Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 8. janúar 2024 kl. 16:00
Vinnufundur stjórnar – mættir Heiðdís, Berglind,
Uldis, Eyrún og Þórður
Ritari: Daði
Stjórn boðaði til vinnufundar með Daða framkvæmdastjóra, Lailu og Hjördísi Önnu til að ræða málefni döff flóttafólks.
Málefni sem bókuð voru:
1. Stjórn samþykkti að framkvæmdastjóri hafi samband við þingmann sem skoðað hefur málefni döff flóttafólks frá Úkraínu og dreifingu flóttafólks í Evrópu og afla frekari upplýsinga til vitneskju fyrir starfsfólk og stjórn.
2. Að félagsmaður verði kallaður til fundar vegna möguleika á tengingu við myndband erlendis þar sem fólk er hvatt til að fara til Íslands þar sem því er lofað ýmsu sem ekki er fótur fyrir í dag. Reyna á að loka fyrir þetta myndband sem innihalda alvarlegar og rangar fullyrðingar. Hlíðaskóli hefur einnig áhyggjur af þessu myndbandi og hyggst skoða málin sín megin.
3. Formaður félagsins mun hafa samband við félag döff í Úkraínu til að upplýsa um alvarlega stöðu flóttafólks og stöðu ÍTM hér á landi.
4. Samþykkt var að ramma betur inn þjónustu FH við flóttafólk. Var það gert í samráði með starfsfólki sem vinnur daglega með málefnið.
5. Hjördís Anna mun vinna að kynningarefni á alþjóðatáknmáli til að upplýsa flóttafólk betur um réttindi þeirra til aksturs og réttindi til ökuleyfis og ökuskírteina á Íslandi
Önnur mál: Haldin verður sameiginlegur fundur stjórnar, starfsfólks og deilda 25. Janúar til að efla samstarf allra sem koma að starfi og deildarstarfi félagsins.
Fundi lokið kl. 17.45