Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 3. maí 2022, kl. 15:30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Þórður og Uldis. Ritari: Daði
Eyrún boðaði forföll með skömmum fyrirvara
- Umræður um ársskýrslu formanns fyrir aðalfund
Ársskýrsla kynnt stjórnarmönnum sem síðar var samþykkt eftir nokkrar athugasemdir og viðbætur við skýrslu.
- Tillaga að lagabreytingu.
Ein tillaga að lagabreytingu barst fyrir aðalfund. Stjórn samþykkir að hleypa tillögunni til kynningar og framlagningar á aðalfundi til umræðu meðal aðalfundagesta til samþykkis.
- Tvísýnt þykir að Berglind(Bettý) geti tekið að sér fundarstjórn. Plan B er að fá Kristinn Diego til að taka að sér fundarstjórn. Ef slíkt gengur heldur ekki mun formaður tilnefnda stjórnarmann til að stýra fundinum. Samþykkt.
- Styrkbeiðni hefur borist stjórn félagsins. Sigurlín Margrét óskar stuðnings félagsins til að fjármagna kaup á súpu til söfnunar fyrir úkraínskt döff flóttafólk sem er á leið til landsins. Stjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 50 þúsund krónur en óskar greinargerðar í hvað fjármagnið fer. Heiðdís mun tilkynna styrkinn.
- Öbí auglýsir námskeið í hagsmunagæslu og hvetur stjórnarmenn til að skrá sig á námskeiðið. Félagið mun greiða kostnaðinn við þátttöku stjórnarmanna.
- Skýrsla framkvæmdastjóra sem birtist fyrir neðan var samþykkt.
Skýrsla framkvæmdastjóra 3. maí 2022
Aðalfundur húsfélagsins haldinn fimmtudaginn 28 apríl. Aðeins einn mætti(Gunnar frá Sjónvernd) auk framkvæmdastjóra FH þannig að í þriðja sinn í röð næst ekki í aðalfund húsfélagsins þrátt fyrir löglega boðaðan fund á alla eigendur. Búið er að loka reikningi húsfélagsins þar sem vantar aðalfundagerð og skv lögum er banka ekki heimilt að hleypa okkur inn á reikninginn. Hef náð að fá Stefán Dalberg bæklunarlækni til að sitja í stjórn ásamt mér og Gunnari þannig að gerð verður fundargerð til að bjarga daglegum rekstri húsfélagsins þar til annað kemur í ljós.
Rekstraráætlun hefur verið send til stjórnarmanna – gott væri ef hún verði samþykkt þegar stjórnarmenn telja sig hafa skoðað nægilega vel og spurt þeirra spurninga sem kynnu að vakna. Það sem tafði var styrkur frá Félagsmálaráðuneytinu en hann nam 9 milljónum króna. Staðan góð og áætlaður hagnaður þessa árs verði um 10 milljónir króna.
Óska samþykkis að kaupa krans við útför Guðmundar Egilssonar eiginmanns Hervarar en hann var skráður heiðursfélagi í FH. Einnig var óskað að fáni Félags heyrnarlausra fengi að hanga uppi á altari við útför hans.
Happdrættissala í ágætum farvegi – sölumenn á landsbyggð sem fengu covid voru lengi að ná sér en komnir á meiri hraða. Þeir verða hér allir alveg fram að síðasta söludegi til að hámarka söluárangur.
- Önnur mál:
Samþykktur var fundartími með Jóni Rafnari endurskoðanda félagsins á þriðjudaginn kl. 15.30.
Stjórn félagsins samþykkir að legja til á aðalfundi að félagsgjöld næsta árs óbreyttum eða í 4.000 krónum
Fundi lokið kl. 17.20