Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 8. febrúar 2023, kl. 16:30

Viðstödd eru: Heiðdís, Þórður, Eyrún og Uldis.
Fundargerð ritar: Daði Hreinsson

Fundur settur: 16:30

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

  • Afmælisdagskrá félagsins fyrir föstudag og laugardag er tilbúin og skipulögð.
  • Happdrættissala er áætluð að hefjast 3. mars og hafa miðarnir verðir sendir í prentun.
  • ÍTM appið verður sent til kynningar sem gjöf félagsins til landsmanna á fjölmiðla á morgun í tilefni afmælis félagsins auk þess sem auglýsingin verður

    „boost-uð“ á Facebook.

  • Alþjóðlegi 112 dagurinn verður einnig auglýstur 11. febrúar en hann er táknmálstúlkaður að hluta.
  • Döffblaðið tilbúið og kemur í hus vonandi á morgun skv. áætlun prentsmiðju. Flott blað og framlag frá Dotta ritstjóra.

3. Döffblaðið í framtíðinni

Umræður spunnust um útgáfu Döffblaðsins á rafrænu formi í stað prenteinstaks og hafa útgáfu 3-4 sinnum á ári. Dotti ætlar að skoða það sem möguleika.

4. Söngvakeppnin 2023 í táknmáli

RÚV hefur óskað eftir samstarfi við Félagi heyrnarlausra varðandi túlkun á lögum í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Óskað er eftir að félagið kosti túlkana / Döff söngvarana sem kom fram. Þó stuttur fyrirvara sé er þetta framkvæmanlegt útsendingum úrslitana og samþykkti stjórn að kosta þessa túlkun.

5. Frumvarp um atvinnutúlkun

Lögfræðingar Félags heyrnarlausra og forsætisráðuneytisins munu hittast og ræða frumvarp um atvinnutúlkun sem lögð yrði fram á vorþingi Alþingis.

6. Umræðufundur um túlkamál

Formaður vill boða til umræðufundar um túlkamál en mjög neikvætt andrúmsloft er innan Döff samfélagsins vegna SHH og Túlkum þess. Boðað verður til fundar 21. febrúar, kl. 17-19 þar sem m.a. verða þessi mál auk bakvaktamála hjá 112 rædd.

7. Veislustjórn á afmælisveislu félagsins

Stjórn samþykkti að Uldis tæki að sér veislustjórn á afmæli félagsins í Brugghúsinu 11. febrúar.

8. Maður ársins

Stjórn ræddi innsendar tillögur félagsmanna á manni ársins og reyndist þessi umræða tímafrek enda margar góðar tillögur sem bárust. Var það ákvörðun stjórnar að málefni menninga og lista hlyti viðurkenningu í ár og er það Uldis fyrir framlag sitt í Eyju. Þá ákvað stjórn að heiðra Júlíu Hreinsdóttur og Kristinn Arnar Diego fyrir framlög sín til mennta- og fræðslumála.

Ritari fundar les fundargerð til samþykkar. Stjórn samþykkir fundargerð.

Fundi slitið: 18:00