Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 23. janúar 2023.. kl. 16:00

Viðstödd eru: Heiðdís, Uldis og Eyrún
Fundargerð ritar: Daði Hreinsson

Afboðuð eru: Hjördís Anna vegna hagsmunaárekstra varðandi málefni fundarins, og Þórður vegna óviðráðanlegra aðstæðna en sendi álit sitt á umsóknum rafrænt til umfjöllunar á fundinum.

Fundur settur: 16:00

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt.

2. Verkefnastjóri í málefnum flóttamanna

  • 3 umsóknir bárust í auglýsta stöðu sem voru boðaðir í viðtal hjá framkvæmdastjóra í fyrsta þrepi. Tveim umsækjanda mættu en einn ekki.
  • Framkvæmdastjóri fór yfir viðtölin með stjórn sem voru samræmd milli umsækjanda til að tryggja heildræna sýn viðtalanna.
  • Eftir umræður stjórnar var akveðið að ráða Hjördísi Önnu Haraldsdóttur í starf verkefnastjóra í málefnum Döff flóttafólks til eins árs.
  • Framkvæmdastjóri mun tilkynna umsækjendum niðurstöðu stjórnar.


Ritari fundar les fundargerð til samþykkar. Stjórn samþykkir fundargerð.

Fundi slitið: 17:40