Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 30. ágúst 2022, kl. 16:00
  1. Stutt skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Deildarstarf - Puttalingar - vetrarstarf.
  3. Flóttafólkið (föstudagskaffi, ÍTM námskeið SHH, afnot af sal, upplýsingamiðlun, hlutverk Fh).
  4. Staða hagsmuna- og baráttumála hjá Fh - punktar frá Karólínu.
  5. Formennska DNR 2022-2026 og fundur DNR 4.-6.nóv 2022 Kaupmannahöfn.
  6. Norræn menningarhátíð Ísland 2026 og NUL 2026. Næstu skref?
  7. Alþjóðavika döff og alþjóðadagur táknmála.
  8. Önnur mál

1. Hjördís óskaði þess að stjórn fengi upplýsingar um fyrirætlaðar verðhækkanir á happdrættismiðum og þá rafrænt hafi stjórn ekki komið saman áður en í framleiðslu miðanna fer. Framkvæmdastjóri punktaði það hjá sér. Skýrsla framkvæmdastjóra var samþykkt með fyrrnefndum athugasemdum.

2. Stjórn veitti framkvæmdastjóra samþykki til að semja við Mordekaí að taka að sér hlutastarf 20-30 % til að sinna betur félagsmálum og málefnum ungliðahreyfinga í Evrópu og á Norðurlöndunum. Ráðningin yrði tímabundin til áramóta með endurskoðunarákvæði.

3. Tillaga var lögð fram og samþykkt að fulltrúar stjórnar hittu flóttafólk frá Úkraínu á á upplýsingafundi um hlutverk, starf og þjónustu félagsins. Fundurinn verði einungis fyrir Úkraínufólkið með upplýsingagjöf að ræða og einnig verði útbúið stutt upplýsingavideó á úkraínsku með þessar upplýsingar að leiðarljósi.

4. Formaður kynnti stjórn málefni þau sem eru í gangi hjá lögfræðingi félagsins, Karólínu Finnbjörnsdóttur. Þá var samþykkt ef formaður eða stjórnarmaður sem fari í fjölmiðlaviðtal fái viðtalið til yfirlesturs og skoðunar til samþykkis svo fréttaflutningur af málefnum er tengjast Döff sé réttur.

5. Ísland hefur tekið við stjórn DNR, DNUR og er fyrsti fundur undir stjórn Íslands haldin 4-6. nóvember 2022. Sækja þarf um í Norræna velferðarstjórinn NVC fyrir 31 október en sá sjóður niðurgreiðir kostnað við Norrænu fundina DNR og DNUR. 2-4 nóvember mun formaður sækja fund Norrænan fund málnefndafélaga. Hjördís bendir á að lokaumsókn í NVC sjóðinn er 31 október. Samþykkt var að Heiðdís og Uldis sæki DNR fundinn fyrir hönd stjórnar og Mordekaí DNUR fundinn.

6. Næsta Norræna menningarhátíð döff verður haldin á Íslandi árið 2026. Nokkrir hafa boðið sig fram í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina og þarf að kalla til vinnufundar og skipuleggja fyrstu skref og grunn hátíðarinnar. Samþykkt var að kalla til fundar upp úr miðjum október.

7. Alþjóðavika og alþjóðadagur táknmálsins er 23. September. WFD hvetur aðildarlönd að fá opinberar byggingar upplýstar í lit táknmálsins sem er blár. Tillaga að dagskrá í FH er kynning Hjördísar á WFD, heimsókn í Mörkina á kaffisamsæti döff þar auk þess sem boðið verði í veislu í FH eða farið út að borða.

8. Önnur mál:

- Stjórn samþykkti að greiða árgjald döff íþróttasamtaka EDSO til að halda áfram tengslum við alþjóðlegt íþróttasamstarf þó ekki sé virkt sem stendur.

- Aðalfundur 55+ verður í haust og leggur Hjördís til að tekið verði upp aðstandendakerfi fyrir aldraða döff og skoðað verði og kynnt fyrir þeim réttindi til heimahjúkrunar og annarrar þjónustu sem stendur öldruðum til boða. Stjórnin samþykkti að fara í þetta mál.

- Formaður mun senda ítrekun á fyrirspurn sinni varðandi kröfu um meiri stöðugleika á útsendingum túlkaðs kvöldfréttatíma á RUV 2.

- Stjórn WFD hefur sent FH fyrirspurn um áhuga á að taka að sér fund WFD á næstu árum. Stjórn samþykkti að opna fyrir fund í maí 2024 á Íslandi.

