Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 15. desember 2022, kl. 15:00

1. Skýrsla framkvæmdastjóra -sjá skýrslu neðar

2. Árið 2023

2. Utanlandsferðir

3. DNR ½ Finnland 9.-12.mars

4. DNR 2/2 Svíþjóð haust

5. EUD aðalfundur Stokkhólm, 17.-21.maí

6. WFD aðalfundur Jeju S-Kórea 9.-10.júlí

7. WFD ráðstefna Jeju S-Kórea. 11.-15.júlí

8. Puttó, ÍFH og 55+

9. Aðalfundur Fh, tími? kosningar hver?

10. Afmæli Fh og dagur ÍTM 11. feb

11. Flow Tv - workshop og svo uppistand um kvöldið? sjá verð

12. VV Power vor 2023 - undirbúa og skoða verð

13. Undirbúningur vegna DKNF 2026 Ísland

Formaður leggur fram tillögu að stjórnarmenn taki að sér fundarstjórn stjórnarfunda framvegis. Tillagan var samþykkt og stjórnar Uldis þessum stjórnarfundi

1. - Breyta orðalagi í fundargerð þess efnis að talað sé um að auglýsa eftir mannvini flóttafólks en ekki flóttafólks frá Úkraínu.

- Tala við Rauða Krossinn og skipuleggja námskeið “mannvinur” á táknmáli. Tillaga að fulltrúi döff upplýsi námskeiðshaldara um mörk döff.

- Stjórn samþykkti að Mordekaí færist úr 25 í 50% stöðugildi.

- Tillagan að ÍTM appið verði kynnt sem þjóðargjöf sem almannaeign. Framkvæmdastjóri mun senda á stjórn tillögu og orðalag að verkefninu.

2-8. Farið yfir utanlandsferðir á árinu á vegum FH.

DNR 2 fulltrúar

WFD má senda 2 fulltrúa á aðalfundinn og bjóða gestum á ráðstefnu á vegum WFD sem haldið er á sama tíma.

EUD aðalfundur 2 fulltrúar

Deild 55+ áætlar að halda zoomfund á árinu en óskar eftir liðveislu frá FH á Norrænt mót aldraðara í Finnlandi.

ÍFH hefur engin plön

9. Rætt til upplýsinga og undirbúnings en áætlað er að halda fundinn í maí en verður rætt síðar.

10. Tillögur frá stjórnarmönnum vel þegnar – styttist í daginn. Verður kjörinn maður ársins t.d?

11. Hugmynd að skoða möguleika á að fá TV-Flow til landsins í kringum afmæli FH og dag ÍTM með uppistand og workshop

12. Samþykkt að fá Mordekaí og Sindra að heyra í VV sögumanni frá Svíþjóð og fá tilboð í pakka ef hann kæmi til landsins í uppistand. Tekin verður ákvörðun út frá því.

13. Það þarf að huga að menningarhátíð á Íslandi 2026. Tillaga er að ráða verkefnastjóra í verkið. Skoða þarf þetta á vinnufundi þar sem lögð verður tímalína á verkefnið.

Önnur mál:

-Tillaga var að bjóða aðilum Jenile á kynningafund 6. Febrúar milli kl.17-18.

-Tilboð barst frá Sigurlín Margrét í textun á táknuðu videoefni. Eftir umræður stjórnarmanna var ákveðið orðalag sem framkvæmdastjóri sendir fyrir hönd stjórnar.

Tillaga er lögð fram að halda vinnufund stjórnar 5. Janúar 2023. Samþykkt.

Skýrsla framkvæmdastjóra

15.12.2022

1. Hausthappdrættissölu er lokið. Heildarsalan náði 14.100 miðum sem er mjög ásættanleg niðurstaða. Stefnt verður að því að prófa úkraínska sölumenn á höfuðborgarsvæðinu í vorhappdrættinu 2023.

2. Tillaga að Mordekaí verði ráðinn í 50% stöðugildi í stað 25% sem nú er til 30. Júní 2023 með endurráðningu í huga ef vel gengur.

3. Fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2023 var send til ykkar til yfirlesturs og athugasemda. Eru spurningar eða athugasemdir?

4. 3 hafa boðið sig fram til að vera rauða kross vinur úkraínufólks. Spurning með næstu skref?

5. Tillaga á kynningu ÍTM appsins:

Dagsetning: jan eða fyrir 11 feb

-Fréttatilkynning send til fjölmiðla um að félagið hafi opnað app fyrir Android og iPhone síma þar sem fólk geti lært ákveðin grunnsamskipti á táknmáli við aðstæður í félagslífi og atvinnulífi og er skemmtilegt og lærdómsríkt app til að opna á möguleika almennings til að eiga samskipti við döff á táknmáli. (hafa mynd af símanum með opið appið)

-tala við RUV og Stöð2 með að gera lifandi frétt um þetta í fréttatíma þar sem döff og t.d. fréttamaður/kona eiga samskipti sín á milli í gegnum appið og fréttamaður geri grein fyrir hvað hann sé að gera í sínum samskiptum(standa við barinn í salnum og tjatta eða annað)

-Kaupa “upp” markaðssetningu á Facebook þar sem appið er kynnt og fólk hvatt til að hlaða niður appinu því döff er töff og slagorðið gæti verið:

-“Hlaðið ÍTM táknmálsappinu og verið töff með Döff” - eða “hlaðið ÍTM táknmálsappinu því döff er töff”

Fundi slitið kl. 17.40