Fundargerð stjórnar

Vinnufundur stjórnar 10. október 2023 kl. 16:00

Mættir: Heiðdís, Berglind, Eyrún, Uldis og Þórður. Ritari Daði 

 

Ákveðið var að Berglind stýrði fundinum – samþykkt. 

 

  1. Fundardagskrá  
  1. Staða verkefna og starfsmanna Fh - Daði Hreinsson 
  1. Norræn menningarhátíð Döff á Íslandi 2026. Sjá vinnuskjal 
  • Ákveða hvernig ætlum við að hafa undirbúninginn 
  • Staðsetning 
  • Fara yfir tímalínu í skjalinu.  
  1. Bóka beiðni vegna umsóknar um áframhaldandi samstarf döff foreldra döff barna á norðurlöndum í gegnum NordPlus.  
  1. WFD aukaaðalfundur 21.okt - fulltrúar, þarf að staðfesta fyrir 19.október - sjá skjal. 
  1. WFD stjórnarfundur gestgjafi (host) nóvember 2024.  
  • ákveða tímasetningu 
  • Hagur Fh að bjóða WFD? t.d workshop, seminar, heimsóknir í stjórnsýslu sem við á sjá dagur 6 fyrir neðan.  

 

WFD Board in Iceland for next year in November 2024? The dates should be in a week, 

 

Day 1:  Arrival day first for WFD President, Vice President & WFD Executive Director 

Day 2:  WFD President, Vice President and Executive Director meeting 

            Arrival of WFD Board Members 

Day 3:  1st Day of WFD Board meeting 

Day 4:  2nd Day of WFD Board Meeting 

Day 5:  3rd Day of WFD Board Meeting 

Day 6:  Meeting government officials/community seminar/workshop with the Icelandic deaf community 

Day 7:  Departure of all Board and Executive Director 

 

Could you please send the alternative dates by 1 November 2023? 

 

Athugasemdir skýrslu formanns: 

Skýrsla samþykkt 

 

 

 

 

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra

 

  1. Starfsmannamál. Samkomulag er að Sindri láti af störfum um áramótin. Skoða þarf hvernig manna skuli stöðu hans. 

Tillaga að staða Mordekaí verði framlengd um 6 mánuði. Mörg verkefni sem hann hefur í gangi en þarfnast frekara utanumhalds um verkefni hans. 

 

  1. Engar umsóknir bárust í menntasjóð eða Bjargarsjóð. 2 umsóknir bárust í Döffsjóðinn og óskast umsagnar stjórnar um umsóknirnar. 

 

  1. Umsókn um styrk frá 55+ í að FH niðurgreiði sal undir jólahlaðborð í Nauthól. Salurinn hefur þá kosti umfram hinn að þar eru kringlótt borð sem auðveldar samskipti döff. Salurinn kostar 60.000 og er óskað þess að hann verði greiddur af FH enda jólahlaðborðið opið öllum. 

 

  1. Tillaga um auglýsingu á ljósaskilti strætó. Birting 50 skjáa í 7 daga fást á hálfvirði eða 205.000 + vsk. 

 

  1. Kynning vegna breytingar á stjórnborði heimasíðu hjá Hugsmiðjunni. Eru tillögur að breytingum umfram sem áður kom fram að hafa facebook hnapp á síðunni? 

 

  1. Í undirbúningi eru umsóknir um styrki til erlendra verkefna frá Mordekaí. Óskað er samþykkis stjórnar að þessar umsóknir verði sendar inn: 

 

  • Styrkir til verkefna og/eða viðburða á sviði jafnréttismála - forsætisráðuneytið 
  • Grænlandssjóður – Menningar og viðskiptaráðuneytið. 
  • -NATA(North Atlantic Tourism association) ferðastuðningur  til að auka samvinnu í ferðaþjónustu á norrænum slóðum 

 

Vegna aukinna umsvifa starfs síns óskar Mordekaí eftir því að starfshlutfall hans verði hækkað úr 50 í 75% - umræða. 

 

 

Athugasemdir skýrslu framkvæmdastjóra: 

 

  1. Stjórn samþykkti 6 mánaða framlengingu á stöðu Mordekaí í 50% starfshlutfalli. 
  1. Samþykkt var að 3 umsækjendur fengju 30 þúsund króna styrk. 
  1. Stjórn samþykkti að styrkja verkefnið um 60 þúsund krónur. 
  1. Stjórn samþykkti að nota Sam-mála auglýsinguna. Framkvæmdastjóri skoðar hvort betra sé að auglýsa núna eða í kringum dag ÍTM í febrúar. 
  1. Hafa síðuna óbreytta sem upplýsingasíðu með praktísk málefni. Setja facebook link og translate á deaf.is og skoða mögulegar breytingar næsta sumar. Samþykkt. 
  1. Stjórn samþykkti umsókn forsætisráðuneytisins og skoða aðrar umsóknir síðar. 

 

  1. Norræn menningarhátíð á Íslandi 2026

Farið yfir vinnuskýrslu Norrænu menningarhátíðarinnar og bætt inn í. Selfoss samþykktur sem mótsstaður og hafa í síðustu viku jjúlí fyrir verslunarmannahelgi. Opnunarthátið á fimmtudegi og lokahátíð laugardagskvöld. Bjóða upp á skipulagðar ferðir áður en hátíðin hefst á miðviku- og fimmtudeginum. Samþykkt var að framkvæmdastjóri verði verkefnastjóri hátíðarinnar. Samþykkt var að setja 3 milljónir í verkefnasjóð til að hefja vinnu við undirbúning. 

 

  1. Bóka samþykki með Sigríði Völu. 

 

  1. Samþykkt að Heiðdís og Berglind sitji fundinn. Samþykkt var að styrkja WFD um 500 EUR til að mæta kostnaði við aukaaðalfundinn.

 

Önnur mál: 

Ánægja með rafræna döffblaðið og samþykkt að gefa út amk einu sinni á ári prentað döffblað. 

 

Fundi slitið kl. 18.45