Fundarlok kl. 18.30

9. Skýrsla framkvæmdastjóra 30. ágúst 2022

11. Happdrættismál:

12. Sala happdrættisins hefst nú í vikunni og var miðaverð hækkað úr 2900 í 3300 kr. sem eru í hlutfalli við vísitölu og aðrar hækkanir happdrættismiða á markaði.

13. Félagið leigði íbúð í Álfaborgum í Grafarvogi í 3 mánuði fyrir sölufólkið þar sem Rudólf hefur selt sína íbúð og erfitt að finna gistingu fyrir fólkið. Félagið þarf að greiða um 100-150 þúsund krónur með leigunni á mánuði þar sem ekki er hægt að ætlast til að sölufólkið greiði meira en 50 þúsund á mann fyrir gistinguna.

14. 4 sölumenn frá Tékklandi og einn frá Ítalíu væntanlegur.

15. Söfnun á fölskum forsendum:

16. Félagið hefur fengið innhringingar frá almenningi þar sem spurt er hvort félagið standi fyrir fjársöfnun á götum úti en einhverjir aðilar hafa verið að safna pening vegna húsnæðismála fyrir Döff á menningarnótt í Reykjavík og bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ um helgina. Félagið hefur sett út viðvörun á fésbókarsíðu sína og sent tilkynningu til lögreglu þess efnis að óprúttnir aðilar séu að safna fé í nafni félagsins.

17. Auglýsingar í sjóði félagsins senn að hefjast:

18. Í byrjun september verða mennta- og Bjargarsjóður auglýstir til úthlutunar en einnig styrktartsjóðurinn sem samþykkt var að hefja úthlutun á nú þegar í haust eða alls 500 þúsund krónur. Setja verður upp lög sjóðsins og birta á heimasíðu félagsins ekki síðar en í næstu viku. Er í vinnslu.

19. EDSO auglýsir eftir virkni í íþróttastarfi á Íslandi:

  1. Stutt skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Deildarstarf - Puttalingar - vetrarstarf.
  3. Flóttafólkið (föstudagskaffi, ÍTM námskeið SHH, afnot af sal, upplýsingamiðlun, hlutverk Fh).
  4. Staða hagsmuna- og baráttumála hjá Fh - punktar frá Karólínu.
  5. Formennska DNR 2022-2026 og fundur DNR 4.-6.nóv 2022 Kaupmannahöfn.
  6. Norræn menningarhátíð Ísland 2026 og NUL 2026. Næstu skref?
  7. Alþjóðavika döff og alþjóðadagur táknmála.
  8. Önnur mál

1. Hjördís óskaði þess að stjórn fengi upplýsingar um fyrirætlaðar verðhækkanir á happdrættismiðum og þá rafrænt hafi stjórn ekki komið saman áður en í framleiðslu miðanna fer. Framkvæmdastjóri punktaði það hjá sér. Skýrsla framkvæmdastjóra var samþykkt með fyrrnefndum athugasemdum.

2. Stjórn veitti framkvæmdastjóra samþykki til að semja við Mordekaí að taka að sér hlutastarf 20-30 % til að sinna betur félagsmálum og málefnum ungliðahreyfinga í Evrópu og á Norðurlöndunum. Ráðningin yrði tímabundin til áramóta með endurskoðunarákvæði.

3. Tillaga var lögð fram og samþykkt að fulltrúar stjórnar hittu flóttafólk frá Úkraínu á á upplýsingafundi um hlutverk, starf og þjónustu félagsins. Fundurinn verði einungis fyrir Úkraínufólkið með upplýsingagjöf að ræða og einnig verði útbúið stutt upplýsingavideo á úkraínsku með þessar upplýsingar að leiðarljósi.

4. Formaður kynnti stjórn málefni þau sem eru í gangi hjá lögfræðingi félagsins, Karólínu Finnbjörnsdóttur. Þá var samþykkt ef formaður eða stjórnarmaður sem fari í fjölmiðlaviðtal fái viðtalið til yfirlesturs og skoðunar til samþykkis svo fréttaflutningur af málefnum er tengjast döff sé réttur.

5. Ísland hefur tekið við stjórn DNR, DNUR og er fyrsti fundur undir stjórn Íslands haldin 4-6. nóvember 2022.Sækja þarf um í Norræna velferðarstjórinn NVC fyrir 31 október en sá sjóður niðurgreiðir kostnað við Norrænu fundina DNR og DNUR. 2-4 nóvember mun formaður sækja fund Norrænan fund málnefndafélaga. Hjördís bendir á að lokaumsókn í NVC sjóðinn er 31 október. Samþykkt var að Heiðdís og Uldis sæki DNRfundinn fyrir hönd stjórnar og Mordekaí DNUR fundinn.

