Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 2. maí 2024 kl. 16:00

Stjórnarfundur Félags heyrnarlausra

2.maí 2024 kl. 16.00

Mættir: Heiðdís, Berglind, Eyrún, Uldis.

Þórður boðaði forföll og voru 2 varamenn boðaðir og voru hvorugur þeirra staddir á landinu.

  1. Skýrsla formanns
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra - sjá skjal frá Daða.
  3. Sumarnámskeið táknmálsbarna - sjá erindi frá Puttalingum.
  4. Döff Kraftur 11.maí Nauthóll
  5. Önnur mál


1. Skýrsla Formanns

· DNR 19.-21.apríl

Í tilefni af 50 ára afmæli Ål var fundurinn haldin í lýðháskólanum þar. Fulltrúar frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi tóku þátt á fundinum sem er ánægjulegt í ljósi þess að langt er síðan síðast að öll norðurlöndin tóku þátt.

Farið var yfir stöðu landanna, Finnland er í erfiðri fjárhagsstöðu sem á pólítískar rætur að rekja og mikill niðurskurður á sér stað hjá stjórnvöldum í Finnland og er nú full vinna við að rétta reksturinn. Svíþjóð fór til Genf til að gefa sína skuggaskýrslu vegna samnings SÞ um réttindi fatlaða en það sem er nýtt af nálinni er að svíar fóru á sínum vegum ekki undir regnhlífarsamtök fatlaða eins og tíðkast og var rætt um ferlið að því. Danmörk kynnti verkefnið Táknmálspakkann sem hefur verið dreift á IG við góðar viðtökur. Færeyjar sögðu frá nýrri stjórn sem var kosin og þar á meðan nýr formaður sem tók þátt á fundinum, sögðu frá málþingi sem þau voru með á Færeyjum um táknmálið í Færeyjum sem gerði góð skil. Noregur fagnaði degi norska táknmálsins með táknmálsráðstefnu sem var vel sótt og er stefnan að endurtaka þetta árlega. Grænland glímir en við skort á aðgengi og þjónustu og er stefnan að þegar DNR verður með fund í Grænlandi í haust að vinna að lobbisma og þrýsting á stjórnsýsluna í Grænlandi.

DNR fulltrúar gáfu góðan tíma í að vinna að athugasemdum vegna samtarfsáætlanna NMR við ýmsa málaflokka, skilað var inn athugasemdum við 6 málaflokkum t.d jafnrétti, menntun, rannsóknir og tungumál, atvinnulíf, félags- og heilbrigðisþjónusta, menning og að lokum stafræn væðing.

Sameiginlegur samráðsfundur var með DNUR og DNR, rætt var um NUL og framvindu þess. Ákveðið var að bæta á samskiptin á milli DNR og DNUR, öll norðurlöndin hafa lagt til 20-25þús NOK styrk til Noregs til að halda mótið í staðinn fyrir Finnland og hefur DNUR samþykkt það.

· Fundur með Hagstofunni

Samráðsfundur með Hagstofunni og hagsmunaaðila fatlaða, rætt var um tölfræðilegan gagnagrunn um fatlaða. Fulltrúi félagsins benti á mikilvægi þess að hafa upplýsingar um fjölda þeirra sem eiga ÍTM að móðurmáli eða nota hana daglega. Það verður skoðað.

· Fundur með velferðarnefnd Alþingis vegna umsagnar félagsins við breytingu á lögum um örorkulífeyri. Tveir fulltrúar fóru á fund með velferðarnefnd Alþingis til að ræða umsögn sína við breytingu á lögum um örorkulífeyri. Markmið með breytingum er að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með mismikla starfsgetu. Félagið benti á skort á samráð við félagið, þrátt fyrir góðan tilgang með breytingum sem mun ekki hafa bein áhrif á félagsmenn en engu að síður hefur engin breyting átt sér stað vegna túlkunnar í atvinnulífi. Rætt var um samanburðin á norðurlöndum og til þess að frumvarpið skili sínu þarf að tryggja að þeir sem eiga ÍTM að móðurmáli og með fulla starfsgetu hafi tækifæri á að taka þátt í atvinnuhjóli lífsins á Íslandi.

· Þingsályktun um málstefnu ÍTM samþykkt á þingi 20.mars 2024.

Starfshópur sem vann að málstefnunni hittist 2.maí til að fara yfir þingsályktunina og aðgerðaráætlunina sem því fylgir. Stefnan er að skoða næstu skref til að kynna og hvernig fylgja á eftir aðgerðaráætluninni og ábyrgð hvers og eins.

