Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 6. febrúar 2024 kl. 16:15
1.
Skýrsla
framkvæmdastjóra
2. Beiðni frá Rúv vegna kostnaðarþátttöku við Eurovision
3. Önnur mál
Skýrsla framkvæmdastjóra
1. Logo menningarhátíðar sem auglýst voru lögð fram til skoðunar, athugasemda eða samþykkis.
2. Umsóknir í verkefnið heilsumolar lagðar fram.
3. Framkvæmdastjóri leggur tillögu til hækkunar happdrætismiða í vorhappdrætti 2024 úr 3.300 í 3.500 krónur. Hófleg vísitöluhækkun m.v. önnur happdrætti. Hugmyndasmíði með útlit happdrættismiða er eldgos. Norðurljós síðastliðið haust.
4. 11-17 febrúar auglýst SAM-MÁLA á strætóskýlum á 95 skjám.
5. Fundur á morgun Iceland Travel v Norræns móts aldraðra og menningarhátíðar 2026. Ljóst er að við þurfum að eiga samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki með bókanir á hótelum en FH mun að mestu sjálft vinna með bæjarstjórn Selfoss í að útvega aðra aðstöðu.
Athugasemdir stjórnar við skýrslu framkvæmdastjóra:
1. Samþykkt var að útfæra logo menningarhátíðar frá BP merkingu með nokkrum breytingatillögum frá stjórn. Eins að nota varalogo sem logo Norræna móts 55+ árið 2025. Eins óskaði stjórnin þess að logo sem Magnús Elvar Jónsson hönnuður hannaði verði nýtt síðar í kringum aðra viðburði og verði honum tilkynnt það og samið við ef af verði.
2. Ein umsókn barst vegna túlkunar heilsumolaverkefnisins og var því tilboði tekið. Bettý mun hafa eftirlit með upptökunum og gæðamálum túlkunarinnar.
3. Samþykkt var að hækka happdrættismiða í 3.500 en stjórn óskaði annars útlits en gosmynd á happdrættismiðanum. Framkvæmdastjóri fer í breytingar.
4. Stjórn samþykkti.
2. Stjórn samþykkti að taka þátt í kostnaði við Eurovision til að tryggja að táknmálið fengi sinn sess. Samþykkt var að greiða hverjum flytjanda eins lags 130.000 krónur og 1,5 gjald ef flytjandi flytur 2 lög.
3 . Engin önnur mál voru bókuð.
Fundi lauk kl. 17.30