Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 22. ágúst 2023 kl. 16:30

22. ágúst 2023 kl. 16-18.

Fundardagskrá

1. Skýrsla formanns

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

3. Innanhúsfótbolti

4. Starfsárið 2023-2024 umræður

5. Alþjóðavika – sjá fylgiskjal

6. Önnur mál

 

Mættir: Heiðdís, Uldis, Eyrún, Þórður, Berglind

Ritsjóri: Daði Hreinsson

 

1. Skýrsla formanns

Fundur hjá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu 28. júni vegna túlkunar í atvinnulífi. Heiðdís og Karólína lögfræðingur fóru á fundinn fyrir hönd Fh. Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur frá forsætisráðuneytinu koma líka á fundinn ásamt lögfræðingum MVF Hildi Jörundsdóttur og Elísu Sóley Magnúsdóttur. Fundurinn var í 1 ½ klst og góðar umræður um stöðuna á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að stefna hópnum aftur saman til fundar ásamt fulltrúum félagsmálaráðuneytisins eftir 10. Ágúst og ræða frekari útfærslur á því hvernig unnt er að lögfesta rétt Döff til túlkunar í atvinnuífinu, með samskonar hætti og gert var með menntamálatúlkun og heilbrigðistúlkun. Búið að senda póst á alla viðkomandi og kalla eftir fundi, enn beðið eftir fundarboði.

Kæra á ákvörðun SHH 24.mars 2023, svar frá MVF 11.ágúst 2023 þar sem staðfest er að þau ætli að kalla eftir afstöðu SHH og ætti boltinn að fara að rúlla þá.

Ítrekun á fyrrum ítrekunarbréfum, bréf sent 15. ágúst 2023 þar sem óskað er svara við ítrekuðum fyrirspurnum varðandi textun á innlendu sjónvarpsefni.

Neyðartúlkun, greinargerð gerð 4. desember 2019 í tilefni af niðurlagningu neyðarsíma SHH og yfirfærslu neyðarsímsvörunar og boðunar táknmálstúlka til 112. Greinargerðin unnin sameiginlega af Fh og SHH. Núna er kominn tími á að reyna á næstu skref og stroka yfir þessa fölsku öryggi. Vinna með bakvaktir og þríhliða myndsímtal milli neyðarvarðar, döff og táknmálstúlks. Sjá dæmi um bakvaktarskyldur hjá dýralæknum. Formaður í samvinnu við lögfræðing að skoða leiðir til að vinna með þetta. Tillaga að senda bréf á dómsmálaráðherrann Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að óska eftir fjármagn til að vinna með bakvaktir. Útbúa þarf kynningu á rétti döff til túlkunar fyrir viðbragðsaðilum og þeim sem veita heilbrigðisþjónustu og annars konar grunnþjónustu (lögreglan, slökkvilið, sjúkraflutninga, björgunarsveitir, almannavarnir, barnaverndarnefndir, Landhelgisgæsla, Landspítalinn, heilsugæslur, læknavaktin, barnalæknaþjónustan, rauði krossinn, þjóðkirkjan og aðrar trúarstofnanir.

Athugasemdir stjórnar:

Berglind vill efla samstarf milli hagsmunaðila í textunarbaráttu. Formaður útskýrði að það hefur FH áður gert en ekkert frumkvæði hafi komið frá þeim aðilum og FH staðið eitt í baráttunni. Félög eins og Heyrnarhjálp, Félag eldri borgara, Alþjóðahús hafi setið fundi með FH.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

1. Útlit og form happdrættis óskast samþykkt áður en farið í prentun og umsóknar um happdrættisleyfi. Sala hefst rétt eftir mánaðarmót. 2 Tékkar, 3 Úkraínumenn og 3 íslendingar standa fyrir sölu að þessu sinni.

2. Tillaga að FH fari í umsóknir styrkja vegna Heilsumola á táknmáli sem SÍBS gaf út í 18 stuttum myndböndum.

3. Fulltrúar frá velferðarsviði hafa óskað eftir því að fá kynningu á starfsemi FH í þjónustu og hugmynd er að kynna framtíðarsýn að táknmálshúsi með víðtækari þjónustu

4. Eru fleiri átaksverkefni sem stjórnin sér framundan – Heilsuefling, barnaefni eða barnatengt, annað?

5. Staða starfsfólks fram að áramótum. Staða alls starfsfólks er óbreytt fram að áramótum en Lailu er skv læknisráði og Virk skipað að fara í 50% stöðugildi í 3-6 mánuði vegna álags. Um áramótin eru nokkrar stöður lausar og verða lagðar fram tillögur um starfsmannamál á nýju ári þegar lengra inn í haustið er komið.

