Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 5. janúar 2023, kl. 16:30
Viðstödd eru: Heiðdís, Hjördís, Þórður, Eyrún og Uldis.
Fundargerð ritar: Daði Hreinsson
Fundur settur: 16:30
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt.
2. WFD
WFD aðalfundur er í haust og er Hjördís fulltrúi stjórnar á fundinum. Umræða kom upp hvort aðrir stjórnarmenn hefðu áhuga á að sækja fundinn sem er haldin í Kóreu. Fólk beðið að hugsa málið.
3. Norræn menningarhátíð
Norræn menningarhátíð DNKF 2026 á Íslandi rædd og hugsanleg ráðning verkefnastjóra við verkefnið. Það sem þarf að huga að fyrst er:- Staðsetning
- Heimasíða
- Þema menningarhátíðar
- Formaður sendir stjórn tillögu að tímalínu að hátíðinni.
4. Afmæli félagsins, 11. febrúar
Áhugi að fá Florian Tirnovan frá Svíþjóð og óskað að Mordekaí tali við hann varðandi dagskrá á afmælinu sem workshop og standupið. Hann hefur gefið tilboð upp á 10.000 sænskar krónur fyrir utan ferða og gistikostnað. Skoða barnadagskrá í samstarfi við foreldrafélagið og kynna fjöldmiðlum ÍTM appið sem gjöf til þjóðarinnar frá Félagi heyrnarlausra.5. Atvinnu- og félagsmálaráðuneytið
Samningur milli atvinnu- og félagsmálaráðuneytisins kynntur en félagið fær 8 milljónir til að ráða ráðgjafa í 10-12 mánuði sem ráðgjafa í malefnum Döff flóttafólks. Stjórn samþykkt samninginn.
6. Aðalfundur 2023
Aðalfundur félagsins verður haldinn 11. maí 2023, kl. 17 til 19.
7. Erlendir fundir
- DNR og DNUR fundir verða haldin 9-11 mars í Finnlandi. Heiðdís og Uldis fara á DNR og Mordekaí á DNUR.
- EUD aðalfundur verður haldinn 17-21 maí í Stokkhólmi í Svíþjóð. Skoða þarf fulltrúa á þann fund.
Ritari fundar les fundargerð til samþykkar. Stjórn samþykkir fundargerð.
Fundi slitið: 18:30