Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 5. janúar 2023, kl. 16:30

Viðstödd eru: Heiðdís, Hjördís, Þórður, Eyrún og Uldis.
Fundargerð ritar: Daði Hreinsson

Fundur settur: 16:30

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt.

2. WFD

WFD aðalfundur er í haust og er Hjördís fulltrúi stjórnar á fundinum. Umræða kom upp hvort aðrir stjórnarmenn hefðu áhuga á að sækja fundinn sem er haldin í Kóreu. Fólk beðið að hugsa málið.

3. Norræn menningarhátíð

Norræn menningarhátíð DNKF 2026 á Íslandi rædd og hugsanleg ráðning verkefnastjóra við verkefnið. Það sem þarf að huga að fyrst er:
  1. Staðsetning
  2. Heimasíða
  3. Þema menningarhátíðar
  4. Formaður sendir stjórn tillögu að tímalínu að hátíðinni.

4. Afmæli félagsins, 11. febrúar

Áhugi að fá Florian Tirnovan frá Svíþjóð og óskað að Mordekaí tali við hann varðandi dagskrá á afmælinu sem workshop og standupið. Hann hefur gefið tilboð upp á 10.000 sænskar krónur fyrir utan ferða og gistikostnað. Skoða barnadagskrá í samstarfi við foreldrafélagið og kynna fjöldmiðlum ÍTM appið sem gjöf til þjóðarinnar frá Félagi heyrnarlausra.

5. Atvinnu- og félagsmálaráðuneytið

Samningur milli atvinnu- og félagsmálaráðuneytisins kynntur en félagið fær 8 milljónir til að ráða ráðgjafa í 10-12 mánuði sem ráðgjafa í malefnum Döff flóttafólks.
Stjórn samþykkt samninginn.

6. Aðalfundur 2023

Aðalfundur félagsins verður haldinn 11. maí 2023, kl. 17 til 19.

7. Erlendir fundir

  • DNR og DNUR fundir verða haldin 9-11 mars í Finnlandi. Heiðdís og Uldis fara á DNR og Mordekaí á DNUR.
  • EUD aðalfundur verður haldinn 17-21 maí í Stokkhólmi í Svíþjóð. Skoða þarf fulltrúa á þann fund.


Ritari fundar les fundargerð til samþykkar. Stjórn samþykkir fundargerð.

Fundi slitið: 18:30