6. Helstu verkefni framkvæmdastjóra næstu vikur er að skila greinargerðum vegna samstarfssamninga við ríki og borg og senda inn nýjar umsóknir fyrir nýtt ár.

Athugasemdir stjórnar:

Útlit happdrættismiða samþykkt.

Stjórn vill sjá meiri heilsueflingu af hálfu félagsins og eftir miklar umræður var tillagan að fara í 4 megin heilsueflandi verkefni í formi fyrirlestraraða eins og audisma, ADHD-greiningu fullorðinna, heilahimnubólgu, rauðu hunda, geðklofa og noona heilkennið. Heiðdís nefndi Döff fræði og leggur til að Hjördís leiti gagna til Leksand í Svíþjóð og undirbúi efnisöflun til fyrirlesturs um slíkt. Hafa lýðheilsufyrirlestra 1 sinni í mánuði í FH. Þá benti Bettý á að sniðugt væri að efla lýðheilsufræði í gegnum snjallsíma. Skoða og útfæra þessar tillögur.


3. Innanhúsfótbolti vetur 2023-2024

- beiðni um að stjórn samþykki áframhaldandi fjárstuðning fyrir leigu á húsnæði.

Athugasemdir stjórnar:

Samþykkt var að styrkja innanhúsfótboltann og mun framkvæmdastjóri bóka sal fyrir veturinn.


4. Starfsárið 2023-2024, umræður

- Alþjóðavika döff og alþjóðadagur táknmála lok sept 2023.

- DNR/NTN 16.nóv, fundur um möguleika á sameiginlegu verkefni hvernig má safna upplýsingum um fjölda þeirra sem nota táknmál í hverju landi og hvaða gagn þessar upplýsingar geta gert.

- DNR 17.-19.nóvember Svíþjóð

- DNR xx.mars Noregur

- EUD aðalfundur 2024, fimmtudaginn 23.maí-sunnudags 26.maí í Belgíu.

- Auka aðalfundur WFD? Enn beðið niðurstaðna.

- Dagur ÍTM 11.feb

- Afmæli Fh 11.feb

- Aðalfundur Fh maí 2024.

- Vinnufundir reglulega vegna menningarhátíðar 2026.

Athugasemdir stjórnar:

-Ræddar tillögur um viðburði kringum alþjóðaviku döff og útfærslu dagskrárliða.

-Ábending kom um að ekki verður haldinn aðalfundur 2024.

-formaður kallar fljótlega til vinnufundar í kringum menningarhátíðina 2026


5. Alþjóðavika - sjá fylgigögn. Þema 2023 – Heimur þar sem Döff geta notað táknmál alls staðar og hvar sem er (A world where deaf people everywhere can sign anywhere)

Athugasemdir stjórnar:

Málefnið var rætt í lið 4 um starfsárið – fylgiskjal um tillögur að þema vikunnar í fylgiskjali.


6. Önnur mál

- Fyrirtækið Jenile sendi tilboð á búnaði fyrir skrifstofuna til stjórnar sem vísaði málinu til umræðu og skoðunar meðal starfsfólks sem best er til þess fallið að meta þörf slíks búnaðar. Verður kynnt á næsta starfsmannafundi.

- Bréf frá félagsmanni þar sem hann krefst í bréfi ábyrgðar framkvæmdastjóra á uppákomu á Selfossi tengdri pennasölu í sumar. Farið yfir innihalds bréfsins sem þar sem atburðir þessir voru bornir saman við það sem raungerðist og eiga ásakanir í innihaldi bréfsins sér engar stoðir. Varaformaður mun senda svar við bréfinu.

- Laila starfsmaður félagsins sendi stjórn bréf með áliti sínu að mikil þörf sé á að fara í markvissa greiningu á stöðu aldraðra(´64 og eldri) og döff plús þar sem aldurssamsetning döff samfélagsins fer hækkandi og þörfin verði meira aðkallandi í framtíðinni. Stjórn samþykkti að starfsfólk FH færi í skoðun á því hvernig árangursríkast og markvissast sé að fara í slíka vinnu. Tillaga verði lögð fram fyrir áramót.

- Formaður tilkynnti að SHH hafi sagt upp samstarfssamningi sínum við RÚV varðandi táknmálstúlkun kvöldfrétta frá næstu áramótum. FH hefur óskað eftir upplýsingum um málið og fer formaður FH á fund SHH næstkomandi föstudag til umræðna um stöðuna.


Fundi slitið: kl. 17:48