· Stefnuþing ÖBÍ 30.apríl 2024

Tveir fulltrúar félagsins tóku þátt á stefnuþingi ÖBÍ sem var á Zoom. Rætt var helst um tvö atriði eftir kynningu á þeim. Hið fyrra var ,,Rétt heiti” þar sem rætt var um heitið ÖBÍ réttindasamtök, með og á móti. Að því loknu var kosið um að færa þetta til kosninga á aðalfundi ÖBÍ sem meirihluti kaus með. Seinna var rætt um aðildareglur ÖBÍ, rætt um núgildandi reglur, styrkleika, veikleika, tækifæri og áhættur varðandi núgildandi reglur. Kosið var svo um hvort þátttakendur væru fylgjandi því að endurskoða aðildarfyrirkomulag fyrir ný félög eða fylgjandi því að endurskoða aðildarfyrirkomulag nýrra félaga sem og mögulega breytingar á núverandi félaga, þátttakendur fylgjandi að gera engar breytingar og að lokum tek ekki afstöðu. 30% kusu að skoða breytingar á aðildarfyrirkomulagi fyrir ný félög, 33% kusu breytingar á nýt og möguleg áhrif á núverandi félög, 25% kusu að gera engar breytingar.

· Fjarskiptaþjónusta PFS

Félagið hefur staðið í baráttu frá 2016 að sækja réttindi um myndsímatúlkun. Breytingar hafa verið gerðar á lögum með nokkrum umsögnum frá félaginu og var það ákvörðun stjórnar að láta reyna á nýju lögin með nýrri umsókn eins og félagið byrjaði árið 2016. Sjá hvaða úrskurð það hefur okkur.

Athugasemdir vegna skýrslu formanns:

Samþykkt var að þýða á ÍTM þingsályktunartillögu málstefnunnar og setja inn á heimasíðu félagsins.

Skýrsla formanns samþykkt

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

1) Happdrættissalan er í jafnvægi. 8.246 miðum skilað inn sem er álíka og í fyrra þegar 15.000 miðar seldust sem er gott m.v. vorsölu.

2) Framkvæmdastjóri óskar undirritunar stjórnar til að skrá FH sem almannaheillafélag. Félagið er meðlimur í almannaheill.is en þarf að skrá til skattsins ef einstaklingar vilja styrkja félagið og fá skattafrádrátt vegna stuðningsins. – skjal meðfylgjandi skjal.

3) Sala húsnæðisins. Ekkert er að gerast á fasteignamarkaði sem stendur og hefur húsnæðið staðið án eftirspurnar í 3 vikur. Eigum við að taka úr sölu eða leyfa að vera og sjá hvað setur?

4) Fyrirliggjandi umsóknir í styrktarsjóð döff sem stjórn þarf að taka fyrir og samþykkja.

5) Staða Döffmóts 2025 í vinnslu. Stjórn 55+ sendi inn vitlausar dagsetningar og þurfti að endurskipuleggja bókanir upp á nýtt. Fyrirtækið Sena með verkefnið í vinnslu

Athugasemdir vegna skýrslu framkvæmdastjóra:

3) Formaður gerir kynningu á ÍTM til að upplýsa félagsmenn um stöðu húsnæðismála.

5) Samþykkt var að stjórn FH hitti stjórnarmenn 55+ til að ræða Norræna mótið 2025 á Íslandi og meta stöðu vegna siglingar sem auglýst er um Noreg fyrir 55+ á Norðurlöndunum rúmum mánuði áður en mótið verður á Íslandi og hvað best að gera.

3. Sumarnámskeið táknmálsbarna:

Stjórn styður þátttökugjaldið sem kynnt er í tillögunni. Einnig vill stjórn sjá hverjir muni manna stöðu þeirra sem halda utan um börnin á námskeiðinu og tryggja velferð þeirra. Framkvæmdastjóri mun vinna með Mordekaí í uppsetningu skipulags.

4. Döffkraftur Nauthól:

Spennandi námskeið og mikilvægt að fá góða þátttöku á það. Uldis kemst ekki en stjórnarmenn hvattir til að skrá sig á námskeiðið.

5. Önnur mál:

a) Formaður lagði til að FH kostaði lögfræðistarfið við breytingar á lögum SHH til að koma hreyfingu á málið en lögin staðið óbreytt síðan 1991. Samþykkt.

b) Samþykkt var að senda könnun til félagsmanna um hvort þeir lesi fundargerðir stjórnar á heimasíðu félagsins og hvort þeir viljið fá fundargerðirnar á táknmáli.

c) Umræður um menningarhátíðina 2026, stöðu bókanir ofl. Stjórn leggur mesta áherslu á að heimasíða komi upp sem fyrst svo hægt sé að hefja kynningu á mótinu.

Fundi slitið kl. 18.20