Fundargerð stjórnar
Mættir:
Heiðdís, Berglind, Eyrún, Uldis og Þórður. Ritari: Daði
Áður en formleg dagskrá hófst kom Hjördí Anna Haraldsdóttir og kynnti stöðu málefnis er snýr að döff flóttafólki. Umræður um kynningu og stöðu fóru fram meðal stjórnarmanna. Samþykkt var að herða þyrfti aðgengi að starfsfólki FH og þrengja mjög aðgang að ráðgjafa. Allir skulu bóka tíma og fund með ráðgjafa frá nýju ári. Þá var samþykkt að efna til vinnufundar um málefni döff flóttafólks og áhrif þessa fjölda á starfsemi félagsins, félagsmenn, menningu og íslenskt táknmál.
1. Skýrsla formanns
Fundur með lögfræðingi Fh 1.nóvember - sjá neðan.
Félagslegi sjóðurinn – Túlkun í daglegu lífi
● Prófmál í vinnslu
● Kæra á ákvörðun SHH um synjun á endurgreiðslu til meðferðar hjá Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
● Umsögn SHH liggur fyrir. Byggja á því að ekki liggi fyrir lagaheimild til greiðslu úr sjóðnum.
Næstu skref:
● Senda athugasemdir til ráðuneytisins um afstöðu SHH fyrir 15.11.2023.
● Er einhver inni á þingi sem gæti tekið málstaðinn áfram?
● Frumvarp til laga um SHH (Vinna hófst í júlí 2021 - Ekkert áunnist frá þeim fundi) Ýta þarf við þessu enda hanga baráttumál félagsins á lagabreytingum.
Aðgengi Döff að vinnumarkaði
● Bréf sent til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna málsins.
● Fundur með Katrínu.
● Fundur með Rán Ingvars.
● Fundur með vinnuhópi þvert á ráðuneyti FOR og Menningar- og viðskipta- ráðuneytisins.
● Fundi lofað í ágúst, eftir sumarleyfi. Ítrekuðum tölvupóstum ekki svarað.
Næstu skref:
● Koma þarf á fundi með vinnuhópnum og ýta málinu áfram.
Myndsímatúlkun
● Þjónusta ekki tryggð, hvorki í lögum né reglugerð.
● Löng barátta frá 2016 hið minnsta
● Erindi til Áslaugar Örnu, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 10. mars 2022
● Fundur með Áslaugu Örnu 5. apríl 2022. Ráðherra ákvað að taka málefnið upp innan ríkisstjórnar og koma því í farveg.
● Ítrekunarbréf sent 22. júní 2022.
● Ítrekun á ítrekunarbréfi sent 21. september 2022.
● Engin viðbrögð fengist.
Næstu skref:
● Þurfum að hugsa upp á nýtt. Sigurður Ingi er innviðaráðherra sem fer með fjarskiptamálin.
Sólborg
● Úrskurður ráðuneytis – ekki brotið á réttindum barns um stuðning.
● Sigga Vala tók áfram í fjölmiðlum.
● Viðbrögð frá Lilju Alfreðs 29. júlí 2022. Vísað í aðgerðaráætlun og málstefnuna.
● Ekkert fjármagn.
Næstu skref:
● Aðgerðaráætlun og málstefna ÍTM
Textun á innlendu efni
● Kvöldfréttir komnar með táknmálstúlkun en ekki íþróttafréttir og veðurfréttir
● Kvöldfréttir og íþróttafréttir með texta en ekki veðurfréttir
Næstu skref:
Hér að neðan má sjá samantekt eftir fundinn og næstu skref sem voru ákveðin á fundinum.
- Fjárlagafrumvarpið – Stofnun nýs sjóðs um
túlkun í daglegu lífi
- Engin reglugerð, enginn rammi og ekkert samráð haft við hagsmunaaðila. Skoða hvernig unnt sé að koma að athugasemdum við frumvarpið – koma á fundi hjá fjárlaganefnd, ráðherra, bréf? (KF).
- Aðgengi að vinnumarkaði
- Koma þarf á fundi með vinnuhópnum. Ýta við þessu. (KF, HE)
- Leggja fram tillögur út frá minnisblaði um fyrirkomulagið á Norðurlöndum?
- Finna frumvarp til túlkalaga sem unnið var 2015? í samvinnu með Svandísi Svavarsdóttur. Skoða hvort það er eitthvað í því eða aðgerðaráætlun sem var unnin með frumvarpinu. (HE)
- Myndsímatúlkun
- Breyta um strategíu. Láta reyna á kæru til Fjarskiptastofu líkt og gert var 2016 – fá úrskurð um myndsímatúlkunina út frá nýjum fjarskiptalögum. (KF)
- Neyðartúlkun
- Hafa samband við túlkafélagið Hart og kanna launastrúktúr – mögulega hægt að tryggja bakvaktir með útkallstaxta? (HE)
Málstefna ÍTM
Ráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögunni 4.des á þingi, tveir þingmenn fögnuðu frumvarpinu og núna fer tillagan til allsherjar- og menntamálanefndar.
