Fundargerð stjórnar

2. maí 2023

Stjórnarfundur 2. maí 2023 kl. 16:00

Fundargerð stjórnarfundar 2. maí 2023

Mættir: Heiðdís, Uldis, Eyrún og Þórður – Ritari Daði

 

 

  1. Aðalfundur:

 

Formaður fór yfir dagskrá aðalfundarins, kynnti tillögur að fundarstjóra og ritara og samþykkti stjórn að fá Vilhjálm Vilhjálmsson sem fundarstjóra og Árný Guðmundsdóttir sem ritara.

 

Tillaga að lagabreytingum var kynnt og orðalag lagabreytinganna aðlagað m.v. 4 ára stjórnarsetu og aðalfund á tveggja ára fresti. Orðalag samþykkt.

 

Stjórn ákvað að leggja til á aðalfundinum að kosningu um lagabreytingu verði færð á undan stjórnarkjöri svo lagabreytingin, verði hún samþykkt taki gildi á fundinum.

 

Stjórn ræddi ákveðnar tilfærslur varðand væntanlegar breytingar eins og að kjósa varaformann á fundinum og óska framlengingu stjórnarsetu Þórðar um eitt ár og formaður væri tilbúinn að framlengja framboð sitt í 4 ár í stað tveggja. Samþykkt.

 

Önnur mál:

 

Spurt var um stöðu Sindra í fjarvinnu og staðan hans kynnt og samþykkt að framlengja ráðningu hans til 31.12.2023

 

Spurt var hver staða foreldrafélagsins væri en þar er Sigríður Vala áfram formaður

 

Fundi slitið kl. 17.45