsetu alraða og niðurstaða sumar 2022.
· Fundur ákveðinn með Áslaugu Örnu vegna mynd- og fjarskiptaþjónustu þriðjudaginn 5. apríl.
· Sveitastjórnarkosningar, ÖBÍ með fundarröð í kringum landið til að vekja athygli á málefnum fatlaðs fólks í aðdraganda sveitastjórnarkosninga.
· Stefnuþing ÖBÍ föstudaginn 1. apríl
· Svar frá félagsmálaráðuneyti, Rauða Kross og Unicef varðandi döff flóttafólk. Linda Rós hjá félasmálaráðuneytinu sagði ;úkraínískir ríkisborgarar geta ferðast til Íslands án þess að vera með vegabréfsáritun ogsömu reglur gilda um allt Schengen svæðið. Allir frá Úkraínu munu fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum óski þeir eftir því. Fá þeir móttöku sem felst í umfangsmeiri félagsþjónusta, aðstoð við útvegun á leiguhúsnæði og framfærsla skv lögum. Ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að taka á móti döff flóttafólki.
1. Skýrsla formanns
Sjá viðhengi. Umræður um að undirbúa þarf vinnuatriði sem fylgir því að Ísland verður með formennsku DNR og DNUR 2022-2026. DNR fundur í Kaupmannahöfn 4.-6. nóvember og verður líka fundur með NTN þar sem samstarfsverkefni DNR og NTN verður kynnt, Patrick Kermit hefur unnið að stöðuskýrslu um stöðu döff og heyrnarskertra barna í almennum skólum.
Fundur með Áslaugu og ætlar formaðurinn að hafa fjartúlk á fundinum til að sýna betur hvernig myndsíma- og fjartúlkun virkar.
Heiðdís hafði samband við Félagsmálaráðuneytið (Lilja Rós Albertsdóttir), Unicef og Rauða Krossinn vegna döff flóttafólks frá Úkraínu. Ekki er enn vitað hvort einhverjir hafa komið til landsins en svörin frá Félagsmálaráðuneytinu eru þau að ekkert ætti að standa á móti því að döff flóttamenn komi til landsins. Þau vita öll af félaginu og hafa fengið upplýsingar um rétt þeirra sem eru döff flóttamenn og þar að auki mikilvægt að döff flóttamenn verði ekki sendir út á land þar sem öll döff- og táknmálsþjónustan er á höfuðborgarsvæðinu. Rætt um að setja saman upplýsingaefni fyrir döff flóttafólk ef það kemur til Íslands og að hafa upplýsingafund fyrir þá sem vilja leggja hönd á plóg við að taka á móti.
- Skýrsla framkvæmdastjóra
Sjá viðhengi. Daði fór yfir skýrslu framkvæmdastjóra. Daði leggur fram tillögu að framlengja ráðningarsamning við Sindra um 1 ár í 50% stöðu. Allir stjórnarmenn samþykkja tillöguna. Spurning frá Hjördísi hvort hægt sé að setja saman grófa fjárhagsáætlun þrátt fyrir að hafa ekki fengið svör frá félagsmálaráðuneytinu. Daði segir að að sé hægt ef það er byggt á gefnum forsendum og ef þau eru þau sömu og í fyrra þá er rekstur félagsins stöðugt. Skýrslan samþykkt.
- DNKF (Dövas Nordisk Kultur Festival), Norræn menningarhátíð - vinnuhópur.
Samþykkt að 4 stjórnarmenn fari út, 2 stjórnarmenn taka þátt í DNR störfum. Þessi ferð verður vinnuferð þar sem safnað verður saman efni og reynsla sem má nýtast við undirbúning við Norrænu Döff menningarhátíðina á Íslandi 2026.
- Umsókn um styrk vegna þýðingu fyrir grein í blaði – KAD
Þórður segir að það sé dýrt að láta þýða fræðirit og kemur með tillögu að styrkja þá um helming kostnaðar við þýðingu sem er 150 þús og lítur á þetta sem gott tækifæri fyrir íslenska döff samfélagið. Stjórnin samþykkir. Daði sér um að vera í samskiptum við styrktarumsækjanda og greiða styrkinn.
- Þáttaka NBL og WFDY´s children camp
Tillaga formanns að félagið tryggi og greiði fyrir fararstjóra á Norrænt barnamót fyrir döff í Danmörku og Evrópumót fyrir döff börn í Sviss. Búið að spyrja nokkra döff sem eru nálægt þrítugsaldrinum og er einn tilbúinn að taka að sér sem fararstjóri, væntanlegir þátttakendur þekkja hann frá fyrri störfum hans í Hlíðaskóla og hefur hann reynslu af þátttöku á þessum mótum. Daði fær umboð stjórnar að ganga frá þessu.
- Staðfesta þátttöku WFD online 20.-22. apríl.
Formaður biður um að fresta þessari umræðu vegna tímaskorts á stjórnarfundi.
- Staðfesta þátttöku EUD GA 26. - 29. Maí
Stjórn staðfestir að Uldis og Heiðdís fari fyrir hönd stjórnar á EUD aðalfund, á því aðalfundi á að kjósa í stjórn EUD.
- Aðalfundur Fh 20. maí – undirbúningur
Boðum til aðalfundar fyrir páska. Frestur til að skila inn tillögum að lagabreytingum eða aðrar tillögur og framboðsfrestur er til 28. apríl 2022. Í ár á að kjósa um varaformann, 1 meðstjórnanda og 2 varamenn.
Hjördís, vill að stjórn skoði nánar hvort hægt sé að herða betur á vinnubrögðum við innsendum tillögum að því sé fylgt eftir að þeim sem sendir inn tillöguna. Heiðdís ætlar að skoða þetta með lögfræðingi félagsins ásamt því hvort tilefni sé að skoða hvort siðareglna eigi að minnast á lögum félagsins.
- Önnur mál
· Heiðdís, til upplýsinga þá hefur Sindri sent póst á Bíó Paradís og spurt um hvort möguleiki sé að þeir geti sýnt myndina CODA með ísl.texta.
· Næsti fundur staðfestur 26. apríl kl. 15.30
· Rætt um að skipuleggja umræðufund um Audisma og öráreitni í kjölfar fyrirlestra frá Sviþjóð um Audisma og öráreitni.
· Stjórn ræddi um að styrkja WFD vegna stríðsins í Úkraníu. Nokkrar fjárhæðir nefndar. Ákveðið að klára þessi mál í tölvupósti eftir frekari upplýsingaöflun.
· Skýrsla framkvæmdastjóra
· 29. mars 2022
· Erfitt að setja saman rekstraráætlun FH fyrir árið 2022 þar sem félagsmálaráðuneytið hefur enn ekki komið saman um að úthluta styrkjum til félagssamtaka fyrir árið og apríl að koma. Í fyrirspurn framkvæmdastjóra eru tafir vegna anna útskýrð sem ástæðan en fljótlega ættu svör að berast.
· Tveir sölumanna FH fengu covid á söluferð sinni um landið og hafa þeir dvalið í Hveragerði við góðan kost á meðan þeir jöfnuðu sig. Eru þeir komnir af stað aftur hressir.
· Framkvæmdastjóri leggur til að stjórn samþykki framlengingu á ráðningasamningi Sindra sem verkefnastjóra í studio og upptökur. Hann hefur vaxið með verkefninu og lagt til að nýr samningur til 12 mánaða eða til 31 maí 2023 verði gerður.
· Allt bókhald klárt og farið til endurskoðenda svo bókhaldið á að vera klárt fyrir aðalfund 12. maí.
Fundi slitið klukkan 17.50.