Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 27. mars 2023 kl. 16:00
Viðstödd eru: Heiðdís, Þórður, Eyrún og Uldis.
Fundargerð ritar: Daði Hreinsson
Fundur settur: 16:00
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt.
2. Skýrsla formanns
- Formaður upplýsti um gang fyrsta DNR fundar undir stjórn Íslands og hve mikilvægt er að hafa Sigríði Völu sem fundarritara á fundinum en NVC (Norræni velfarðarsjóðurinn)styrkurinn gerir okkur kleift að ráða manneskju til aðstoðar að halda vel utan um öll málefni DNR. Fundarritari mun einnig halda utan um aframhaldandi styrktarumsókna til NVC.
- Baráttan um túlkun í atvinnulífi er að færast nær markmiðum en lögmenn Fh og menntamálaráðuneytisins vinna að tillögum að lagabreytingum svo hægt sé að ná málefninu í gegn í ráðuneytinu. Vonast er til að máleið gæti farið í nefnd og þingið á haustþinginu.
- Fundur sem Fh bauð til um málefni túlkaþjónustu var góður og nauðsynlegt að fá umræður um málaflokkinn. Formaður hefði viljað sjá meira frumkvæði frá hagsmunaaðilum opinnar túlkaþjónustu á fundinum.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
- Samningur um styrk frá Félagsmálaráðuneytinu kom loks í gegn og er samstarfssamningurinn upp á 15. milljónir króna fyrir árið 2023. Hækkun frá fyrra ári um 4 milljónir.
- Þá var undirritaður samingur við velferðarsvíð Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 og hefur hún verið send stjórnarmönnum. Áætluð rekstarniðurstaða að óbreyttum útgjöldum verði + 10,3 milljónir króna. Svara spurningum á fundinum ef einhverjar eru.
- Aðalfundur Fh er 11. maí. Aðalfundaboð verður sent út fyrir páska eða mánudaginn 3. apríl svo boðið skili sér tímanlega. Sindri spyr stjórn hvort taka eigi upp fundarboðið á táknmáli.
- Happdrættissala gengur vel með sölumönnum Úkraínu. Mun ekki niðurfæra söluáætlun þó margir nýir séu að selja. - Veður og færð góð en tökum pásu um páskana. Erfitt hefur verið að leigja sumarhús á landsbyggðinni vegna mikillar ásóknar almennings í húsin.
4. Aðalfundurinn 2023
- Farið yfir helstu þætti fundarins og tillögur um fundarstjóra, ritara og rittúlka. 9. maí er fundur með endurskoðanda varðandi ársreikninginn. Félagsgjöld voru samþykkt að hafa óbreytt.
5. Önnur mál
- Þórður mælir ekki með breytingum á útgáfu Döffblaðsins í rafræna útgáfu. Telur prentútgáfu varðveita söguna betur og halda skuli í hefðina með útgáfu prentmiðils. Aftur á móti væri hægt að bæta við einni rafrænni útgáfu í lok september í kringum Dag Döff. Stjórn samþykkti að Daði og Þórður myndu ræða sín á milli kostnað og umfang slíks miðils.
- Uldis og Eyrún verða fulltrúar Fh á aðalfundi WFD í Súður-Kóreu í sumar.
Ritari fundar les fundargerð til samþykktar. Stjórn samþykkir fundargerð.
Fundi slitið: 17:50