Beiðni frá ráðuneyti að halda kynningu á tillögu til þingsályktunnar um málstefnu ÍTM 2024-2027 og aðgerðaráætlun 15.des klukkan 12. Þau senda út boð sem við síðan komum áfram.
Bréf frá RÚV vegna breytinga á túlkunnar á kvöldfréttum RÚV - sjá viðhengi.
Athugasemdir við skýrslu formanns:
Engar athugasemdir og skýrsla samþykkt.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
a) Ekko forvarnar- og viðbragðsáætlun kynnt og næstu skref:
Gott fyrir stjórnarmenn að skoða aðeins og koma með tillögur að aðkomu fagaðila i viðbragðsáætluninni.
b) Staða happdrættis
Sala happdrættis lauk í dag og er búið að draga í hausthappdrættinu 2023. Salan gekk frábærlega og seldust alls 17.574 miðar sem er með því mesta sem selst hefur í yfir 20 ár.
c) Leyfi til að leita að bakhjörlum/stuðningsaðilum vegna menningarhátíðar 2026.
Framkvæmdastjóri óskar samþykkis að hefja leit og samstarfs við bakhjarla/stærri stuðningsaðila við Norrænu menningarhátíðina 2026.
d) Kynning á frumhugmyndum með logo vegna menningarhátíðar 2026
Lagðar fram tvær tillögur sem frumhugmyndir af logo fyrir hátíðina. Hefja þarf undirbúning heimasíðu snemma á næsta ári og því þarf logoið að verða tilbúið tímanlega.
e) Kynningafundur ráðuneytis vegna ÍTM á föstudaginn kl. 12.00 í FH.
Kynning ráðherra á tillögu til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls.
f) Málefni félagsmanns við hvatningu að fá flóttafólk til landsins og markaðssetning á slíku:
g) Viðurkenningaskjal vegna 500 Evru styrks til WFD skv samþykki stjórnar 10. okt 23
h) HART félag sendi inn beiðni um styrk upp á 19.000 á ári til að greiða árgjald EFSLI
i) Félagið hefur hlotið styrk til að túlka heilsumola SÍBS yfir á táknmál. Næsta skref?
Athugasemdir vegna skýrslu framkvæmdastjóra:
c) Samþykkt
d) samþykkt að auglýsa hönnun logos meðal döff og sjá hvað berst inn.
f) Stjórn hefur borist gögn og video sem sýnir að flóttafólk sé hvatt til að koma til Íslands með tilheyrandi loforðum og fríðindum og íslenskt símanúmer sé tengiliður við þetta fólk. Eins að málið sé komið í hendur opinberra aðila og þingmanns sem eru að skoða þennan gjörning. Stjórn mun fylgjast með málinu.
h) Stjórn samþykkti styrk til HART.
i) Stjórn leggur til að auglýsa eftir verkefnastjóra og tilboð í að taka að sér verkefnið.
Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt.
3. Tillaga að hefja undirbúning að selja Þverholtið
Umræðu frestað vegna tímaskorts.
4. Starfsárið 2024 (vinnufundur stjórn og starfsfólk jan/feb) finna dagsetningu og efni og skoða hugmyndir að valdeflandi fræðsludag eða málþing fyrir félagsmenn í staðinn fyrir aðalfund (fá einhvern innanlands eða erlendis eða bæði)
Samþykkt að formaður sendi tillögu að dagsetningu vinnufundar með stjórn og starfsfólki snemma á nýju ári.
5. DNR fundur og spurningar vegna táknmáls og AI (gervigreindar) - hröð þróun í AI og máltækni, miklir peningar í þessu og margir háskólar og frumkvöðlar vilja samstarf eða fara á eigin vegum án þekkingar.
-
- Tungumálaþýðing AI - táknmálið?
- AI/tæknin hversdagslega , hvernig hefur það áhrif á döff? sjá stöðuskýrslu EUD.
- Ákvarðanataka AI eða mannleg ákvörðun, t.d um málefni táknmáls eða Döff.
Umræðu um lið 5. Lið 5. frestað til síðar.
7. Önnur mál
a. Dagur Döff - BS
Vinna skal að dagskrá. Samþykkt að fara í auglýsingaherferð SAM-MÁLA á strætóskýli kringum 11 febrúar.
b. Fálkaorða, er hægt að afturkalla orðuna - BS
Stjórn mun kynna sér málið og reglur orðunefndar. Umræðan tekin síðar.
c. Starfslýsing starfsmanna Fh - BS
Tillaga kom upp að gera video um hlutverk starfsfólks hjá FH og birta á deaf.is
d. Misnotkun á örorkubótum hjá TR - BS
Óskað er eftir vinnufundi þar sem skoða þarf málefni TR og tryggingabóta og farið sé eftir reglum í landinu.
e. Aðhald hjá SHH - hvaða áhrif hefur það á ÍTM samfélagið? - BS
Umræða um túlkamál – ekki bókaðar athugasemdir
f. Túlkaþjónusta í Dk - EÓ
Umræða um túlkamál í DK. Ekki bókaðar athugasemdir
g. Kvöldfréttir RÚV – UO
ekki bókaðar athugasemdir við umræðum
Fundi slitið kl. 18.45