6. Næsta Norræna menningarhátíð döff verður haldin á Íslandi árið 2026. Nokkrir hafa boðið sig fram í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina og þarf að kalla til vinnufundar og skepuleggja fyrstu skref og grunn hátíðarinnar. Samþykkt var að kalla til fundar upp úr miðjum október.

7. Alþjóðavika og alþjóðadagur táknmálsins er 23. September. WFD hvetur aðildarlönd að fá opinberar byggingar upplýstar í lit táknmálsins sem er blár. Tillaga að dagskrá í FH er kynning Hjördísar á WFD, heimsókn í Mörkina á kaffisamsæti döff þar auk þess sem boðið verði í veislu í FH eða farið út að borða.

8. Önnur mál:

- Stjórn samþykkti að greiða árgjald döff íþróttasamtaka EDSO til að halda áfram tengslum við alþjóðlegt íþróttasamstarf þó ekki sé virkt sem stendur.

- Aðalfundur 55+ verður í haust og leggur Hjördís til að tekið verði upp aðstandendakerfi fyrir aldraða döff og skoðað verði og kynnt fyrir þeim réttindi til heimahjúkrunar og annarrar þjónustu sem stendur öldruðum til boða. Stjórnin samþykkti að fara í þetta mál.

- Formaður mun senda ítrekun á fyrirspurn sinni varðandi kröfu um meiri stöðugleika á útsendingum túlkaðs kvöldfréttatíma á RUV 2.

- Stjórn WFD hefur sent FH fyrirspurn um áhuga á að taka að sér fund WFD á næstu árum. Stjórn samþykkti að opna fyrir fund í maí 2024 á Íslandi.

Fundarlok kl. 18.30

9. Skýrsla framkvæmdastjóra 30. ágúst 2022

11. Happdrættismál:

Sala happdrættisins hefst nú í vikunni og var miðaverð hækkað úr 2900 í 3300 kr. sem eru í hlutfalli við vísitölu og aðrar hækkanir happdrættismiða á markaði.

Félagið leigði íbúð í Álfaborgum í Grafarvogi í 3 mánuði fyrir sölufólkið þar sem Rudolf hefur selt sína íbúð og erfitt að finna gistingu fyrir fólkið. Félagið þarf að greiða um 100-150 þúsund krónur með leigunni á mánuði þar sem ekki er hægt að ætlast til að sölufólkið greiði meira en 50 þúsund á mann fyrir gistinguna.

4 sölumenn frá Tékklandi og einn frá Ítalíu væntanlegur.

12. Söfnun á fölskum forsendum:

16. Félagið hefur fengið innhringingar frá almenningi þar sem spurt er hvort félagið standi fyrir fjársöfnun á götum úti en einhverjir aðilar hafa verið að safna pening vegna húsnæðismála fyrir döff á menningarnótt í Reykjavík og bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ um helgina. Félagið hefur sett út viðvörun á fésbókarsíðu sína og sent tilkynningu til lögreglu þess efnis að óprúttnir aðilar séu að safna fé í nafni félagsins.

13. Auglýsingar í sjóði félagsins senn að hefjast:

Í byrjun september verða mennta- og Bjargarsjóður auglýstir til úthlutunar en einnig styrktartsjóðurinn sem samþykkt var að hefja úthlutun á nú þegar í haust eða alls 500 þúsund krónur. Setja verður upp lög sjóðsins og birta á heimasíðu félagsins ekki síðar en í næstu viku. Er í vinnslu.

14. EDSO auglýsir eftir virkni í íþróttastarfi á Íslandi:

15. Keiludeild tilkynnir fund erlendis og mögulegan fund Norrænna íþróttafélaga á Íslandi á næstunni.

Jóel úr keilunni kom að máli við framkvæmdastjóra FH og tilkynnti að fundur Norrænnar íþróttastarfsemi væri fljótlega og sömuleiðis að Norrænn fundur íþróttastarfsemi yrði haldin næst á Íslandi. Upplýsingar voru af mjög skornum skammti og óskaði framkvæmdastjóri að erindi bærist stjórn varðandi málin. Til upplýsinga þá er engin virk íþróttastarfsemi né stjórn á Íslandi og spurning hversu mikla athygli málið á að fá – vísa til stjórnar með málið.

16. Úkraínskt kaffihús í FH á föstudaginn

Úkraínska kona sem er menntaður bakari og kökuskreytingakona og FH hafa komist að samkomulagi að auglýst verði úkraínskt kaffi til sölu í FH á föstudaginn. Konan mun fá að eignast fjárhagslegan afrakstur verkefnisins sem framkvæmdastjóri lítur jákvæðum og gleðilegum augum á í stuðningi og samstarfi við fólkið sem hingað er komið. -óskað samþykkis stjórnar.