Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 19. mars 2024 kl. 16:00
Mættir: Heiðdís, Berglind, Þórður og Eyrún.
Ritari: Daði
- Félagsfundurinn 12.mars
- Daði leggur fram sviðsmyndir af ef félagið ætlar á Laugaveginn 166 og ekkert.
- Fjárhagsáætlun 2024
- DNR ½ 2/2 og EUD 2024
- Beiðni NDF með styrk vegna NUL
- Beiðni WFD með styrk vegna fundar hjá SÞ í New York sumar 2024
- Döff kraftur námskeið í vor - upplýsingar
- Döffblaðið - Dotti
- Önnur mál
Einn stjórnarmaður boðaði forföll og voru báðir varamenn kallaðir til fundar en boðuðu forföll.
1. Mikil ánægja var með mætingu, aldursbreidd og faglegar umræður um fasteignamál félagsins. Almenn umræða skapaðist um framtíð húsnæðismála en engar ákvarðanir voru teknar um næstu skref.
2. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu og mat á fasteigninni Þverholti og þær ógnir er geta skapast ef taka þarf fljótt ákvarðanir um svo stór mál. Stjórn gaf framkvæmdastjóra umboð í 2 vikur til að kanna stöðu og horfur í sölumálum húsnæðis og tímalengt til að svara fasteignaumsýslu ríkisins og taka stöðu á framhaldi framtíðarmála húsnæðis FH.
3. Umræðu frestað til næsta stjórnarfundar.
4. DNR 1/1 í Noregi verða fulltrúar Íslands Heiðdís og Sigga Vala.
DNR 2/2 er ekki komið á hreint hvort fundurinn verði á Grænlandi eða á Íslandi.
Á EUD fundinn í maí fara fyrir hönd Íslands Berglind og Eyrún.
5. Stjórn samþykkti að styrkja verkefni NUL um 20-25 þúsund gegn því að öll Norðurlöndin geri slíkt hið sama.
6. Stjórn samþykkti umsókn WFD að kosta flug og gistingu Hjördísar Önnu á SÞ ráðstefnunni í New York í júní í sumar en Hjördís mun verða fulltrúi WFD á ráðstefnunni.
7. Stjórn stefnir að undirbúningi valdeflandi námskeiðs fyrir döff í lok apríl eða byrjun maí. Námskeiðið verður haldið á Nauthól.
8. Þórður lagði fram spurningu með útgáfu rafræns döffblaðs í haust sbr síðasta haust. Stjórn samþykkti útgáfu þess og ritstjórn Þórðar jafnframt.
9. Önnur mál:
- Berglind lagði fram hugmynd að island keypti þættina “Hér er táknmálið” sem er Norræn 4 þátta röð. Heiðdís tilkynnti að Málnefnd ÍTM hafi tryggt sér efnið.
- Barnasögu smáforrit er ekki komið út en inneign er upp á 1,2 milljónir til útgáfu slíks efnis. Heiðdís ætlar að skoða samskipti sem Sigga Vala átti varðandi útgáfu slíks apps á sínum tíma og svo skoðað hvað hægt verði að gera með það barnaefni sem til er.
- Illa hefur gengið að manna stjórn utan um Döffmót í sumar og óvíst með framhald þess. Heiðdís hefur komið að mótinu í 20 ár og stígur frá núna. Hún upplýsti stjórn um hugmyndir um Döff dag sem yrði haldin í táknmálshreiðrinu í Heiðmörk í vor. Það mál í vinnslu
- Framkvæmdastjóri óskaði samþykkis stjórnar að sækja um styrk í Bjargarsjóð vegna túlkunar á söngvakeppni Eurovision sem félagið kostaði að fullu til að hægt væri að tulka keppnina. Samþykkt af stjórn.
Fundi lokið kl. 17.40